Handbolti

Haukar búnir að vinna alla tíu lokaúrslitaleiki sína á Ásvöllum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirson.
Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirson.
Haukar og Valur hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt í N1 deild karla í handbolta en þetta er annað árið í röð sem þessi félög mætast í lokaúrslitunum. Fyrsti leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00.

Lokaúrslitin hafa alltaf hafist á Ásvöllum síðan 2003 og Haukarnir hafa alltaf unnið fyrsta leikinn. Haukar hafa alls unnið alla 10 lokaúrslitaleiki sína á Ásvöllum en þeir unnu báða heimaleiki sína í úrslitaeinvígunum 2001, 2003, 2004, 2005 og svo í fyrra.

Haukarnir hafa spilað á Ásvöllum síðan 2001 en í lokaúrslitunum árið 2000 unnu þeir líka báða heimaleiki sína á móti Fram sem þá fóru fram á Strandgötu.

Haukar hafa ekki tapað heimaleik í lokaúrslitum síðan þeir töpuðu 22-29 á móti Val 13. maí 1994. Síðan þá hefur Haukaliðið unnið tólf heimaleiki í röð í úrslitaeinvígi.

Tíu lokaúrslitaleikir Hauka á Ásvöllum:

28. apríl 2001 Haukar-KA 25-22

3. maí 2001 Haukar-KA 30-28

6. maí 2003 Haukar-ÍR 25-22

11. maí 2003 Haukar-ÍR 34-22

9. maí 2004 Haukar-Valur 33-28

13. maí 2004 Haukar-Valur 33-31

30. apríl 2005 haukar-ÍBV 31-30

5. maí 2005 Haukar-ÍBV 28-24

27. apríl 2009 Haukar-Valur 29-24

2. maí 2009 Haukar-Valur 33-26






Fleiri fréttir

Sjá meira


×