Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Gítargrip og texti Með hækkandi sól

Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld og Systur munu stíga á svið og flytja Með hækkandi sól fyrir Íslands hönd. Hörðustu Júró-aðdáendur munu líklega blása til teitis í kvöld til að hvetja okkar konur áfram og verður því að gera fólki mögulegt að grípa í gítarinn og syngja með systrum. 

Tónlist
Fréttamynd

Hefur farið 23 sinnum á Eurovision

Peter Fenner er mikill Eurovision spekúlant sem hefur oft á tíðum verið íslenskum hópum innan handar í keppninni og aðstoðað íslenska Eurovision þula. Hann hefur einnig komið að gerð nokkurra íslenskra Eurovision laga á borð við This is my life og Valentine Lost og segist elska íslenska listamenn. Blaðamaður hafði samband við þennan lífskúnstner og fékk hann til að svara nokkrum Júró-spurningum.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég var fæddur til að bumpa“

Love Bump 22 er ný útgáfa Love Guru af fyrsta laginu sem Boney M gáfu út, „Baby do ya wanna bump“ sem kom út árið 1975. Love Guru segir að hér sé sungið um þokkafyllsta dans sögunnar, The Bump sem á einmitt 50 ára afmæli um þessar mundir.

Tónlist
Fréttamynd

Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur

Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir.

Lífið
Fréttamynd

Nick Cave missir annan son

Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta stikla næstu Avatar loksins birt

Eftir margra ára framleiðslu er loksins búið að birta fyrstu stiklu næstu Avatar-kvikmyndarinnar. Hún heitir Avatar: The Way of Water og fjallar um Jake, Neytiri, börn þeirra og baráttu íbúa Pandora gegn mönnum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ber list

Fyrir átta árum síðan lét þáverandi menningar- og menntamálaráðherra þau orð falla í ræðu við úthlutun Myndlistarsjóðs að stjórnmálamenn ættu að vera hræddir við listamenn en ekki öfugt. Þessi orð vöktu athygli mínu á sínum tíma. Hvers vegna heyrðust þau úr þessari átt?

Skoðun
Fréttamynd

Nýr Doctor Who

Ncuti Gatwa tekur við af Jodie Whittaker sem Doctor Who samkvæmt tilkynningu frá BBC. Ncuti verður þar með fjórtándi tímavörðurinn (e. Time Lord) og er leikarinn spenntur fyrir komandi tímum.

Lífið
Fréttamynd

„Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“

„Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bandaríkin: Bönnuðum bókum fjölgar frá degi til dags

Bókum, sem skólakerfið í Bandaríkjunum bannar í skólastofum og á bókasöfnum, fjölgar með ógnvænlegum hraða. Frá því í fyrrasumar og fram til þessa dags hafa að meðaltali fjórar bækur á dag verið bannaðar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

„Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“

Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn.

Tónlist