Handbolti

Fjórða tap Framara í röð - FH-sigur í Safamýri

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson.
Ásbjörn Friðriksson.
FH vann góðan sigur á Fram í baráttunni um annað sætið í N1 deild karla, 28-33 í Safamýrinni í dag. Fram hafði undirtökin í leiknum framan af og leiddi í hálfleik, 15-14. FH komst með því upp fyrir Fram og í 2. sæti deildarinnar en Akureyri er með sex stiga forskot á toppnum.

FH náði fjögurra marka forystu með góðum kafla þegar um átta mínútur voru eftir af leiknum og tók þá Fram leikhlé. Heimamenn gáfust ekki upp og náðu að minnka forystuna niður í eitt mark. FH átti hins vegar magnaðar lokamínútur og tryggðu sér frábæran fimm marka sigur, 28-33.

Ásbjörn Friðriksson var markhæstur í liði FH með sjö mörk og Baldvin Þorsteinsson kom þar á eftir með sex.

Hjá Fram var Arnar Birkir Hálfdánarsson markahæstur með sex mörk og þeir Andri Berg Haraldsson, Haraldur Þorvarðarsson og Aron Róbert Holstert voru með fjögur mörk.

Björn Viðar Björnsson varði vel í marki Fram eða 20 skot en það reyndist hins vegar ekki nóg. Hjá FH varði Daníel Frey Andrésson 16 skot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×