Ja Morant: Átta mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2023 16:00 Ja Morant er að reyna að bjarga orðspori sínu sem er í molum eftir hegðun hans að undanförnu. AP/Karen Pulfer NBA súperstjarnan Ja Morant hefur ekkert verið inn á körfuboltavellinum að undanförnu þótt fullfrískur sé. Ástæðan er ósæmileg hegðun hans utan vallar. Nokkrum klukkutímum eftir að Memphis Grizzlies mætti Denver 3. mars síðastliðinn þá birti Morant myndband af sér í beinni veifandi skammbyssu með annarri hendinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Athæfi Morant vakti upp mikla hneykslun og hann var strax settur í agabann hjá félaginu. Morant var jafnframt sendur í ráðgjafameðferð á meðferðarstofnun í Flórída. NBA deildin hefur ákveðið að Morant taki út átta leikja bann vegna framkomu sinnar. Morant fór í viðtal hjá gamla NBA-leikmanninum Jalen Rose á ESPN. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá finnst mér að við höfum sjálfir komið okkur í þessa stöðu með fyrri mistökum okkar og það eina rétta í stöðunni er að við horfum inn á við og reynum að vera skynsamari og sýna meiri ábyrgð,“ sagði Ja Morant. „Mér finnst eins og áður fyrr hafi ég ekki áttað mig á því hvað er í húfi. Eftir að hafa fengið þennan tíma til að hugsa um allt saman þá átta ég mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa. Ég þarf að vera ábyrgari, klárari og halda mig í burtu frá þessum slæmu ákvörðunum,“ sagði Morant. Það fylgdi sögunni að Morant hafi eytt fimmtíu þúsund Bandaríkjadölum á næturklúbbnum eða um sjö milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Eitt af því sem Morant gæti haft áhyggjur af núna er hversu miklum peningum hann verður af við þetta. Hann fær ekki borgað fyrir þá átta leiki sem hann er í banni hjá NBA-deildinni sem er vissulega væn sunna. Það sem meira er að Morant gæti einnig misst af þrjátíu milljón dollara bónusgreiðslu. Morant átti að fá meira en þrjátíu milljónir dollar, 4,2 milljarða króna, í bónus ef hann kemst ekki í eitt af liðum ársins á tímabilinu. Morant vart með 27,1 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik þegar málið kom upp og þótti af flestra mati vera öruggur með sæti í að minnsta kosti einu af úrvalsliðunum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira
Nokkrum klukkutímum eftir að Memphis Grizzlies mætti Denver 3. mars síðastliðinn þá birti Morant myndband af sér í beinni veifandi skammbyssu með annarri hendinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Athæfi Morant vakti upp mikla hneykslun og hann var strax settur í agabann hjá félaginu. Morant var jafnframt sendur í ráðgjafameðferð á meðferðarstofnun í Flórída. NBA deildin hefur ákveðið að Morant taki út átta leikja bann vegna framkomu sinnar. Morant fór í viðtal hjá gamla NBA-leikmanninum Jalen Rose á ESPN. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá finnst mér að við höfum sjálfir komið okkur í þessa stöðu með fyrri mistökum okkar og það eina rétta í stöðunni er að við horfum inn á við og reynum að vera skynsamari og sýna meiri ábyrgð,“ sagði Ja Morant. „Mér finnst eins og áður fyrr hafi ég ekki áttað mig á því hvað er í húfi. Eftir að hafa fengið þennan tíma til að hugsa um allt saman þá átta ég mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa. Ég þarf að vera ábyrgari, klárari og halda mig í burtu frá þessum slæmu ákvörðunum,“ sagði Morant. Það fylgdi sögunni að Morant hafi eytt fimmtíu þúsund Bandaríkjadölum á næturklúbbnum eða um sjö milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Eitt af því sem Morant gæti haft áhyggjur af núna er hversu miklum peningum hann verður af við þetta. Hann fær ekki borgað fyrir þá átta leiki sem hann er í banni hjá NBA-deildinni sem er vissulega væn sunna. Það sem meira er að Morant gæti einnig misst af þrjátíu milljón dollara bónusgreiðslu. Morant átti að fá meira en þrjátíu milljónir dollar, 4,2 milljarða króna, í bónus ef hann kemst ekki í eitt af liðum ársins á tímabilinu. Morant vart með 27,1 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik þegar málið kom upp og þótti af flestra mati vera öruggur með sæti í að minnsta kosti einu af úrvalsliðunum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever)
NBA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira