Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. október 2024 10:33 Þegar ELKO-Deildin í Fortnite er rétt hálfnuð hafa Denas og Kristófer tekið afgerandi forystu og halda áfram að skiptast nokkuð jafnt á sigrum. Kristófer Tristan og Denas Kazulis eru enn í tveimur efstu sætum ELKO-Deildarinnar í Fortnite eftir að hafa sigrað hvor sinn leikinn í 6. umferð sem var spiluð í gærkvöld. Þeir Denas og Kristófer skiptu sigrum nokkuð jafnt á milli sín á fyrri helmingi mótsins og frammistaða þeirra í gær bendir til þess að þeir ætli að uppteknum hætti í seinni hlutanum. Kristófer bauð þó upp á þau nýmæli að vinna fyrri leik kvöldsins en hann hefur átt það til að byrja kaldur en koma funheitur inn í seinni leikina og sigra þá með tilþrifum. Þessir höfuðandstæðingar í deildinni hafa skipst á að hirða toppsætið í síðustu umferðum og eftir 5. umferð var Denas 11 stigum á eftir Kristófer sem nær enn, naumlega, að halda toppsætinu. Staðan á toppi ELKO-Deildarinnar:#1 Kristófer Tristan (iKristoo) 228#2 Denas Kazulis (denas 13) 217#3 Emil Víkingur (Rich Emil) 133#4 Lester Search (aim like Lester) 111 Denas náði að saxa vel á forskot Kristófers í gær þannig að nú skilja aðeins tvö stig þá að á toppi Elko-Deildarinnar þar sem Kristófer leiðir með 276 stig en Denas andar ofan í hálsmálið á honum með 274. Talsvert langt að baki þeirra er svo Emil Víkingur í 3. sæti með 158 stig. Rafíþróttir Tengdar fréttir Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Kristófer Tristan vann seinni leikinn í ELKO-Deildinni í Fortnite á mánudagskvöld og komst þannig í 1. sæti deildarinnar með 11 stiga forskot á aðal keppinautinn, Denas Kazulis. 8. október 2024 09:49 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Þeir Denas og Kristófer skiptu sigrum nokkuð jafnt á milli sín á fyrri helmingi mótsins og frammistaða þeirra í gær bendir til þess að þeir ætli að uppteknum hætti í seinni hlutanum. Kristófer bauð þó upp á þau nýmæli að vinna fyrri leik kvöldsins en hann hefur átt það til að byrja kaldur en koma funheitur inn í seinni leikina og sigra þá með tilþrifum. Þessir höfuðandstæðingar í deildinni hafa skipst á að hirða toppsætið í síðustu umferðum og eftir 5. umferð var Denas 11 stigum á eftir Kristófer sem nær enn, naumlega, að halda toppsætinu. Staðan á toppi ELKO-Deildarinnar:#1 Kristófer Tristan (iKristoo) 228#2 Denas Kazulis (denas 13) 217#3 Emil Víkingur (Rich Emil) 133#4 Lester Search (aim like Lester) 111 Denas náði að saxa vel á forskot Kristófers í gær þannig að nú skilja aðeins tvö stig þá að á toppi Elko-Deildarinnar þar sem Kristófer leiðir með 276 stig en Denas andar ofan í hálsmálið á honum með 274. Talsvert langt að baki þeirra er svo Emil Víkingur í 3. sæti með 158 stig.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Kristófer Tristan vann seinni leikinn í ELKO-Deildinni í Fortnite á mánudagskvöld og komst þannig í 1. sæti deildarinnar með 11 stiga forskot á aðal keppinautinn, Denas Kazulis. 8. október 2024 09:49 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Kristófer Tristan vann seinni leikinn í ELKO-Deildinni í Fortnite á mánudagskvöld og komst þannig í 1. sæti deildarinnar með 11 stiga forskot á aðal keppinautinn, Denas Kazulis. 8. október 2024 09:49