Handbolti

Framarar fóru illa með Hauka á Ásvöllum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freyr Brynjarsson reynir hér að stoppa Jóhann Gunnar Einarsson í gær.
Freyr Brynjarsson reynir hér að stoppa Jóhann Gunnar Einarsson í gær. Mynd/Stefán
Framarar fóru á kostum í tólf marka sigri á Haukum, 34-22, á Ásvöllum í gær. Framliðið sýndi þarna að liðið er búið að hrista af sér slen síðustu vikna og er greinilega komið aftur á beinu brautina eftir tvo góða sigurleiki í röð.

Framarar höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir Selfossleikinn á fimmtudaginn þar sem þeir unnu langþráðan sigur. Fram steig stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigrinum á Haukum en liðið er nú með þriggja stiga forskot á Hafnarfjarðarliðið þegar bæði liðin eiga bara tvo deildarleiki eftir.

Framliðið gulltryggði það einnig að vera með betri stöðu í innbyrðisleikjum við Hauka en þeir hafa unnið báða leiki sína á Ásvöllum í vetur með samtals sextán marka mun.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Ásvöllum í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×