Hljómsveitin Wilco á leið til landsins Hljómsveitin Wilco er á leiðinni til landsins og mun koma fram á sínum fyrstu tónleikum hér á landi. Ekki er um staka tónleika að ræða heldur fara þeir fram þrjú kvöld í röð í Hörpu: Sjötta, sjöunda og áttunda apríl á næsta ári og eingöngu er hægt að kaupa passa fyrir alla þrjá tónleikana. Lífið 11. ágúst 2022 13:36
Heldur á vit ævintýranna á Ítalíu Listakonan Linda Jóhannsdóttir hefur komið víða að í hinum skapandi heimi og er á leið til Flórens í framhaldsnám í listum. Hún stendur fyrir sýningunni Ástarljóð sem opnar í dag klukkan 17:00 í Gallerí Sólveig Hólm. Linda hefur aðallega unnið list sína á pappír og er eigandi og hönnuður merkisins Pastelpaper en á þessari sýningu sýnir hún í fyrsta skipti stór abstrakt verk á stiga. Menning 11. ágúst 2022 12:30
Disney hækkar verðið fyrir þá sem vilja engar auglýsingar Áskrift hjá streymisveitu Disney, Disney+, kemur til með að hækka í verði á næstunni. Þá verður ný ódýrari áskriftarleið kynnt til sögunnar en þar þurfa áskrifendur að horfa á auglýsingar. Viðskipti erlent 10. ágúst 2022 21:00
Fundu málverk metið á átta milljarða undir rúmi svikahrapps Málverk eftir Tarsila do Amaral, einn þekktasta listmálara Brasilíu, fannst falið undir rúmi meints svikahrapps í lögreglurassíu á Ipanema-strönd í Rio de Janeiro á miðvikudagsmorgun. Rassían tengdist margra milljarða listaverkastuldi og fjársvikum sem beindust að 82 ára gamalli konu. Erlent 10. ágúst 2022 20:15
Höfundur Snjókarlsins látinn Breski teiknarinn Raymond Briggs, þekktastur fyrir að hafa skrifað barnabókina Snjókarlinn, er látinn 88 ára að aldri. Menning 10. ágúst 2022 18:58
Hvalreki fyrir tónlistarunnendur að fá Aldous Harding til landsins Það styttist í komu Aldous Harding en hún spilar á tónleikum í Hljómahöllinni þann 15. ágúst nk. Miðasala er í fullum gangi tix.is og fer hver að verða síðastur að ná sér í miða en rétt um 100 miðar eru eftir. Albumm 10. ágúst 2022 18:46
Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum „Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins. Menning 10. ágúst 2022 14:01
Lewis Hamilton svekktur yfir því að hafa þurft að hafna hlutverki í Top Gun Formúlukappinn Lewis Hamilton átti möguleika á því að leika í nýju Top Gun kvikmyndinni hans Tom Cruise og var búinn að segja já. Formúla 1 10. ágúst 2022 12:31
Ástfangin á rauða dreglinum Baltasar Kormákur og listakonan Sunneva Ása Weisshappel voru glæsileg á rauða dreglinum við heimsfrumsýningu nýjustu myndar Baltasars sem ber heitið Beast. Idris Elba lét sig ekki vanta á svæðið en hann fer með aðalhlutverk myndarinnar. Lífið 10. ágúst 2022 12:00
HBO Max ekki væntanleg til Íslands fyrr en 2024 Streymisveitan HBO Max, sem hafði boðað komu sína hingað til lands á seinnihluta þessa árs, verður ekki á boðstólum íslenskra sjónvarpsunnenda fyrr en seint á árinu 2024. Erlent 10. ágúst 2022 07:34
Enginn Tvíhöfði í haust Það verða engir Tvíhöfða-þættir í haust en þættirnir hafa verið á dagskrá á Rás 2 síðan árið 2017. Þættirnir hófu göngu sína árið 1994 en ekki er útilokað að Tvíhöfði snúi aftur seinna. Lífið 9. ágúst 2022 20:17
„Þar er auðveldast fyrir mig að leyfa tilfinningunum að koma fram“ Tónlistarkonan Hugrún Britta Kjartansdóttir byrjaði sex ára gömul í tónlist og hefur komið víða að í þeim heimi. Hún er alin upp við klassíska tónlist og ætlaði sér aldrei að gera popptónlist en örlögin fóru með hana í óvænta átt. Tónlist 9. ágúst 2022 16:01
Heimspekilegar pælingar um neyslumenningu Fimmtudaginn 11. ágúst sendir Ásgeir frá sér aðra smáskífuna af væntanlegri plötu Time On My Hands - sem kemur út á vegum útgáfu fyrirtækisins One Little Independent í október. Albumm 9. ágúst 2022 14:30
Bréf John Lennons til Paul McCartney á uppboði Bréf John Lennons til Paul McCartney sem skrifað var árið 1971 er nú á uppboði. Bréfið er þrjár blaðsíður að lengd og í því stendur meðal annars: „Ég hélt að þú værir búinn að ná því á þessum tímapunkti að ég er JOHNOGYOKO.“ Lífið 9. ágúst 2022 14:01
„Stórstjarna í Indie heiminum“ væntanleg til landsins Tónlistarkonan Aldous Harding verður með tónleika í Hljómahöllinni þann 15. ágúst næstkomandi. Harding kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2017 og hefur á undanförnum árum hlotið jákvæð viðbrögð frá gagnrýnendum fyrir plötur sínar. Tónlist 9. ágúst 2022 13:01
Eiríkur Guðmundsson látinn Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn aðeins 52 ára að aldri, hann fæddist þann 28. september 1969 í Bolungarvík. Innlent 9. ágúst 2022 12:36
Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS hefur verið birt. Í henni má sjá brot úr ferðalögum áhrifavaldanna þar sem Magnea kemur meðal annars með þá fleygu setningu: „Everything is planned out from A to Ö.“ Lífið 9. ágúst 2022 12:10
Minnast Oliviu Newton-John: „Þinn Danny, þinn John“ Söng- og leikkonan Olivia Newton-John hefur kvatt þennan heim og minnast vinir og samstarfsmenn hennar með fögrum orðum. Hún var 73 ára að aldri er hún lést eftir þrjátíu ára baráttu við brjóstakrabbamein. Lífið 9. ágúst 2022 10:05
Kanye West greindi frá dauða Davidson Rapparinn Kanye West brást við sambandsslitum Kim Kardashian og Pete Davidson með því að birta andlátstilkynningu á Instagram fyrir Skete Davidson. Frá því Davidson byrjaði með Kim hefur Kanye áreitt leikarann á samfélagsmiðlum og uppnefnt hann „Skete.“ Lífið 8. ágúst 2022 22:28
Lars von Trier með Parkinson Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier hefur greinst með Parkinson. Leikstjórinn umdeildi hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir kvikmyndir sínar en myndir hans hafa sjö sinnum verið valdar besta myndin á dönsku Bodil-verðlaununum. Lífið 8. ágúst 2022 20:28
Olivia Newton-John er látin Söng- og leikkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. John Easterling, eiginmaður hennar, segir hana hafi látist friðsamlega í morgun umkringd vinum og fjölskyldu. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár. Lífið 8. ágúst 2022 19:36
Roger E. Mosley látinn eftir bílslys Bandaríski leikarinn Roger E. Mosley er látinn, 83 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þyrluflugmaðurinn Theodore „T.C.“ Calvin í þáttaröðinni Magnum P.I. þar sem hann fór með eitt aðalhlutverka við hlið Tom Selleck. Lífið 8. ágúst 2022 15:06
Albumm gerir samning við SIRKUS Tónlistar- og menningarvefurinn Albumm.com gerir samning við skemmtistaðinn Sirkus um tónleikahald. Albumm 8. ágúst 2022 14:30
Hætti við útgáfu Batgirl vegna áherslubreytinga og niðurskurðar Ákvörðun forsvarsmanna Warner Bros og HBO um að hætta við útgáfu kvikmyndarinnar um Leðurblökustúlkuna (Batgirl) hefur vakið mikla athygli á undanförnum dögum og jafnvel furðu. Framleiðsluferli myndarinnar var mjög langt komið og er sagt hafa kostað allt að níutíu milljónir dala, sem samsvarar um 12,4 milljörðum króna. Bíó og sjónvarp 8. ágúst 2022 12:54
Rödd Línunnar og Pingu látin Carlo Bonomi, sem hefur í áratugi verið tíður gestur á skjám landsmanna, er látinn 85 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan með túlkun sinni á persónunni Línunni í samnefndum sjónvarpsþáttum. Seinna túlkaði hann mörgæsina Pingu sem glatt hefur börn sem fullorðna um árabil. Lífið 8. ágúst 2022 12:19
„Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. Lífið 8. ágúst 2022 11:31
Grosse Freiheit: Mikil refsing Grosse Freiheit var frumsýnd á RIFF en Bíó Paradís hefur nú tekið hana til almennra sýninga. Gagnrýni 7. ágúst 2022 11:27
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – Þorparinn í nýjum búning og tónlistar mæðgin Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 7. ágúst 2022 10:00
Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. Lífið 6. ágúst 2022 17:52
Endurreisn Beyoncé færir hana nær toppnum Beyoncé situr í öðru sæti íslenska listans þessa vikuna með nýjasta smellinn sinn Break My Soul. Lagið er að finna á nýútgefnu plötunni RENAISSANCE og hækkar sig um sex sæti á milli vikna. Tónlist 6. ágúst 2022 16:00