Línur eru heldur betur farnar að skýrast í NBA-deildinni en það styttist í að deildarkeppninni ljúki og úrslitakeppnin fari af stað. Denver Nuggets, topplið Vesturdeildar, heimsótti Brooklyn Nets og fór Jókerinn á kostum í naumum sigri Denver, lokatölur 102-108.
Jokić bauð upp á þrefalda tvennu, hans 28. á leiktíðinni. Hann skoraði 22 stig, tók 17 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var þó stigahæstur með 28 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Þá skoraði Jamal Murray 25 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Nuggets.
Another night, another Nikola Jokic triple-double.
— NBA (@NBA) March 19, 2023
22 PTS
17 REB
10 AST
Nuggets get the W in Brooklyn. pic.twitter.com/y388G5NI3Y
Atlanta Hawks virtust með unninn leik í höndunum gegn San Antonio Spurs. Hawks skoruðu 83 stig í fyrri hálfleik og voru með 24 stiga forystu þegar 3. leikhluti var nýbyrjaður. Á einhvern undraverðan hátt hrundi ekki aðeins sóknarleikur liðsins heldur varnarleikurinn sömuleiðis.
Hawks lost to Spurs after starting the 3Q up 24 pic.twitter.com/ufQpOQNSiN
— Bleacher Report (@BleacherReport) March 19, 2023
Slakt lið Spurs vann á endanum átta stiga sigur, 126-118. Keldon Johnson og Devin Vassell voru stigahæstir í sigurliðinu með 29 stig hvor á meðan Dejounte Murray skoraði 22 stig í liði Hawks.
Keldon Johnson and Devin Vassell scored 29 each as San Antonio erased a 24 point deficit to get the home W.
— NBA (@NBA) March 19, 2023
The Spurs' second largest comeback over the last 25 years pic.twitter.com/5iSYSo3Eja
Shai Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig í fjögurra stiga sigri Oklahoma City Thunder á Phoenix Suns, lokatölur 124-120. Devin Booker skoraði 46 stig í liði Suns en það dugði ekki að þessu sinni.
Suns bíða svo enn eftir að Kevin Durant verði leikfær á ný en ekki er vitað hvort hann nái að snúa aftur áður en úrslitakeppnin hefst.
Dueling 40-pieces as the Thunder won in OKC
— NBA (@NBA) March 19, 2023
SGA: 40 PTS, 5 REB, 4 AST
Devin Booker: 46 PTS, 4 REB pic.twitter.com/rIR5KGxm0Y
Austin Reaves bjargaði Los Angeles Lakers í naumum sex stiga sigri á slöku liði Orlando Magic. Leiknum lauk með 111-105 sigri Lakers, þar af skoraði Reaves 35 stig á aðeins 30 mínútum.
Austin Reaves. HOOPER.
— NBA (@NBA) March 20, 2023
35 PTS (career-high)
6 REB
6 AST
W
For more, download the NBA app:
https://t.co/EfGWQh0QrC pic.twitter.com/LfQWI6uGTM
Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, minnti fólk líka á hvað hann getur. Hann bauð upp á þrefalda tvennu í sjö stiga sigri Milwaukee Bucks á Toronto Raptors, 118-111. Giannis skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Það sem meira er, hann brenndi ekki af skoti í leiknum.
Giannis recorded a triple-double on PERFECT 100% shooting as the Bucks won at home
— NBA (@NBA) March 20, 2023
22 PTS, 13 REB, 10 AST, 9/9 FG
No misses. Just buckets. pic.twitter.com/JXGBobyJEw
Önnur úrslit
Houston Rockets 107-117 New Orleans Pelicans
Portland Trail Blazers 102-117 Los Angeles Clippers
Sunday night standings
— NBA (@NBA) March 20, 2023
https://t.co/02ml5YIBRq pic.twitter.com/R6S6mfmltu