Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. ágúst 2023 20:30 Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga og myndin af Rostungnum, sem vekur mikla athygli á safninu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið. Það er mjög gaman að heimsækja Selasetur Íslands því safnið er svo skemmtilega uppsett og þar er svo mikinn fróðleik að finna um seli og allt það helsta, sem við kemur þeim. Aðsóknin að setrinu hefur verið einstaklega góð í sumar. „Það er mikið af gestum hérna, þetta eru um 250 manns á dag, þannig að það er bara mikið líf og fjör. Við erum mjög ánægð með sýninguna og gestir hafa verið það almennt,” segir Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga. Hvaðan koma ykkar gestir aðallega? „Ég held að það séu mest Þjóðverjar, sem eru að koma hingað en það er að aukast núna meira frá Suður Evrópu, við erum að sjá mikið af Ítölum núna og svo náttúruleg Bandaríkjamenn og Frakkar, þannig að þetta eru mest erlendir ferðamenn, sem koma hingað til okkar en talsvert af Íslendingum líka.” Örvar segir Selasetrið vera fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar. Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, Landselur og Útselur en fjórar tegundir til viðbótar eru þekktar við landið, sem flækingar en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Og selurinn, þetta er merkileg skepna? „Já, þetta er mjög merkilega skepna og bara mjög skemmtileg skepna og svo náttúrulega virkilega fallega skepna líka, þannig að við erum talsverðir aðdáendur selsins,” segir Örvar Birkir. Um 250 manns koma á hverjum degi í Selasetrið á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á setrið er líka komin rostungur, þó ekki lifandi, heldur stór og glæsileg ljósmynd. „Við erum bara að vonast til að hann komi hingað, sé ekki alltaf á Sauðárkróki, heldur komi hingað á flotbryggjuna hérna á tanganum, við erum bara að bíða eftir því, þannig að vonandi verður það næsta stopp hjá honum,” segir Örvar Birkir. Selasetrið er fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Selaseturs Íslands á Hvammstanga Húnaþing vestra Menning Söfn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Það er mjög gaman að heimsækja Selasetur Íslands því safnið er svo skemmtilega uppsett og þar er svo mikinn fróðleik að finna um seli og allt það helsta, sem við kemur þeim. Aðsóknin að setrinu hefur verið einstaklega góð í sumar. „Það er mikið af gestum hérna, þetta eru um 250 manns á dag, þannig að það er bara mikið líf og fjör. Við erum mjög ánægð með sýninguna og gestir hafa verið það almennt,” segir Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga. Hvaðan koma ykkar gestir aðallega? „Ég held að það séu mest Þjóðverjar, sem eru að koma hingað en það er að aukast núna meira frá Suður Evrópu, við erum að sjá mikið af Ítölum núna og svo náttúruleg Bandaríkjamenn og Frakkar, þannig að þetta eru mest erlendir ferðamenn, sem koma hingað til okkar en talsvert af Íslendingum líka.” Örvar segir Selasetrið vera fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar. Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, Landselur og Útselur en fjórar tegundir til viðbótar eru þekktar við landið, sem flækingar en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Og selurinn, þetta er merkileg skepna? „Já, þetta er mjög merkilega skepna og bara mjög skemmtileg skepna og svo náttúrulega virkilega fallega skepna líka, þannig að við erum talsverðir aðdáendur selsins,” segir Örvar Birkir. Um 250 manns koma á hverjum degi í Selasetrið á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á setrið er líka komin rostungur, þó ekki lifandi, heldur stór og glæsileg ljósmynd. „Við erum bara að vonast til að hann komi hingað, sé ekki alltaf á Sauðárkróki, heldur komi hingað á flotbryggjuna hérna á tanganum, við erum bara að bíða eftir því, þannig að vonandi verður það næsta stopp hjá honum,” segir Örvar Birkir. Selasetrið er fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Selaseturs Íslands á Hvammstanga
Húnaþing vestra Menning Söfn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira