Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sigurður: Það vill enginn að Haukar vinni

    „Þetta er mjög svekkjandi og leiðinlegt að koma svona í þennan leik. Mér fannst þeir ekkert frábærir. Það var meira að við vorum lélegir sagði Valsarinn Sigurður „gleðigjafi" Eggertsson eftir leikinn gegn Haukum en Sigurður skoraði fjögur mörk í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Arnór: Vörnin drullaði á sig

    „Þetta er ömurlegt og alveg sérstaklega ömurlegt að tapa þessari rimmu í oddaleik. Ég tala síðan ekki um þar sem þetta er síðasti leikur margra í liðinu. Ég er að fara, Óskar er að fara, Fannar er kannski að fara og það eru flestir að fara," sagði brúnaþungur Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Vals eftir tapið gegn Haukum í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar Berg: Í fyrsta skipti sem ég fer að gráta

    Varnarjaxl Haukaliðsins, Gunnar Berg Viktorsson, varð að gera sér það að góðu að fylgjast með oddaleiknum úr stúkunni þar sem hann var dæmdur í leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald undir lok fjórða leiks liðanna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rífandi stemning að Ásvöllum

    Það er farið að styttast í úrslitaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik en leikurinn hefst klukkan 14.00 og er leikið í íþróttahúsinu að Ásvöllum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar tekur við Haukum

    Einar Jónsson verður í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í handbolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Þetta mun efla okkur

    Aron Kristjánsson segir erfitt að kyngja því að missa Gunnar Berg Viktorsson í leikbann fyrir oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar Berg í banni á morgun

    Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Freyr: Fannar fékk að skjóta að vild

    Freyr Brynjarsson nýtti öll fjögur skotin sín fyrir Hauka í kvöld en það dugði ekki til þar sem að liðið tapaði fyrir Val í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitli karla í handbolta, 32-30.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fannar: Ég var óhræddur

    Fannar Þór Friðgeirsson átti stórleik er Valur tryggði sér oddaleik í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Líka keppni á pöllunum

    Haukar komust í 2-1 í einvíginu gegn Val í kvöld með því að vinna öruggan sigur á Ásvöllum 30-24. Fjórði leikur liðanna verður á fimmtudagskvöldið að Hlíðarenda.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ingvar: Þeir voru bara betri í dag

    „Við vorum ekki alveg eins klárir í þennan leik eins og í síðustu leikjum. Ég veit ekki alveg hvað veldur. Við þurfum bara að skoða þetta og reyna að laga hlutina fyrir næsta leik," sagði Ingvar Árnason, leikmaður Vals.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigurvegari kvöldsins hefur unnið titilinn í 9 af 10 skiptum

    Haukar og Valur mætast í kvöld í þriðja sinn í úrslitaeinvígi sínu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla. Staðan er 1-1 eftir að Haukar unnu fyrsta leikinn 23-22 á Ásvöllum á föstudagskvöldið og Valsmenn svöruðu með 22-20 sigri í Vodafone-höllinni á sunnudaginn. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.30 á Ásvöllum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fögnuður Mosfellinga - myndir

    Afturelding úr Mosfellsbæ tryggði sér í gær sæti í N1-deild karla næsta vetur með mögnuðum sigri á Gróttu sem fór fyrir vikið niður í 1. deild.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn búnir að vera yfir í 90 prósent af leikjunum tveimur

    Haukar og Valur leika í kvöld þriðja leik sinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en staðan er 1-1 í einvíginu eftir 22-20 sigur Valsmanna í síðasta leik í Vodafone-höllinni. Haukar hafa verið undir í 90 prósent af einvíginu til þessa en standa samt jafnfætis Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. Þriðji leikurinn hefst klukkan 19.30 á Ásvöllum í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli hættur með Stjörnuna

    Atli Hilmarsson er hættur að þjálfa kvennalið Stjörnunnar í handbolta. Atli staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild nú fyrir hádegið.

    Handbolti