Handbolti

Framarar komnir á beinu brautina - burstuðu Hauka á Ásvöllum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Rafn Eiðsson.
Einar Rafn Eiðsson. Mynd/Anton
Framarar eru greinilega búnir að hrista af sér slenið í N1 deild karla í handbolta því þeir fylgdu á eftir góðum sigri á Selfossi á fimmtudagskvöldið með því að vinna tólf marka stórsigur á Haukum á Ásvöllum í dag, 34-22.

Framarar höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir Selfossleikinn en stigu eitt skref í átta að úrslitakeppninni með sigrinum í kvöld. Þeir eru í þriðja sæti með 23 stig en Haukarnir eru þremur stigum á eftir í fimmta sætinu og langt frá því að vera öryggir með sæti í úrslitakeppninni.

Framarar tóku fljótlega öll völd í leiknum, þeir komust í 14-7 og voru 18-12 yfir í hálfleik. Haukarnir náðu ekki að vinna sig inn í leikinn í seinni hálfleiknum og Framliðið landaði afar öruggum og auðveldum sigri.

Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá Fram með 8 mörk, Jóhann Karl Reynisson skoraði 7 mörk og Jóhann Gunnar Einarsson var með 6 mörk. Magnús Erlendsson varði 16 bolta í markinu.

Stefán Rafn Sigmarsson skoraði 7 mörk fyrir Hauka og Birkir Ívar Guðmundsson varði 18 bolta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×