Brady mætti á leik hjá liðinu 31. maí í fyrra og sendi seinna stjörnuleikmanninum Kelsey Plum treyju og aðrar gjafir.
Tom Brady has acquired partial ownership of the Las Vegas Aces
— The Athletic (@TheAthletic) March 23, 2023
It was a matter of time before I was back in the building with some of the greatest athletes in the world.
@TomBrady | @LVAcespic.twitter.com/0mNjzzybdq
Las Vegas vann sinn fyrsta WNBA-titil á síðasta ári og þykir líklegt til afreka næstu árin.
„Ég er mjög spenntur fyrir því að vera orðinn hluti af Las Vegas Aces félaginu. Ást mín á kvennaíþróttum byrjað frá unga aldri þegar ég fékk að fara með á leiki hjá eldri systrum mínum. Þær voru bestu íþróttamennirnir á heimilinu. Við fögnuðum saman afrekum þeirra sem fjölskylda og þær eru mér enn mikill innblástur,“ sagði Tom Brady í yfirlýsingu.
Brady er sá einu sem hefur unnið Super Bowl sjö sinnum og á mörg af metum leikstjórnenda í NFL-deildinni. Hann tilkynnti það á dögunum að hann væri hættur að spila.
Tom Brady has acquired an ownership stake in the Las Vegas Aces of the WNBA.
— Joe Pompliano (@JoePompliano) March 23, 2023
Brady sat courtside at an Aces game last summer, and now he returns to buy equity from Las Vegas Raiders owner Mark Davis.
The deal is subject to WNBA approval. pic.twitter.com/lLVCifjBot
Brady spilaði miklu lengur en kollegar hans en hann verður 46 ára í haust.
„Aðkoma Tom Brady er ekki bars sigur fyrir Aces og WNBA deildina heldur fyrir atvinnumannaíþrótta kvenna í heild sinni,“ sagði Mark Davis, eignandi Las Vegas Aces en hann á einnig NFL-liðið Las Vegas Raiders.