Lífið

Skapari smellsins Cha-Cha Slide er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
DJ Casper gaf fyrst út lagið Cha-Cha Slide árið 2000 og svo aftur fórum árum síðar.
DJ Casper gaf fyrst út lagið Cha-Cha Slide árið 2000 og svo aftur fórum árum síðar. Getty

Bandaríski tónlistarmaðurinn DJ Casper, sem þekktastur er fyrir smell sinn, Cha-Cha Slide, er látinn, 58 ára að aldri.

BBC segir frá því að fjölskylda DJ Casper, sem hét Willie Perry yngri réttu nafni, hafi staðfest andlátið, en tónlistarmaðurinn hafði glímt við krabbamein í nýrum og lifur síðustu ár.

DJ Casper kom laginu Cha-Cha Slide á topp breska smáskífulistans árið 2004. Hann var einnig höfundur danshreyfinganna sem fylgdu laginu og nutu mikilla vinsælda.

Þrátt fyrir að hafa verið gefið út fyrir nærri tveimur áratugum nýtur lagið mikilla vinsælda enn þann dag í dag.

Lagið var fyrst gefið út árið 2000, en DJ Kasper gaf út nýja útgáfu af laginu fjórum árum síðar, Casper Slide Part 2, sem naut svo enn meiri vinsælda.

Í viðtölum hafði DJ Kasper greint frá því að hann hafi samið upphaflegu útgáfuna fyrir frænda sinn til að nýta við leikfimisæfingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.