ÍBV nældi í Portúgala í stöðu Rúnars ÍBV hefur fundið arftaka Rúnars Kárasonar í stöðu hægri skyttu fyrir næstu handboltaleiktíð en það er Portúgalinn Daniel Vieira. Handbolti 29. júní 2023 17:00
„Þetta er það sem deildin okkar stendur fyrir“ Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum undir tuttugu og eins árs mætir Portúgal í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á morgun. Þjálfari FH segir möguleika á sæti í undanúrslitum klárlega vera til staðar. Handbolti 28. júní 2023 23:01
Plötusnúðsferillinn á ís hjá nýjasta atvinnumanni Íslands Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Stiven Tobar Valencia er fyrsti Íslendingurinn til þess að semja við portúgalskt félagslið. Hann ætlar að stimpla sig strax inn sem leikmaður Benfica. Handbolti 27. júní 2023 08:00
Valur staðfestir komu Antons: Mun sinna þremur stöðum innan félagsins Anton Rúnarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Vals í handbolta en auk þess verður hann aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla sem og leikmaður liðsins. Allt þetta staðfestir Valur í tilkynningu. Handbolti 23. júní 2023 16:02
Kári Kristján framlengir við Íslandsmeistarana Hinn 38 ára gamli Kári Kristján Kristjánsson, fyrirliði Íslandsmeistara ÍBV, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið og tekur því slaginn í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili. Handbolti 19. júní 2023 15:32
Úlfur til liðs við Hauka Úlfur Gunnar Kjartansson hefur samið við Hauka, silfurlið Olís-deildar karla í handbolta. Handbolti 15. júní 2023 16:46
Selfyssingar sækja spænska skyttu Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við Álvaro Mallols Fernandez um að leika með liðinu í Olís-deild karla í handbolta næstu tvö árin. Handbolti 15. júní 2023 10:30
Meistararnir djamm(m)óðir: „Dagarnir eftir á voru ekki síður krefjandi en úrslitakeppnin“ Rúnar Kárason segir að fögnuðurinn eftir að ÍBV varð Íslandsmeistari í handbolta hafi tekið sinn toll. Hann var valinn bestur og mikilvægastur á lokahófi HSÍ í gær. Handbolti 9. júní 2023 09:01
Rúnar bestur og Elín Klara best og efnilegust Það er umtalsverður munur á aldri og reynslu þeirra leikmanna sem í dag voru útnefndir bestu leikmenn Olís-deild karla og kvenna í handbolta á síðustu leiktíð. Fyrir valinu urðu Elín Klara Þorkelsdóttir og Rúnar Kárason. Handbolti 8. júní 2023 12:27
Tekur við vegna ástríðu fremur en nauðsynjar: „Fann ég þyrfti á þessu að halda“ Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í handbolta í þriðja sinn á sínum ferli. Hann kveðst fremur vera viljugur en tilneyddur til verkefnisins. Handbolti 7. júní 2023 09:01
Óskar Bjarni tekur við Val í þriðja sinn Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Vals. Hann tekur við starfinu af nýráðnum landsliðsþjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. Handbolti 6. júní 2023 10:12
„Ég veit alveg hvar hann á heima“ Það er ekki á hverjum degi sem fráfarandi og verðandi þjálfari Íslandsmeistaraliðs eru báðir í viðtali á sama tíma en það gerðist í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka. Handbolti 2. júní 2023 13:31
Erlingur sá þriðji sem gerir tvö lið að meisturum Erlingur Richardsson er þriðji þjálfarinn sem gerir tvö lið að Íslandsmeisturum síðan úrslitakeppnin var tekin upp tímabilið 1991-92. Handbolti 1. júní 2023 14:31
Sjáðu Íslandsmeistaramyndband ÍBV ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta í þriðja sinn í sögunni. Liðið vann 3-2 sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu. Handbolti 1. júní 2023 13:01
Snorri Steinn kynntur til leiks á blaðamannafundi í dag Nú þegar sléttir 100 dagar eru liðnir síðan tilkynnt var að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur HSÍ boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan landsliðsþjálfara til leiks. Handbolti 1. júní 2023 11:54
Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 1. júní 2023 09:30
Dúrí dara dúrí dara dúrí dei: Myndir frá Íslandsmeistarakvöldinu í Eyjum Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar í handbolta karla í þriðja sinn í gærkvöldi þegar þeir unnu 25-23 sigur á Haukum í oddaleik, hreinum úrslitaleik um titilinn. Handbolti 1. júní 2023 07:00
Ísak og Róbert: Sástu þetta rugl? Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðaron hafa myndað frábært varnarpar í vörn Íslandsmeistaraliðs ÍBV í vetur. Róbert heldur í atvinnumennsku í sumar og segir frábært að kveðja á þessum nótum. Handbolti 31. maí 2023 23:31
Twitter eftir sigur ÍBV: Sturluð rimma Eins og vanalega hafði fólk ýmislegt að segja á Twitter þegar ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld. Handbolti 31. maí 2023 22:30
Umfjöllun, myndir og bikarafhending: ÍBV - Haukar 25-23 | Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir dramatík ÍBV er Íslandsmeistari í handknattleik eftir 25-23 sigur á Haukum í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Eyjamanna sem unnu 3-2 sigur í einvíginu. Handbolti 31. maí 2023 22:05
Heimir Óli: Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt Heimir Óli Heimisson var afar svekktur eftir tap Hauka gegn ÍBV í kvöld. Hann mun nú leggja skóna á hilluna og sagði endirinn á ferlinum súrsætan. Handbolti 31. maí 2023 21:56
Ásgeir Örn: Við höfðum ekki kraftana, höfðum ekki klókindin Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka var svekktur eftir tap liðsins gegn ÍBV í oddaleik í kvöld. Haukar lentu í öðru sæti í tveimur stærstu keppnum tímabilsins en Ásgeir Örn tók við liðinu í nóvember. Handbolti 31. maí 2023 21:18
„Ég er svo stoltur“ Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld með 25-23 sigri á Haukum í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson hefur verið í öllum þremur Íslandsmeistaraliðum ÍBV en í fyrsta sinn tryggði liðið sér titilinn á heimavelli. Handbolti 31. maí 2023 20:56
Fjör í upphitun Eyjamanna fyrir stórleikinn Nú er rétt um hálftími þar til flautað verður til leiks ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum þar sem barist verður um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Svava Kristín Grétarsdóttir tók púlsinn á stuðningsmönnum ÍBV nú rétt áðan. Handbolti 31. maí 2023 18:31
Kári: Bærinn er allur á bakvið okkur Kári Kristján Kristjánsson segir eftirvæntingu ríkja hjá Eyjamönnum fyrir leikinn gegn Hakum nú á eftir. Handbolti 31. maí 2023 17:51
Allan samdi til tveggja ára við Val Valsmenn hafa nú tilkynnt um komu færeyska landsliðsmannsins Allans Norðberg en hann kemur til félagsins eftir að hafa gegn stóru hlutverki í liði KA á liðnum árum. Handbolti 31. maí 2023 16:30
ÍBV getur orðið Íslandsmeistari í Eyjum í fyrsta sinn í tuttugu ár Í kvöld fer Íslandsmeistarabikarinn á loft þegar ÍBV og Haukar mætast í oddaleik í úrslitaeinvígi í handbolta karla. ÍBV getur þar með orðið Íslandsmeistari á heimavelli í fyrsta sinn í tuttugu ár. Handbolti 31. maí 2023 14:42
Rúnar Kára sjö mörkum frá meti Duranona Rúnar Kárason er langmarkahæsti leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu í Olís deild karla í handbolta en Eyjamaðurinn hefur skorað ellefu mörkum meira en næstu maður. Handbolti 31. maí 2023 12:30
Fyrsta liðið síðan KA 2002 til að komast í oddaleik 2-0 undir Haukar eru fyrsta liðið í 21 ár sem tryggir sér oddaleik eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Handbolti 31. maí 2023 10:31
„Stoltari af því að skila af mér góðum leikmönnum frekar en bikurum“ Erlingur Birgir Richardsson stýrir ÍBV í síðasta sinn í kvöld þegar liðið mætir Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 31. maí 2023 08:46