Rúnar: Ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0 fyrir Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2010 14:45 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að Haukarnir hafi betur. Þeir eru með tvo öfluga markmenn og eru bara með betra lið," segir Rúnar og segir að sóknarleikur Valsmenn þurfi að vera mun betri ef liðið ætli sér að gera eitthvað í lokaúrslitunum í ár. „Valsmenn þurfa að spila betri sóknarleik en þeir hafa verið að gera og þá eiga þeir ágætis möguleika. Þeir spila ágætis varnaleik og Hlynur hefur verið öflugur í markinu. Svo er spurningin um hvað gerist þegar menn fara að skjóta rétt á Hlyn. Þá er spurningin um hvort Valsmenn eigi nógu góðan annan markmann til þess að fylla í það skarð. Haukarnir er með besta markmanninn og svo með einn efnilegasta markmanninn líka," segir Rúnar. Rúnar hrósar markmönnum Haukaliðsins en styrkur liðsins liggur annarsstaðar líka. „Haukarnir eru fljótir fram þegar þeir vinna boltann og þeir eru með sterkar skyttur í Sigurbergi og Björgvin. Björgvin er búinn að vera að spila mjög vel seinni hluta vetrar og hann hefur dregið vagninn fyrir þá. Það verður erfitt fyrir Valsmenn að spila flata 6:0 vörn á móti þeim eins og þeir gátu leyft sér á móti okkur," segir Rúnar. Haukarnir hafa unnið titilinn fimm sinnum á síðustu sjö árum og það telur Rúnar að telji í þessu úrslitaeinvígi. „Haukarnir eru með mikla sigurhefð, þeir þekkja þessa stöðu vel og vita hvað þarf til. Ég býst við því að þeir muni reyna að endurtaka það að vinna titilinn en Valsmenn hlýtur að klæja líka í að vinna eitthvað. Þeir hafa verið með mjög öflugan mannskap síðustu ár en hafa bara einu sinni tekið titilinn og hlýtur því að langa í þetta líka," segir Rúnar en hann er samt ekki bjartsýnn á Valssigur í einvíginu. „Það eru einhverjar líkur á oddaleik en ég ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0. Þetta verður erfitt fyrir Valsmenn. Haukarnir hafa væntanlega náð að undirbúa sig betur því þeir fengu tveimur dögum meira í kvöld og ættu að koma betur innstilltir inn í einvígið," segir Rúnar. „Ef Haukarnir vinna tvo fyrstu leikina þá klára þeir væntanlega þriðja leikinn á heimavelli. Ætli annar leikurinn í Vodafone-höllinni verði ekki lykilleikurinn," sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að Haukarnir hafi betur. Þeir eru með tvo öfluga markmenn og eru bara með betra lið," segir Rúnar og segir að sóknarleikur Valsmenn þurfi að vera mun betri ef liðið ætli sér að gera eitthvað í lokaúrslitunum í ár. „Valsmenn þurfa að spila betri sóknarleik en þeir hafa verið að gera og þá eiga þeir ágætis möguleika. Þeir spila ágætis varnaleik og Hlynur hefur verið öflugur í markinu. Svo er spurningin um hvað gerist þegar menn fara að skjóta rétt á Hlyn. Þá er spurningin um hvort Valsmenn eigi nógu góðan annan markmann til þess að fylla í það skarð. Haukarnir er með besta markmanninn og svo með einn efnilegasta markmanninn líka," segir Rúnar. Rúnar hrósar markmönnum Haukaliðsins en styrkur liðsins liggur annarsstaðar líka. „Haukarnir eru fljótir fram þegar þeir vinna boltann og þeir eru með sterkar skyttur í Sigurbergi og Björgvin. Björgvin er búinn að vera að spila mjög vel seinni hluta vetrar og hann hefur dregið vagninn fyrir þá. Það verður erfitt fyrir Valsmenn að spila flata 6:0 vörn á móti þeim eins og þeir gátu leyft sér á móti okkur," segir Rúnar. Haukarnir hafa unnið titilinn fimm sinnum á síðustu sjö árum og það telur Rúnar að telji í þessu úrslitaeinvígi. „Haukarnir eru með mikla sigurhefð, þeir þekkja þessa stöðu vel og vita hvað þarf til. Ég býst við því að þeir muni reyna að endurtaka það að vinna titilinn en Valsmenn hlýtur að klæja líka í að vinna eitthvað. Þeir hafa verið með mjög öflugan mannskap síðustu ár en hafa bara einu sinni tekið titilinn og hlýtur því að langa í þetta líka," segir Rúnar en hann er samt ekki bjartsýnn á Valssigur í einvíginu. „Það eru einhverjar líkur á oddaleik en ég ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0. Þetta verður erfitt fyrir Valsmenn. Haukarnir hafa væntanlega náð að undirbúa sig betur því þeir fengu tveimur dögum meira í kvöld og ættu að koma betur innstilltir inn í einvígið," segir Rúnar. „Ef Haukarnir vinna tvo fyrstu leikina þá klára þeir væntanlega þriðja leikinn á heimavelli. Ætli annar leikurinn í Vodafone-höllinni verði ekki lykilleikurinn," sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira