Gunnar: Valsmenn eiga mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2010 13:45 Gunnar Magnússon, þjálfara HK. Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Gunnar Magnússon, þjálfara HK, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að þetta verði hörku einvígi enda eru þetta tvö bestu liðin í dag. Bæði lið eru þekkt fyrir sterkan varnarleik og eru bæði með góðan markmenn. Það er erfitt að spá í þetta og ég vonast eftir mjög jöfnum leikjum," segir Gunnar. „Fyrirfram myndi ég segja að þetta væri mjög jafnt og að mínu mati eiga Valsmenn mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra. Ástandið á liðinu er mun betra núna en það var í fyrra," segir Gunnar. Haukar eru á heimavelli í fyrsta leiknum í kvöld og liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum á Ásvöllum undanfarin ár. „Þetta er hörku heimavöllur og við HK-menn fengum að kynnast því þegar við töpuðum þremur leikjum þarna í vetur. Mín tilfinning er að Haukarnir vinni fyrsta leikinn en það er bara svona tilfinning sem ég hef," segir Gunnar. Hann segir markmennina Birkir Ívar Guðmundsson og Hlyn Morthens spilar stóra rullu í þessum leikjum. „Þetta verður einvígi á milli Hlyns í marki Vals og Birkis Ívars í marki Hauka. Þessi sería ræðst á því hvort markmaðurinn hefur betur í því einvígi því það lið er mun líklegra. Markmennirnir munu spila stóran þátt í þessu," segir Gunnar en að hans mati skiptir það líka miklu máli fyrir svona góð varnarlið að gera færri mistök í sókninni en andstæðingurinn. „Varnarleikurinn er sterkur hjá báðum liðum og þau treysta bæði á hraðaupphlaup. Það lið sem nær agaðri sóknarleik og finnur fleiri lausnir á varnarleik andstæðinganna mun hafa betur að mínu mati," segir Gunnar. Haukar og Valur hafa mæst sex sinnum í vetur og leikmenn vita því allt um hvern annan. „Þessi lið eru búin að keppa sex sinum áður í vetur og þau þekkjast rosalega vel. Þegar þú ert að fara að spila í sjöunda sinn við sama lið á tímabilinu þá er eðlilegt að sóknarleikurinn sé erfiður því liðin þekkja taktíkina út og því er aðeins auðveldara að verjast. Það er gerir það að verkum að það lið sem nær agaðri sóknarleik, finnur einhverjar lausnir sóknarlega og kemur í veg fyrir hraðaupphlaupin hjá hinum mun að mínu mati vinna einvígið," segir Gunnar sem býst alveg eins við að einvígið geti farið alla leið í fimmta leik „Núna eigum við að geta fengið oddaleik og jafnari leikir og ég vonast eftir því," sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira
Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Gunnar Magnússon, þjálfara HK, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að þetta verði hörku einvígi enda eru þetta tvö bestu liðin í dag. Bæði lið eru þekkt fyrir sterkan varnarleik og eru bæði með góðan markmenn. Það er erfitt að spá í þetta og ég vonast eftir mjög jöfnum leikjum," segir Gunnar. „Fyrirfram myndi ég segja að þetta væri mjög jafnt og að mínu mati eiga Valsmenn mun meiri möguleika í ár heldur en í fyrra. Ástandið á liðinu er mun betra núna en það var í fyrra," segir Gunnar. Haukar eru á heimavelli í fyrsta leiknum í kvöld og liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum á Ásvöllum undanfarin ár. „Þetta er hörku heimavöllur og við HK-menn fengum að kynnast því þegar við töpuðum þremur leikjum þarna í vetur. Mín tilfinning er að Haukarnir vinni fyrsta leikinn en það er bara svona tilfinning sem ég hef," segir Gunnar. Hann segir markmennina Birkir Ívar Guðmundsson og Hlyn Morthens spilar stóra rullu í þessum leikjum. „Þetta verður einvígi á milli Hlyns í marki Vals og Birkis Ívars í marki Hauka. Þessi sería ræðst á því hvort markmaðurinn hefur betur í því einvígi því það lið er mun líklegra. Markmennirnir munu spila stóran þátt í þessu," segir Gunnar en að hans mati skiptir það líka miklu máli fyrir svona góð varnarlið að gera færri mistök í sókninni en andstæðingurinn. „Varnarleikurinn er sterkur hjá báðum liðum og þau treysta bæði á hraðaupphlaup. Það lið sem nær agaðri sóknarleik og finnur fleiri lausnir á varnarleik andstæðinganna mun hafa betur að mínu mati," segir Gunnar. Haukar og Valur hafa mæst sex sinnum í vetur og leikmenn vita því allt um hvern annan. „Þessi lið eru búin að keppa sex sinum áður í vetur og þau þekkjast rosalega vel. Þegar þú ert að fara að spila í sjöunda sinn við sama lið á tímabilinu þá er eðlilegt að sóknarleikurinn sé erfiður því liðin þekkja taktíkina út og því er aðeins auðveldara að verjast. Það er gerir það að verkum að það lið sem nær agaðri sóknarleik, finnur einhverjar lausnir sóknarlega og kemur í veg fyrir hraðaupphlaupin hjá hinum mun að mínu mati vinna einvígið," segir Gunnar sem býst alveg eins við að einvígið geti farið alla leið í fimmta leik „Núna eigum við að geta fengið oddaleik og jafnari leikir og ég vonast eftir því," sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira