„Þurfum að vera fljótir að læra“ Hinrik Wöhler skrifar 13. september 2024 22:00 Óskar Bjarni Óskarsson var fyrst og fremst svekktur út í sjálfan sig eftir leikinn í kvöld. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, telur að sitt lið þurfi að bæta ýmis atriði eftir tap á móti Aftureldingu í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Valsmenn töpuðu með þremur mörkum á heimavelli í kvöld. „Við höfum komið illa inn í leiki að undanförnu en það er líka á ábyrgð þjálfarans að hvetja og undirbúa. Ég er óánægður með það hjá okkur öllum. Svo voru lítil atriði sem við vorum að endurtaka og gerðum sömu mistökin, þurfum að vera fljótir að læra,“ sagði Óskar Bjarni eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn komu til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir í upphafi leiks en of mikil orka fór í endurkomuna og því fór sem fór samkvæmt Óskari Bjarna. „Það er ákveðin vigt farin úr hópnum en við komum alltaf til baka í öllum leikjunum en það tekur bara rosalega orku. Það segir mér þó að ég er ánægður með mína menn en ég hefði viljað bara vinna.“ Valur byrjaði síðari hálfleikinn að krafti en þrátt fyrir að komast yfir á tímapunkti voru gestirnir úr Mosfellsbæ ekki lengi að taka við sér að nýju. „Mér fannst við ná frumkvæðinu í seinni hálfleik og svo eiginlega snúa þeir þessu við þegar þeir fara í fimm-einn og Blær [Hinriksson] tekur á skarið. Á sama tíma erum við að lenda að þurfa að skipta út, ég held að það hafi farið mikil orka að ná þessu upp. Þannig fóru skiptingar aðeins út um gluggann hjá okkur, enn og aftur. Það þarf að nota þessa ungu leikmenn líka, við sjáum hvað þeir gerðu fyrir Aftureldingu í kvöld,“ sagði Óskar. Svekktur með sjálfan sig „Það sem ég er fúlastur út í er ég sjálfur. Við hefðum bara átt að vinna, þrátt fyrir að við værum tveimur eða þremur mörkum undir. Við gerum mistök og klúðrum dauðafærum, eiginlega bara klaufar þegar svona tvö jöfn lið mætast,“ bætti Óskar við. Bjarni Selvindi var frábær í fyrri hálfleik fyrir Val en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari og kennir Óskar þreytu um. Mosfellingur tóku hressilega á Bjarna Selvindi í leiknum.Vísir/Anton Brink „Hann er frábær og þegar hann verður þreyttur þá þarf hann að vera aðeins að vera klókari. Mér fannst hann geta spilað 60 mínútur vörn og sókn því hann er bara ungur. Hann getur náð ansi langt með því að bæta sig, þetta er frábær strákur og leikmaður,“ sagði Óskar um færeyska leikmanninn. Mikil breyting frá síðasta tímabili Liðið er enn í mótun samkvæmt Óskari enda hefur verið talsverð breyting á hópnum frá síðasta tímabili. „Það munar alveg en þetta er bara lið í mótun og búið að vera mikið af leikjum. Karakterinn í mótlætinu hefur bara verið góður því höfum alltaf komið til baka. Við þurfum að vera fljótari að finna allskonar hluti,“ sagði Óskar. Valsmenn léku í undankeppni Evrópudeildarinnar um síðustu helgi en liðið lék í Króatíu og viðurkennir Óskar að ferðalagið var langt og strangt. „Það var ansi þungt og erfiður leikur. Þungt ferðalag en það var langt síðan það var. Þurfum að æfa, hugsa vel um okkur og taka þetta á næsta stig. Þurfum að bæta það eins og vörnina og sóknina,“ sagði Óskar Bjarni að endingu. Valur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
„Við höfum komið illa inn í leiki að undanförnu en það er líka á ábyrgð þjálfarans að hvetja og undirbúa. Ég er óánægður með það hjá okkur öllum. Svo voru lítil atriði sem við vorum að endurtaka og gerðum sömu mistökin, þurfum að vera fljótir að læra,“ sagði Óskar Bjarni eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn komu til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir í upphafi leiks en of mikil orka fór í endurkomuna og því fór sem fór samkvæmt Óskari Bjarna. „Það er ákveðin vigt farin úr hópnum en við komum alltaf til baka í öllum leikjunum en það tekur bara rosalega orku. Það segir mér þó að ég er ánægður með mína menn en ég hefði viljað bara vinna.“ Valur byrjaði síðari hálfleikinn að krafti en þrátt fyrir að komast yfir á tímapunkti voru gestirnir úr Mosfellsbæ ekki lengi að taka við sér að nýju. „Mér fannst við ná frumkvæðinu í seinni hálfleik og svo eiginlega snúa þeir þessu við þegar þeir fara í fimm-einn og Blær [Hinriksson] tekur á skarið. Á sama tíma erum við að lenda að þurfa að skipta út, ég held að það hafi farið mikil orka að ná þessu upp. Þannig fóru skiptingar aðeins út um gluggann hjá okkur, enn og aftur. Það þarf að nota þessa ungu leikmenn líka, við sjáum hvað þeir gerðu fyrir Aftureldingu í kvöld,“ sagði Óskar. Svekktur með sjálfan sig „Það sem ég er fúlastur út í er ég sjálfur. Við hefðum bara átt að vinna, þrátt fyrir að við værum tveimur eða þremur mörkum undir. Við gerum mistök og klúðrum dauðafærum, eiginlega bara klaufar þegar svona tvö jöfn lið mætast,“ bætti Óskar við. Bjarni Selvindi var frábær í fyrri hálfleik fyrir Val en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari og kennir Óskar þreytu um. Mosfellingur tóku hressilega á Bjarna Selvindi í leiknum.Vísir/Anton Brink „Hann er frábær og þegar hann verður þreyttur þá þarf hann að vera aðeins að vera klókari. Mér fannst hann geta spilað 60 mínútur vörn og sókn því hann er bara ungur. Hann getur náð ansi langt með því að bæta sig, þetta er frábær strákur og leikmaður,“ sagði Óskar um færeyska leikmanninn. Mikil breyting frá síðasta tímabili Liðið er enn í mótun samkvæmt Óskari enda hefur verið talsverð breyting á hópnum frá síðasta tímabili. „Það munar alveg en þetta er bara lið í mótun og búið að vera mikið af leikjum. Karakterinn í mótlætinu hefur bara verið góður því höfum alltaf komið til baka. Við þurfum að vera fljótari að finna allskonar hluti,“ sagði Óskar. Valsmenn léku í undankeppni Evrópudeildarinnar um síðustu helgi en liðið lék í Króatíu og viðurkennir Óskar að ferðalagið var langt og strangt. „Það var ansi þungt og erfiður leikur. Þungt ferðalag en það var langt síðan það var. Þurfum að æfa, hugsa vel um okkur og taka þetta á næsta stig. Þurfum að bæta það eins og vörnina og sóknina,“ sagði Óskar Bjarni að endingu.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira