Jordan hefur átt Charlotte undanfarin þrettán ár en það gæti breyst á næstunni.
Körfuboltavéfréttin Adrian Wojnarowski greinir frá því að Jordan eigi í viðræðum um að selja hlut sinn í Charlotte til Gabe Plotkin, sem á hlut í Charlotte, og Rick Schnall, sem á hlut í Atlanta Hawks.
Fari svo að Jordan selji meirihluta sinn í Charlotte mun hann samt alltaf eiga lítinn hlut í félaginu.
Jordan keypti meirihluta í Charlotte fyrir 275 milljónir Bandaríkjadala 2010. Síðan þá hefur liðið aðeins tvívegis komist í úrslitakeppnina.