Rúnar: Ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0 fyrir Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2010 14:45 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að Haukarnir hafi betur. Þeir eru með tvo öfluga markmenn og eru bara með betra lið," segir Rúnar og segir að sóknarleikur Valsmenn þurfi að vera mun betri ef liðið ætli sér að gera eitthvað í lokaúrslitunum í ár. „Valsmenn þurfa að spila betri sóknarleik en þeir hafa verið að gera og þá eiga þeir ágætis möguleika. Þeir spila ágætis varnaleik og Hlynur hefur verið öflugur í markinu. Svo er spurningin um hvað gerist þegar menn fara að skjóta rétt á Hlyn. Þá er spurningin um hvort Valsmenn eigi nógu góðan annan markmann til þess að fylla í það skarð. Haukarnir er með besta markmanninn og svo með einn efnilegasta markmanninn líka," segir Rúnar. Rúnar hrósar markmönnum Haukaliðsins en styrkur liðsins liggur annarsstaðar líka. „Haukarnir eru fljótir fram þegar þeir vinna boltann og þeir eru með sterkar skyttur í Sigurbergi og Björgvin. Björgvin er búinn að vera að spila mjög vel seinni hluta vetrar og hann hefur dregið vagninn fyrir þá. Það verður erfitt fyrir Valsmenn að spila flata 6:0 vörn á móti þeim eins og þeir gátu leyft sér á móti okkur," segir Rúnar. Haukarnir hafa unnið titilinn fimm sinnum á síðustu sjö árum og það telur Rúnar að telji í þessu úrslitaeinvígi. „Haukarnir eru með mikla sigurhefð, þeir þekkja þessa stöðu vel og vita hvað þarf til. Ég býst við því að þeir muni reyna að endurtaka það að vinna titilinn en Valsmenn hlýtur að klæja líka í að vinna eitthvað. Þeir hafa verið með mjög öflugan mannskap síðustu ár en hafa bara einu sinni tekið titilinn og hlýtur því að langa í þetta líka," segir Rúnar en hann er samt ekki bjartsýnn á Valssigur í einvíginu. „Það eru einhverjar líkur á oddaleik en ég ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0. Þetta verður erfitt fyrir Valsmenn. Haukarnir hafa væntanlega náð að undirbúa sig betur því þeir fengu tveimur dögum meira í kvöld og ættu að koma betur innstilltir inn í einvígið," segir Rúnar. „Ef Haukarnir vinna tvo fyrstu leikina þá klára þeir væntanlega þriðja leikinn á heimavelli. Ætli annar leikurinn í Vodafone-höllinni verði ekki lykilleikurinn," sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að Haukarnir hafi betur. Þeir eru með tvo öfluga markmenn og eru bara með betra lið," segir Rúnar og segir að sóknarleikur Valsmenn þurfi að vera mun betri ef liðið ætli sér að gera eitthvað í lokaúrslitunum í ár. „Valsmenn þurfa að spila betri sóknarleik en þeir hafa verið að gera og þá eiga þeir ágætis möguleika. Þeir spila ágætis varnaleik og Hlynur hefur verið öflugur í markinu. Svo er spurningin um hvað gerist þegar menn fara að skjóta rétt á Hlyn. Þá er spurningin um hvort Valsmenn eigi nógu góðan annan markmann til þess að fylla í það skarð. Haukarnir er með besta markmanninn og svo með einn efnilegasta markmanninn líka," segir Rúnar. Rúnar hrósar markmönnum Haukaliðsins en styrkur liðsins liggur annarsstaðar líka. „Haukarnir eru fljótir fram þegar þeir vinna boltann og þeir eru með sterkar skyttur í Sigurbergi og Björgvin. Björgvin er búinn að vera að spila mjög vel seinni hluta vetrar og hann hefur dregið vagninn fyrir þá. Það verður erfitt fyrir Valsmenn að spila flata 6:0 vörn á móti þeim eins og þeir gátu leyft sér á móti okkur," segir Rúnar. Haukarnir hafa unnið titilinn fimm sinnum á síðustu sjö árum og það telur Rúnar að telji í þessu úrslitaeinvígi. „Haukarnir eru með mikla sigurhefð, þeir þekkja þessa stöðu vel og vita hvað þarf til. Ég býst við því að þeir muni reyna að endurtaka það að vinna titilinn en Valsmenn hlýtur að klæja líka í að vinna eitthvað. Þeir hafa verið með mjög öflugan mannskap síðustu ár en hafa bara einu sinni tekið titilinn og hlýtur því að langa í þetta líka," segir Rúnar en hann er samt ekki bjartsýnn á Valssigur í einvíginu. „Það eru einhverjar líkur á oddaleik en ég ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0. Þetta verður erfitt fyrir Valsmenn. Haukarnir hafa væntanlega náð að undirbúa sig betur því þeir fengu tveimur dögum meira í kvöld og ættu að koma betur innstilltir inn í einvígið," segir Rúnar. „Ef Haukarnir vinna tvo fyrstu leikina þá klára þeir væntanlega þriðja leikinn á heimavelli. Ætli annar leikurinn í Vodafone-höllinni verði ekki lykilleikurinn," sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira