NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Vara­maðurinn Curry magnaður og Dallas jafnaði metin án Luka

Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru farnir að munda sópinn eftir öruggan sigur á Denver Nuggets. Sama má segja um Philadelphia 76ers og þá tókst Dallas Mavericks að jafna metin gegn Utah Jazz.

Körfubolti
Fréttamynd

Lögmál leiksins: Nei eða já

Lögmál leiksins er á dagskrá alla mánudaga á Stöð 2 Sport þar sem helstu NBA sérfræðingar landsins ræða körfuboltann vestanhafs. Í gær voru Kjartan Atli, Sigurður Orri, Tommi Steindórs og Hörður Unnsteins að velta steinum í dagskrárliðnum nei eða já.

Körfubolti
Fréttamynd

Lögmál leiksins: Eldaði með mygluðu hráefni

Frank Vogel var í nótt rekinn frá LA Lakers eftir slakt gengi liðsins á tímabilinu í NBA deildinni. Liðið missti af úrslitakeppninni og endaði í 11. sæti vesturdeildar. Brottrekstur Vogel verður meðal umræðuefna í Lögmálum leiksins sem verða á dagskrá klukkan 20:40 á Stöð 2 Sport 2.

Körfubolti
Fréttamynd

Fékk 40 milljónir króna á 8 sekúndum

Jrue Holiday, leikmaður Bucks, er 306 þúsund dollurum ríkari í dag en í gær en það jafngildir tæplega 40 milljónum króna. Holiday er með bónus ákvæði í samningi sínum við Bucks sem varð virkt eftir að hann spilaði í átta sekúndur gegn Cleveland Cavaliers í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Doncic gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni

Lokaumferð NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem öll lið áttu leiki. Luka Doncic, leikmaður Mavericks neyddist til að fara meiddur af leikvelli í sigri liðsins. Hér má finna öll helstu úrslit næturnar í vestur hluta deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Úrslit næturinnar í NBA

Lokaumferðin í deildarkeppni NBA deildarinnar var leikin í nótt þar sem öll lið deildarinnar spiluðu. Hér má sjá öll úrslit austurhluta deildarinnar og hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Nets upp fyrir Cavaliers

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og flestar nætur þessi dægrin því úrslitakeppnin nálgast. Brooklyn Nets unnu mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í austurdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Kareem Abdul-Jabbar bað LeBron James afsökunar

Kareem Abdul-Jabbar er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi en LeBron James nálgast og er líklegur til að bæta metið á næstu árum. Fyrir vikið vakti það mikla athygli þegar Abdul-Jabbar gagnrýndi James opinberlega á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Útlitið mjög svart hjá Lakers mönnum eftir enn eitt tapið

Los Angeles Lakers er í enn verri málum í NBA-deildinni í körfubolta eftir úrslitin í nótt. Tap hjá Lakers-liðinu og sigur hjá San Antonio Spurs þýðir að gömlu stjörnurnar í Lakers þurfa nú á kraftaverki að halda í síðustu fjórum leikjunum ætli liðið að komast í umspilið fyrir úrslitakeppnina.

Körfubolti