Selur fornfrægt leikhús í Stokkhólmi til bandaríska risans Live Entertainment
![Kristján Ra Kristjánsson hefur verið eigandi og rekstraraðili að Göta Lejon í Stokkhólmi frá árinu 2008.](https://www.visir.is/i/9317E85D77BF57548631DF223558C3C4E813D0824C85A9533EBD37BC4F6C61AE_713x0.jpg)
Athafnamaðurinn Kristján Ra Kristjánsson, sem hefur rekið og verið eigandi að leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi allt frá árinu 2008, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu til dótturfélags í eigu bandaríska risans Live Nation Entertainment sem er skráð í kauphöllina í New York. Ætla má að kaupverðið sé yfir einn milljarður króna.