Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Pálmar: Vörnin var frábær í kvöld

    „Þetta var algjör helvítis snilld. Þjálfarinn gerði okkur það ljóst að það væri búið að leggja svo mikið í leikinn og umgjörðina í kringum hann að það væri algjör skandall ef við myndum ekki leggja okkur alla fram og við brugðumst ekki og uppskárum eftir því,“ sagði markvörðurinn Pálmar Pétursson hjá FH sem reyndist sínum gömlu liðsfélögum í Val erfiður í 33-26 sigri FH í N1-deild karla í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Andri Berg: Erum bara ekki að gera það sem er lagt fyrir okkur

    „Það er bara ekki hægt að vinna leik þegar við klúðrum tíu dauðafærum og gerum enn fleiri tæknifeila. Þeir skora þarna einhver sex hraðaupphlaupsmörk á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik og það er algjörlega óásættanlegt. Við bara hættum að nenna þessu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Enginn meistarabragur á Haukum

    Það er lítil reisn yfir byrjun Íslandsmeistara Hauka á tímabilinu í ár. Liðið marði Stjörnuna í fyrsta leik og skoraði þar aðeins 17 mörk. Í kvöld gerði liðið síðan jafntefli við Akureyri, 24-24.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Halldór Jóhann: Virkilega dapur leikur af okkar hálfu

    „Það er lítið hægt að segja eftir svona leik. Þetta var bara virkilega dapur leikur af okkar hálfu. Varnarleikurinn var lengst af þokkalegur en við erum náttúrulega með einhverja 15-20 tapaða bolta í leiknum og það er náttúrulega skelfilega lélegt,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, fyrirliði Fram, í leikslok eftir 19-25 tap gegn nýliðum Gróttu í Framhúsinu í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Þetta eru gífurlega góð úrslit fyrir okkur

    „Þetta var bara virkilega flottur leikur hjá okkur gegn gríðarlega sterku pólsku liði á erfiðum útivelli. Þetta voru gífurlega góð úrslit fyrir okkur byggir upp hörkuleik á Ásvöllum um næstu helgi,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir 30-28 tap gegn Wisla Plock í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar Magnússon: Við áttum stigið skilið

    „Ég er virkilega ánægður með að ná stigi hér í fyrstu umferð gegn mjög sterku liði FH. Ég er ánægður með strákana," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir 28-28 jafntefli liðsins gegn FH í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur Guðmunds.: Svekkjandi því við stefnum hátt

    „Það var smá jákvætt í þessu en líka neikvæðir punktar. Við vorum ekki að spila eins vel og við getum og því fór sem fór," sagði niðurlút skytta FH-inga, Ólafur Guðmundsson, eftir jafnteflisleikinn gegn HK í Digranesi í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rúnar: Bubbi vann okkur

    Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að frammistaða Hlyns Morthens í marki Vals hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Valur vann fjögurra marka sigur, 23-19.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Vilhjálmur: Hlýtur af hafa verið hryllingur að horfa á þetta

    „Það var svekkjandi að tapa þessu en við vorum að fá á okkur ódýrar tvær mínútur sem reyndust dýrar. Það var algjör óþarfi af okkar hálfu," sagði ósáttur Vilhjálmur Halldórsson Stjörnumaður en hann átti afar dapran leik eins og flestir leikmenn Hauka og Stjörnunnar í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Birkir Ívar: Ekki Kiel-vörnin fyrir framan mig

    Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson átti hreint út sagt ótrúlegan leik í marki Hauka gegn Stjörnunni í kvöld. Hann varði 27 skot í leiknum en fékk aðeins á sig 16 mörk. Er óhætt að segja að frammistaða hans hafi gert gæfumuninn fyrir Hauka sem mörðu eins marks sigur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Patrekur: Haukarnir fengu meistarabónus frá dómurunum

    „Varnarleikurinn var fínn og markvarslan í fínu lagi. Haukarnir refsuðu okkur oft grimmilega en mér fannst sóknarleikurinn ágætur. Við vorum að koma skotum á markið en Birkir varði allt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir eins marks tap gegn Haukum, 16-17.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron Kristjánsson: Jaðraði við að vera pínlegt

    „Bæði sóknarleikurinn og hraðaupphlaupin hjá okkur voru hræðileg. Okkar reyndustu menn gerðu hvern feilinn á fætur öðrum bæði í skotum og sendingum. Þetta jaðraði við að vera pínlegt á köflum," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir hinn ömurlega handboltaleik á milli Stjörnunnar og Hauka í kvöld.

    Handbolti