Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn“

Sonur Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar, er kominn með samning RÚV og Storytel í hendurnar í kjölfar ákvörðunar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hann kveðst ósáttur með að RÚV hafi gert samning við Storytel um Gunnlaðarsögu að sér forspurðum og „hirt vænan part“ af höfundaréttargreiðslunni, líkt og hann kemst að orði.

Innlent
Fréttamynd

Var með Ari­önu Grande á milli brjóstanna í hóp­kyn­lífs­senu á Ítalíu

„Ég er svona einn af þessum leikurum sem er athyglissjúkur intróvert,“ segir Ólafur Darri Ólafsson. Ólafur var gestur Gústa B í Veislunni á FM957 þar sem hann ræddi meðal annars um vináttu hans og Ben Stillers, fyrstu kynnin við Jennifer Aniston og hópkynlífssenu sem hann lék í með Owen Wilson og tónlistarkonunni Ariönu Grande.

Lífið
Fréttamynd

Mætt aftur fílefld eftir „skrautleg þrjú ár“

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett við hátíðlega athöfn á hjúkrunarheimilinu Grund í morgun, í fyrsta sinn síðan 2019. Hátíðarstjóri er fullur tilhlökkunar fyrir helginni en uppselt er á hátíðina, sem hefur ekki gerst í áratug.

Innlent
Fréttamynd

„Ástin er blind“

Parið Karlotta Halldórsdóttir og Skúli Bragi Geirdal fékk hugmynd um að opna hönnunarstúdíó þar sem þau sátu í eldhúsinu heima hjá sér einn daginn. Þeirra fyrsta verkefni er punktaleturs-veggplaköt í samstarfi við Blindrarfélag Íslands en hluti af ágóðanum fer til félagsins. 

Lífið
Fréttamynd

Uppselt á Iceland Airwaves

Uppselt er á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves en fyrsti dagur hátíðarinnar er í dag. Skipuleggjendur hennar vilja hvetja gesti til þess að sýna þolinmæði, skemmta sér og mæta snemma á viðburði þar sem tónleikastaðir geta fyllst hratt. 

Tónlist
Fréttamynd

Tónleikaröðin Bylgjan órafmögnuð snýr aftur

Á morgun fer aftur af stað tónleikaröðin Bylgjan órafmögnuð á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Fyrstu tónleikarnir eru á dagskrá 3. nóvember og er það tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sem stígur fyrstur á svið. 

Tónlist
Fréttamynd

Dansað inn í veturinn með hádegispartýi á Prikinu

Áhugasamir dansarar geta glaðst yfir því að viðburðurinn Lunch Beat Reykjavík snýr aftur til borgarinnar í hádeginu á morgun með viðburði á Prikinu. DJ Margeir þeytir skífum og dansararnir Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir stýra dansgleðinni.

Lífið
Fréttamynd

ET selst til hæst­bjóðanda

Upprunalega líkanið af geimverunni E.T. sem notað var við tökur á kvikmynd Steven Spielberg E.T. The Extra-Terrestrial fer á uppboð í desember. Talið er að líkanið muni seljast á um það bil þrjár milljónir dollara, rúmar 430 milljónir íslenskra króna. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vill breyta mjög ljótri lífsreynslu í eitthvað fallegt

Tónlistarkonan neonme heitir réttu nafni Salka Valsdóttir og hefur komið víða fram í heimi tónlistarinnar sem meðlimur hljómsveitanna Reykjavíkurdætra og Cyber. Það er stór dagur í dag hjá neonme, sem var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið If I remember sem hún frumsýnir hér á Lífinu á Vísi. Hún mun jafnframt spila sitt fyrsta sóló gigg í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

„Skóli án söngs er eins og regn­bogi án lita“

Nú er ég nýstaðin upp frá upphafi þings Kennarasambands Íslands á Grand hóteli í Reykjavík. Þar héldu góðar ræður ráðherrann, framáfólk KÍ, BSRB og erlendir gestir. Það sem hins vegar sló í gegn og sló vonandi tóninn fyrir þingstörfin næstu daga var hljómsveitin Espólín.

Skoðun
Fréttamynd

Rithöfundurinn Julie Powell er látin

Rithöfundurinn Julie Powell, sem best er þekkt fyrir að hafa eldað allar uppskriftir í bók kokksins Juliu Child, „Mastering the Art of French Cooking“ er látin 49 ára að aldri. Powell lést úr hjartastoppi á heimili sínu í New York.

Lífið
Fréttamynd

Tónleikar í heimahúsum Skagamanna

Tónlistarhátíðin HEIMA-SKAGI á Akranesi er einstök hátíð sem fer fram á heimilum Skagamanna. Hún er haldin er í tengslum við Vökudaga, menningarhátíð Akurnesinga. Á henni spila tíu listamenn í tíu heimahúsum tvisvar sinnum yfir laugardaginn 5. nóvember. 

Lífið
Fréttamynd

„Nú er ég meira að skrifa um persónulega hluti“

Ungstirnið Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, er ein af þeim upprennandi íslensku söngkonum sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Gugusar semur tónlistina sína alla sjálf ásamt því að pródúsera og fær innblásturinn víða. Blaðamaður hitti hana í kaffi og tók á henni púlsinn.

Tónlist
Fréttamynd

„Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru“

Út er komin glæpasagan Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það er alvanalegt að stjórnmálamenn sendi frá sér ævisögur um tíma sinn í pólitíkinni en fáheyrt að þeir sendi frá sér skáldsögur og það á meðan þeir sitja í embætti.

Menning
Fréttamynd

Takeoff skotinn til bana

Bandaríski rapparinn Takeoff var skotinn til bana í Houston í Texas í dag. Fjöldi fólks hefur vottað rapparanum virðingu sína á samfélagsmiðlum í dag. 

Erlent
Fréttamynd

„Hvorug glöð en bæði falleg“

Tvítugi tónlistarmaðurinn Kári Egilsson byrjaði í tónlist sjö ára gamall og hefur farið í ýmsar áttir síðan þá í ævintýralegum heimi tónlistarinnar. Hann var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu sem heitir Something Better/Moonbeams og er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í janúar.

Tónlist
Fréttamynd

Bros: Enginn er annars bróðir í leik

Fyrir tveimur vikum kom kvikmyndin Smile í bíó, en nú er farið að sýna gamanmyndina Bros. Hver er tengingin? Auðvitað engin nema hvað titlarnir eru sama orðið á íslensku og ensku (svo er Bros auðvitað ekki vísun í bros, heldur stytting á orðinu brothers). 

Gagnrýni
Fréttamynd

Tökum á Snertingu lokið í London

Tökum á kvikmyndinni Snertingu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, lauk í London í mánuðinum. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í nóvember. Þaðan verður haldið til Japans eftir áramót þar sem tökum lýkur.

Bíó og sjónvarp