Miðasala hefst mánudaginn 13. febrúar klukkan 10.
„Lukas skaust á stjörnuhimininn árið 2016 með fyrstu plötunni sinni sem innihélt lagið 7 Years. Það lag fékk 3 Grammytilnefningar og hefur verið streymt yfir 1,5 milljarð sinnum á Spotify og yfir 1,3 milljarð sinnum á Youtube,“ segir í tilkynningu frá Tónleik um viðburðinn.
Lukas er einnig þekktur fyrir smelli á borð við 7 Years, Love Someone, Mama Said, You're Not There og Drunk in the Morning. Nýjasta plata tónlistarmannsins ber heitið Pink en á henni er meðal annars að finna laigð I Wish You Were Here, þar sem Lukas nýtur stuðnings tónlistarmannsins Khalid.