Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða NBA-leikmann Maður frá Tennesse var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða Lorenzen Wright, fyrrverandi leikmann í NBA-deildinni í körfubolta, fyrir tólf árum. Körfubolti 22. mars 2022 07:31
Nurkic gerði sig líklegan að hjóla í stuðningsmann Pacers í nótt Miðherji Portland Trail Blazers, Jusuf Nurkic, lenti í útistöðum við aðdáanda Indiana Pacers eftir leik liðanna í nótt. Nurkic, sem spilaði ekki leikinn vegna meiðsla, gekk þá að stuðningsmanni Pacers sem sat á fremsta bekk, reif af honum símann og kastaði símanum svo upp í stúku. Körfubolti 21. mars 2022 18:00
Jókerinn með skeifu eftir að hafa lent í Boston-vörninni Gott gengi Boston Celtics í NBA-deildinni hélt áfram í nótt þegar liðið vann Denver Nuggets á útivelli, 104-124. Körfubolti 21. mars 2022 08:01
LeBron James orðinn næst stigahæstur í sögunni LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers, varð í nótt sá leikmaður í deildinni sem hefur skorað næst flest stig í sögu deildarinnar en hann tók fram úr Karl Malone í nótt. Körfubolti 20. mars 2022 10:15
NBA: Úlfarnir áfram á siglingu Minnesota Timberwolves hélt áfram góðu gegni sínu í NBA deildinni í nótt þegar að liðið bar sigurorð af ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 138-119. Þeir Anthony Edwards og Karl Anthony-Towns skoruðu 25 stig hvor fyrir Timberwolves en Khris Middleton skoraði 15 stig fyrir Bucks. Körfubolti 20. mars 2022 09:30
Sigur í framlengingu batt enda á ellefu leikja taphrinu á útivelli Los Angeles Lakers er að snúa gengi sínu við í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann fimm stiga sigur gegn Toronto Raptors í nótt, 128-123, í framlengdum leik. Körfubolti 19. mars 2022 09:28
Sektaður um þrjár milljónir fyrir að segja aðdáanda að þegja Körfuboltamaðurinn Kevin Durant hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara fyrir að segja aðdáanda að þegja í tveggja stiga tapi Brooklyn Nets gegn Dallas Mavericks síðastliðinn miðvikudag. Það samsvarar rúmlega þremur milljónum íslenskra króna. Körfubolti 18. mars 2022 23:16
Áttundi fimmtíu stiga leikurinn í NBA-deildinni í mars Hinn 22 ára gamli Saddiq Bey bættist í nótt í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað fimmtíu stig í einum leik í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili. Körfubolti 18. mars 2022 07:31
Búast við því að Steph Curry nái úrslitakeppninni Meiðsli Stephen Curry eru alvarleg en þó sem betur ekki það alvarleg að hann missi af úrslitakeppninni. Körfubolti 18. mars 2022 07:00
Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. Körfubolti 17. mars 2022 13:55
Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. Körfubolti 17. mars 2022 12:01
Curry meiddist og Golden State réð ekkert við Boston-liðið án hans Þetta var ekki góð nótt fyrir Golden State Warriors sem tapaði ekki aðeins illa á heimavelli heldur missti líka Stephen Curry meiddan af velli. Körfubolti 17. mars 2022 07:30
Kyrie fékk að spila og hann bauð upp á 60 stiga kvöld: „NBA á stórkostlegum stað“ Brooklyn Nets er líklega eina liðið í NBA-deildinni sem er miklu betra að mæta á útivelli en á heimavelli þessa dagana. Ástæðan er auðvitað að hinn frábæri Kyrie Irving má bara spila útileikina vegna bólusetningareglna. Irving bauð NBA-deildinni upp á sextíu stiga mann annað kvöldið í röð þegar hann var á kostum í Orlando í nótt. Körfubolti 16. mars 2022 07:31
Aðeins þrír hafa skorað fleiri stig í NBA á afmælisdaginn sinn Stephen Curry hélt upp á 34. afmælisdaginn sinn með stæl í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og kom sér ofarlega á afmælislistann. Körfubolti 15. mars 2022 14:00
Fyrstur með 60 og 17 leik í NBA síðan Shaq gerði það fyrir 22 árum síðan Karl-Anthony Towns bauð upp á sögulega frammistöðu í NBA-deildinni í nótt þegar hann var algjörlega óstöðvandi í sigri Minnesota Timberwolves í San Antonio. Körfubolti 15. mars 2022 07:30
Nets sektað um rúmlega sex og hálfa milljón fyrir að hleypa Kyrie inn í klefa Það vakti mikla athygli þegar Kyrie Irving fékk að vera meðal áhorfenda á leik New York Knicks og Brooklyn Nets en reglur NBA-deildarinnar komu í veg fyrir að hann mætti spila leikinn. Nets hefur nú verið sektað fyrir að leyfa leikmanninum að fara inn í klefa. Körfubolti 14. mars 2022 23:00
„Asnalegt að Kyrie megi vera í salnum en ekki að spila“ Farið verður yfir viðtal Kevins Durant eftir sigur Brooklyn Nets á New York Knicks í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þar ræddi Durant þá undarlegu reglugerð sem gerir það að verkum að Kyrie Irving gat setið í stúkunni og horft á leikinn en mátti ekki taka þátt í honum. Körfubolti 14. mars 2022 18:46
Búningarugl í NBA: Mættu bæði til leiks í hvítu Ekki var hægt að hefja leik Oklahoma City Thunder og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta vegna búningaruglings. Körfubolti 14. mars 2022 14:30
Fullkomnun fáránleikans: Mátti horfa á leikinn í höllinni en mátti ekki spila Kyrie Irving hefur ekki mátt spila heimaleiki Brooklyn Nets á þessu NBA-tímabili vegna bólusetningarskyldu leikmanna. Það er hins vegar margt fáránlegt við útfærslu þessarar reglu eins og sannaðist enn á ný í gær. Körfubolti 14. mars 2022 12:31
Steph Curry grætti tíu ára stelpu tvisvar sinnum á fjórum dögum Hvíldardagur Curry kom mjög illa við ungan aðdáanda NBA-stórstjörnunnar en hann bætti henni þetta upp þegar hann mætti aftur í borgina þremur dögum síðar. Körfubolti 14. mars 2022 11:31
Durant skoraði 53 stig og reyndi svo að koma vitinu fyrir borgarstjóra New York Kevin Durant átti stórkostlegan leik þegar Brooklyn Nets marði sigur á New York Knicks í uppgjöri New York liðanna í NBA-deildinni. Borgarstjóri New York fékk síðan orð í eyra frá stjörnunni eftir leikinn. Körfubolti 14. mars 2022 07:31
Yfirgaf CSKA Moskvu á föstudaginn | Gæti leikið sinn fyrsta leik í NBA í nótt Gabriel Lundberg verður fyrsti leikmaðurinn með danskt vegabréf til að spila í NBA deildinni. Lundberg samdi í gær við topplið vesturdeildar, Phoenix Suns. Lundberg lék síðast með CSKA Moskvu í Rússlandi. Körfubolti 13. mars 2022 12:30
Tvö ný persónuleg stigamet í NBA í nótt Það voru sjö leikir á dagskrá í NBA körfuboltanum í nótt og mikið um dýrðir. Klay Thompson fór á kostum gegn meisturunum í Milwaukee Bucks. Á sama tíma voru bæði Josh Hart og Jordcan Clarkson með stórleiki en þeir hafa aldrei skorað eins mikið af stigum og þeir gerðu í nótt fyrir sín lið. Körfubolti 13. mars 2022 10:01
Popovich sigursælasti þjálfarinn í NBA Gregg Popovich varð í nótt sigursælasti þjálfari í sögu NBA. Popovich er kominn með 1.336 sigurleiki eftir 104-102 sigur San Antonio Spurs á Utah Jazz. Körfubolti 12. mars 2022 09:30
Reifst við Embiid og lét 76ers heyra það Kevin Durant er margslunginn körfuboltamaður sem og einstaklingur. Hann hrósaði Joel Embiid, leikmanni Philadelphia 76ers í hástert nýverið en lét svo lið hans heyra það eftir öruggan 29 stiga sigur Brooklyn Nets á 76ers nú fyrir skömmu. Körfubolti 12. mars 2022 07:01
Hraunuðu yfir Simmons en enduðu á að baula á eigið lið Það er óhætt að segja að það hafi verið fjandsamlegt andrúmsloft og hiti í áhorfendum og leikmönnum í Philadelphiu í gærkvöld þegar heimamenn í 76ers mættu Brooklyn Nets í fyrsta leik liðanna eftir að þau skiptu á stórstjörnum. Körfubolti 11. mars 2022 07:30
Jackie Moon hitaði upp með Steph Curry og Klay með góðum árangri Golden State Warriors menn þurftu að gera eitthvað eftir hvern tapleikinn á fætur öðrum í NBA-deildinni og lausnin kom úr óvæntri átt. Það dugði að fá sjálfan Jackie Moon á staðinn. Körfubolti 10. mars 2022 11:30
Hvurslags Green var þessi karfa? Phoenix Suns tryggði sig inn í úrslitakeppnina, Jayson Tatum og Giannis Antetokounmpo fóru á kostum en LeBron James varð að sætta sig við tap í framlengingu, í NBA-deildinni í nótt. Karfa Chicago Bulls gegn Detroit Pistons vakti þó mesta athygli. Körfubolti 10. mars 2022 07:32
Má enn ekki spila á heimavelli en skoraði fimmtíu í dýrmætum sigri „Þetta var meistaralega gert,“ sagði Kevin Durant og byrjaði að klappa þegar hann var spurður út í ævintýralega frammistöðu félaga síns, Kyrie Irving, í bráðnauðsynlegum 132-121 sigri á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 9. mars 2022 07:31
Nei eða já: Sammála um að LeBron James sé ekki lengur einn þriggja bestu NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins tóku fyrir nokkur mál í liðnum „Nei eða já“ í gærkvöld og ræddu meðal annars um það hvort að LeBron James væri enn einn af þremur bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 8. mars 2022 14:01