Lífið

Vala Ei­ríks og Óskar Logi nýtt par

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Vala Eiríks og Óskar Logi eru tónelskt og glæsilegt par.
Vala Eiríks og Óskar Logi eru tónelskt og glæsilegt par.

Útvarpskonan með stóra brosið og útgeislunina Valdís Eiríksdóttir fann ástina í faðmi tónlistarmannsins Óskars Loga Ágústssonar úr Vintage Caravan.

Vala, eins og hún er alltaf kölluð, starfar sem dagskrárgerðarkona á Bylgjunni auk þess sem hún hefur komið víða að í tónlistarheiminum. Um árabil sá hún um útvarpsþætti á FM975 en byrjaði að starfa í útvarpi í heimabænum Akureyri aðeins fimmtán ára gömul. DV greinir fyrst frá. 

Völu er margt til lista lagt og stóð hún uppi sem sigurvegari í úrslitaþætti Allir geta dansað ásamt dansfélaga sínum Sigurði Má Atlasyni árið 2020. 

Óskar Logi er einn reynslu­mesti rokkari landsins og hefur verið for­sprakki hljóm­sveitarinnar Vinta­ge Caravan síðan hann var í grunnskóla á Álftanesinu árið 2006. 

Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því þegar liðsmenn sveitarinnar krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það. 

Þá hefur Óskar sagt frá því í Einkalífinu á Vísi hvernig aðdáendur hafa setið um sveitina erlendis.


Tengdar fréttir

Vala Eiríks gefur út lag og myndband

Útvarpskonan, söngkonan og Allir geta dansað sigurvegarinn Vala Eiríksdóttir frumsýnir nýtt lag og myndband í dag. Vala hefur séð um útvarpsþætti á FM957 í fimm ár en hefur ekki gefið út sóló lag áður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.