Handbolti

Fyrsti sigurinn hjá bæði Stjörnukonum og Framkörlum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eva Björk Davíðsdóttir var hetja Stjörnuliðsins í fyrsta sigurleik tímabilsins.
Eva Björk Davíðsdóttir var hetja Stjörnuliðsins í fyrsta sigurleik tímabilsins. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan vann sinn fyrsta sigur í Olís deild kvenna í handbolta í dag og Fram lék það síðan eftir í Olís deild karla.

Stjörnukonur steinlágu á móti Fram í fyrsta leik en unnu í dag eins marka sigur í hörkuleik á móti ÍR. Stjarnan vann leikinn 20-19 eftir að staðan var 12-12 í hálfleik.

Eva Björk Davíðsdóttir tryggði Stjörnukonum sigurinn með sínu níunda marki í leiknum. Anna Karen Hansdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu báðar þrjú mörk. Karen Tinna Demian var markahæst hjá ÍR með sex mörk.

Fram tapaði sínum fyrsta leik i Olís deild karla á móti FH en Framarar áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Fjölnis í dag.

Fram vann leikinn með fimmtán marka mun, 43-28, eftir að hafa verið 26-15 yfir í hálfleik.

Ívar Logi Styrmirsson var markahæstur í Framliðinu með átta mörk. Reynir Þór Stefánsson, Eiður Rafn Valsson, Rúnar Kárason og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoruðu allir sex mörk.

Reynir Þór var duglegur að spila sína liðsfélaga uppi því hann átti líka tíu stoðsendingar í leiknum.

Fjölnismenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með samtals 25 marka mun því þeir töpuðu með tíu mörkum í fyrstu umferðinni á móti ÍR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×