Handbolti

Haukar á­fram á toppnum með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson og félagar í Haukum hafa unnið þrjá af þremur.
Aron Rafn Eðvarðsson og félagar í Haukum hafa unnið þrjá af þremur. Vísir/Hulda Margrét

Haukar unnu í kvöld góðan sjö marka sigur á ÍR í Olís-deild karla í handbolta, lokatölur 37-30.

Leikur kvöldsins á Ásvöllum var mjög jafn framan af og ef eitthvað var þá voru gestirnir úr Breiðholti með yfirhöndina. Gestirnir leiddu með einu til tveimur mörkum en staðan var jöfn 16-16 í hálfleik.

Haukar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í síðari hálfleik og litu aldrei til baka, fór það svo að þeir unnu með sjö mörkum. Lokatölur á Ásvöllum 37-30 og Haukar nú unnið fyrstu þrjá deildarleiki sína á leiktíðinni. ÍR hefur á sama tíma unnið einn en nú tapað tveimur.

Össur Haraldsson var frábær í liði Hauka með 10 mörk. Skarphéðinn Ívar Einarsson kom þar á eftir með 8 mörk. Þá varði Aron Rafn Eðvarðsson 10 skot í markinu. Hjá ÍR var Róbert Snær Örvarsson með 9 mörk og Baldur Fritz Bjarnason með 6 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×