Sýningargestum velkomið að koma og leika sér Sara Björg Bjarnadóttir er myndlistarkona sem ber marga aðra hatta eins og að vera landvörður, heimspekinemi og söngkona. Hún útskrifaðist með BA gráðu úr LHÍ árið 2015 og hefur búið í Kanada, á Akureyri og í Berlín en er nú orðinn Kópavogsbúi. Sara Björg stendur fyrir sýningunni „mjúk lending“ sem opnar í Ásmundarsal í dag klukkan 15:00 og eru öll velkomin. Menning 12. mars 2022 07:01
Albarn þakkar Íslendingum gestrisnina með tónleikum Haldnir voru tónleikar í öllum sölum Hörpu í kvöld og þeirra á meðal voru tónleikar íslenska ríkisborgarans Damon Albarn, sem kveðst vilja þakka Íslendingum fyrir gestrisnina með tónleikunum. Lífið 11. mars 2022 23:25
Gjörningar út úr þokunni á Listasafni Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir gjörningalistahátíð um helgina þar sem Hafnarhúsið er undirlagt af gjörningum, uppákomum og umræðum um listformið á Gjörningaþoku. Blaðamaður ræddi við Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur verkefnastjóra Hafnarhússins. Menning 11. mars 2022 20:01
Nýtt ár, nýir tímar Lista- og menningarstofnanir gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Rými listarinnar eiga að vera staðir opnir öllum þar sem fólk hefur möguleika á að eiga við og ræða mikilvæg málefni á fordómalausan máta. Skoðun 11. mars 2022 17:30
Bensol er plötusnúður mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. Tónlist 11. mars 2022 17:01
Snorri Ásmundsson: „Orðið „gaman“ er svo upplífgandi, sérstaklega á okkar tímum“ Listamaðurinn Snorri Ásmundsson opnar sýninguna GAMAN Í Portfolio Gallerí, Hverfisgötu 71, á morgun, laugardaginn 12. mars. Opnunin stendur frá klukkan 16:00-18:00 og eru öll velkomin. Blaðamaður hafði samband við Snorra og fékk nánari innsýn í hans listræna heim. Menning 11. mars 2022 15:30
„Það má segja að við séum sálufélagar í lífi og list“ Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson eru að gefa út plötuna ÞAU taka Vestfirði í dag en bæði eru þau rokkarar úr Hafnarfirði sem litar samstarfið. Platan inniheldur frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld og hefur djúpar menningarlegar rætur. Lífið 11. mars 2022 14:31
Stemning á forsýningu Allra síðustu veiðiferðarinnar Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýndum sýnishorn úr myndinni í síðasta mánuði hér á Lífinu á Vísi. Lífið 11. mars 2022 13:31
Ekkert barnabókahandrit uppfyllti kröfur dómnefndar Barnabókaverðlaunin sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund verða ekki afhent í ár þar sem ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd uppfyllti kröfur nefndarinnar. Menning 11. mars 2022 11:46
Pari Stave nýr forstöðumaður Skaftfells Stjórn Skaftfells, myndlistarmiðstöðvar Austurlands, tilkynnti í gær að Pari Stave hefur verið ráðin nýr forstöðumaður. Hún tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Menning 11. mars 2022 08:25
Brautryðjandi með hljóði sínu Alt-pop tónlistakonan OWZA (Ása Margrét Bjartmarz) var að gefa út sı́na fyrstu EP-plötu, Zzz. Með dökkum tónum, þungum bassa og áhrifum frá alt-poppi, r&b, ambience og trap, tekur ‘Zzz’ hlustandann ı́ ferðalag um að tı́na sjálfum sér, svefnlausar nætur og miskunnarlausa hegðun og á sama tı́ma býður hún þér ı́ annan heim fullan af mjúkum skýjum á fjólubláum himni. Albumm 10. mars 2022 14:32
TikTok stjarna keppir fyrir Breta í Eurovision Söngvarinn Sam Ryder verður fulltrúi Bretlands í Eurovision í ár. Sam er vinsæl TikTok stjarna og þekktur fyrir einstaklega flotta rödd. Tónlist 10. mars 2022 14:03
Sigur Rós með stórtónleika í Laugardalshöll í nóvember Hljómsveitin Sigur Rós lokar tónleikaferðalagi sínu heima á Íslandi. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöll 25. nóvember. Forsala á tónleikana hefst 16. mars klukkan níu. Tónlist 10. mars 2022 12:11
Barnakór Ísakskóla söng með Siggu, Betu og Elínu Barnakór Ísaksskóla hefur verið að æfa lagið Með hækkandi sól, sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardag. Flytjendur lagsins eru Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur. Tónlist 10. mars 2022 09:31
Horfðu á Bachelor úti í vitlausu veðri: „Ég vona að Clayton sjái þetta“ Tvö hundruð ofuraðdáendur bandarísku raunveruleikaþáttanna The Bachelor gátu vart haldið augunum opnum vegna veðurofsa á Kársnesinu fyrr í kvöld, þar sem þeir voru saman komnir í Sky Lagoon til að horfa á nýjasta þátt seríunnar. Bíó og sjónvarp 9. mars 2022 22:00
Fyrsta stikla Obi-Wan Kenobi Disney birti í kvöld fyrstu stiklu þáttanna Obi-Wan Kenobi, sem fjalla einmitt um Jedi-rddarann fræga, Obi-Wan Kenobi. Þeir fjalla um sögu Old Ben á milli kvikmyndanna Revenge of the Sith og A New Hope. Bíó og sjónvarp 9. mars 2022 20:52
Býr til útópíska heima María Guðjohnsen starfar sem þrívíddarhönnuður og listakona og er búsett í New York. Hún hefur unnið að ýmsum skapandi verkefnum undanfarið sem vakið hafa mikla athygli. Má þar meðal annars nefna grafíkina fyrir Söngvakeppnis atriði Reykjavíkurdætra í ár. Blaðamaður hafði samband við Maríu um listina, lífið og skapandi verkefni. Menning 9. mars 2022 15:30
Gífurleg orka náttúrunnar færð yfir á strigann Listakonan Guðrún Einarsdóttir opnaði sýninguna Efnisland síðastliðinn laugardag en hún sækir einstakan myndheim sinn í myndanir og form í kraftmikilli náttúru Íslands. Sýningin, sem er á vegum Listvals, er staðsett í NORR11 á Hverfisgötu 18. Menning 9. mars 2022 12:31
„Femínismi fjallar um svo margt annað en bara konur og réttindi þeirra“ RVK Feminist Film Festival verður haldin í þriðja skiptið 4. til 8. maí á þessu ári. RVK FFF er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem setur kvikmyndir eftir kvenleikstýrur í loftvængi þar sem hvert einstakt snjókorn með sína einstæðu lögun mun njóta sín Lífið 9. mars 2022 11:31
Ultraflex þvinga þig til að slappa af „Slappaðu af,“ syngja Katrín Helga Andrésdóttir, eða Special K, og Kari Jahnsen, eða Farao, í skipunartón í nýju myndbandi. Gera hlustandanum ljóst að hann eigi að taka því rólega. Saman mynda þær íslensk-norska diskódúettinn Ultraflex, og nýta sér gjöfula uppskeru listlíkissögunnar sem innblástur fyrir bæði hljóð og mynd. Tónlist 9. mars 2022 09:01
Pamela Anderson fer af ströndinni á Broadway Pamela Anderson ætlar að stíga á svið á Broadway í fyrsta skipti þar sem hún mun leika Roxie Hart í söngleiknum Chicago. Leikkonan er spennt fyrir því að fara með hlutverkið þar sem hún mun leika, syngja og dansa. Lífið 8. mars 2022 22:01
Vottaði rússneskri þjóð sem lent hafi í klóm „sturlaðs einræðisherra“ samúð Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar flutti í kvöld ávarp á friðartónleikum sem haldnir voru í Hallgrímskirkju vegna stríðsins í Úkraínu. Íslenskt tónlistarfólk flutti tónlist fyrir þá sem voru samankomnir í kirkjunni og mótmæltiþar hernaðarbrölti rússneskra stjórnvalda. Innlent 8. mars 2022 21:49
Fara betur saman en jarðarber og epli Í dag fór miðasalan fyrir Ávaxtakörfuna af stað sem fer á svið í Silfurbergi Hörpu þann 16. apríl. Söngkonurnar Katla Njálsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru á fullu að æfa sig, bæði fyrir leikritið og Söngvakeppnina sem þær keppa báðar í á laugardaginn. Lífið 8. mars 2022 21:01
Er sumar hittarinn fæddur? Tómas Welding var að gefa út lagið Taste og er það unnið í samstarfi með Pálma Ragnari Ásgeirssyni. Albumm 8. mars 2022 20:00
„Maður þarf að vera með bein í nefinu og þetta er langt frá því að vera auðvelt“ Fyrirsætan Hlín Björnsdóttir er búsett í París og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún er á skrá hjá skrifstofunum Elite Worldwide og Eskimo Models en síðasta verkefni Hlínar var að ganga tískupallana fyrir hátísku hönnuðinn Andreas Kronthaler hjá Vivienne Westwood. Var hún þar í félagsskap ofurfyrirsætna á borð við systurnar Bella og Gigi Hadid. Blaðamaður tók púlsinn á Hlín og fékk að heyra frá fyrirsætu lífinu í París. Tíska og hönnun 8. mars 2022 20:00
Lagahöfundur og söngkona Let It Go hrósa úkraínsku stúlkunni Söngur lítillar stúlku í neðanjarðarbyrgi í Kænugarði í Úkraínu hefur vakið athygli víða um heiminn. Stúlkan sem heitir Amelia syngur lagið Let It Go úr Disney teiknimyndinni Frozen á sínu móðurmáli. Lífið 8. mars 2022 15:21
Fullt út úr dyrum á friðartónleikum í Hallgrímskirkju Boðað var til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 í dag vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á Vísi. Lífið 8. mars 2022 15:00
GDRN með einstakan flutning á Jealous Guy Í Glaumbæ á Stöð 2 á föstudagskvöldið mættu söngkonurnar Stefanía Svavars og GDRN en þemað að þessu sinni var ástarsorgarlög. Tónlist 8. mars 2022 12:31
Sjálfsmynd, samskipti og óheppni í ástum Hljómsveitin FLOTT hefur vakið töluverða athygli í íslensku tónlistarlífi undanfarið fyrir hnyttin popplög. Sveitina skipa fimm öflugar ungar konur sem vinna allt sitt tónlistarefni frá A-Ö og hljómsveitin skrifaði nýlega undir samning við Sony Music. FLOTT er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Tónlist 8. mars 2022 11:31
Frumsýning á órafmagnaðri útgáfu lagsins Ljósið: „Ég hugsa alltaf um son minn þegar ég syng þetta lag“ Söngvarinn Stefán Óli er meðal keppenda í Söngvakeppninni í ár sem er kominn í úrslit. Hér hjá Lífinu á Vísi frumsýnir hann glænýtt myndbandi í órafmagnaðari útgáfu af laginu Ljósið eftir Birgi Stein og Andra Þór en leikstjóri myndbandsins er Jakob Hákonarson. Tónlist 8. mars 2022 11:00