Lífið

Idol kepp­endur máluðu myndir af dómurunum: „Þetta er eins og blint egg með spangir“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Í síðasta Idol þætti fengu keppendur það verkefni að mála myndir af dómnefndinni. Viðbrögð dómara stóðu ekki á sér.
Í síðasta Idol þætti fengu keppendur það verkefni að mála myndir af dómnefndinni. Viðbrögð dómara stóðu ekki á sér. Stöð 2

Í síðasta þætti af Idol kepptu þau Saga, Kjalar, Bía og Símon ekki aðeins í söng, heldur fékk fjölmiðlamaðurinn Gústi B krakkana einnig til þess að keppa í myndlist.

Verkefnið var einfalt. Þau höfðu ákveðinn tíma til þess að mála mynd. Viðfangsefnið var hvorki meira né minna en dómnefndin sjálf. Hver keppandi dró einn dómara.

Gleymdi að teikna eyru

Keppandinn Símon Grétar dró Bríeti. „Það er létt fyrir mig, því hún er alltaf bara einhvern veginn,“ sagði hann.

Bía dró Idol dómarann Birgittu Haukdal og Saga Matthildur dró Herra Hnetusmjör.

„Ég var mjög fegin að ég fengi að gera sólgleraugu frekar en augu. Ég gerði sólgleraugun en þá fattaði ég að ég gleymdi að gera eyrun á hann. Ég veit ekki alveg hvernig sólgleraugun haldast á, en það er annað mál,“ sagði Saga.

Kjalar dró dómarann Daníel Ágúst. „Daníel er með svo skarpt andlit finnst mér. Það er svolítið svona eins og hann sé höggvinn úr steini. Voða skarpur og ákveðinn og þess vegna er ég kannski hræddur við hann,“ sagði Kjalar.

Myndi hengja verkið upp á skrifstofu, en ekki sinni eigin

Þegar keppendur höfðu lokið við listaverkin var Idol kynnirinn Aron Már fenginn til þess að velja sigurvegara myndlistarkeppninnar.

Fyrst til þess að afhjúpa verkið sitt var Saga Matthildur sem hafði málað eyrnalausan Herra Hnetusmjör.

„Þetta er eins og blint egg með spangir,“ sagði Aron Már. Herra Hnetusmjör sagðist mögulega vera til í að hengja verkið upp á skrifstofu, þó ekki sinni eigin.

Saga Matthildur teiknaði þessa mynd af Herra Hnetusmjöri.Stöð 2

„Ég hef alltaf fílað að vera appelsínugul, fólk veit það“

Næst var Bía sem hafði teiknað Birgittu Haukdal. „Hún gerði mig alveg ótrúlega sæta. Ég gæti örugglega selt hana rándýrt. Já, ég tek hana. Ég hef alltaf fílað að vera appelsínugul, fólk veit það. Mér finnst þetta bara vera spot on.“

Túlkun Kjalars á Idol dómaranum Daníel Ágústi var virkilega áhugaverð. „Þetta er rosalegt. Konan mín er sálfræðingur og ég veit ekki hvernig hún myndi sálgreina þig núna,“ sagði Aron við Kjalar á meðan Daníel sagði að þetta væri sannkallað listaverk.

Síðastur til að afhjúpa sitt verk var Símon sem hafði teiknað Bríeti. Símon sagði frá því að hann hafði sótt um að komast inn í myndlistarnám þegar hann var yngri og því blundar greinilega einhver myndlistaráhugi í honum. „Þetta eru rosalegir augasteinar, þeir horfa gjörsamlega í gegnum þig,“ sagði Aron Már um verkið.

Hér fyrir neðan má verkin, viðbrögð dómara sem og hver stóð uppi sem sigurvegari í myndlistarkeppni Idolsins.

Klippa: Idol keppendur mála myndir af dómurum

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×