Handbolti

Forsetinn mætir á Hafnarfjarðarslaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Hauka og FH.
Úr leik Hauka og FH.
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hefur verið boðið á Hafnarfjarðaslag FH og Hauka sem fer fram í N1-deild karla í kvöld. Forsetinn hefur reyndar legið með flensu en hann hefur nú staðfest komu sína.

Eins og ávallt er það stór viðburður í Hafnarfirði þegar þessi tvö lið mætast og þótt víðar væri leitað. Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hafa FH-ingar skapað leiknum veglega umgjörð.

FH-ingar munu kynna nýtt lukkutröll til leiks í kvöld og handboltaþjálfarinn góðkunni, Viggó Sigurðsson, mun grilla þýskar bratwurst-pylsur fyrir leikinn.

Herbert Guðmundsson tónlistarmaður mun taka lagið en upphitun fyrir leik verður í höndum hljómsveitarinnar Assassin of a Beautiful Brunette frá Selfossi. Baldur „bongó" mun einnig mæta með trommurnar og klappstýrur ætla að halda stemningunni uppi á meðan leiknum stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×