Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Stefán Baldvin: Vissum að ekkert annað en sigur kæmi til greina

    „Þetta var allt annað líf, bæði fyrir mig og alla aðra í liðinu. Varnarleikurinn smalla og Maggi [Magnús Gunnar Einarsson] var virkilega góður og raunar voru allir að leggja sig fram og við uppskárum bara samkvæmt því,“ sagði Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaður Fram, eftir frækinn níu marka sigur Fram gegn HK í N1-deild karla í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri lagði Gróttu

    Akureyri vann sinn fyrsta sigur í N1-deild karla í vetur er liðið skellti Gróttu, 21-22, í miklum baráttuleik á Nesinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    N1-deild karla: Þrír leikir á dagskránni í kvöld

    N1-deild karla í handbolta kemst aftur á skrið í kvöld eftir stutta pásu þegar þrír leikir fara fram. Grótta og Akureyri mætast á Seltjarnarnesi en Norðanmenn eru enn að leita eftir sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið hefur tapað tveimur og gert eitt jafntefli, gegn Íslandsmeisturum Hauka.

    Handbolti
    Fréttamynd

    N1-deild karla: Valur vann nauman sigur gegn Gróttu

    Valur vann 21-20 sigur gegn Nýliðum Gróttu í Vodafonehöllinni í kvöld en staðan í hálfleik var 12-7 Val í vil. Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur hjá Val með 6 mörk en Sigfús Páll Sigfússon, Ólafur Sigurjónsson og Fannar Þór Friðgeirsson komu næstir með þrjú mörk hver.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Góður sigur FH á Akureyri

    FH-ingar unnu góðan sigur á Akureyri í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri leiddu 18-16 í hálfleik en FH vann 30-27.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Pálmar: Vörnin var frábær í kvöld

    „Þetta var algjör helvítis snilld. Þjálfarinn gerði okkur það ljóst að það væri búið að leggja svo mikið í leikinn og umgjörðina í kringum hann að það væri algjör skandall ef við myndum ekki leggja okkur alla fram og við brugðumst ekki og uppskárum eftir því,“ sagði markvörðurinn Pálmar Pétursson hjá FH sem reyndist sínum gömlu liðsfélögum í Val erfiður í 33-26 sigri FH í N1-deild karla í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Andri Berg: Erum bara ekki að gera það sem er lagt fyrir okkur

    „Það er bara ekki hægt að vinna leik þegar við klúðrum tíu dauðafærum og gerum enn fleiri tæknifeila. Þeir skora þarna einhver sex hraðaupphlaupsmörk á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik og það er algjörlega óásættanlegt. Við bara hættum að nenna þessu.

    Handbolti