Lífið

Jeffrey Foskett úr The Beach Boys er látinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Foskett á sviði með The Beach Boys í Kaliforníu árið 2018.
Foskett á sviði með The Beach Boys í Kaliforníu árið 2018. Getty

Jeffrey Foskett, langtímameðlimur og gítarleikari hljómsveitarinnar The Beach Boys, er látinn 67 ára að aldri. 

Foskett var iðulega kallaður „aðstoðarstjórnanadi“ hljómsveitarinnar The Beach Boys af hinum meðlimum hennar. Hann var ráðinn í hljómsveitina snemma á 9. áratug síðustu aldar. Foskett spilaði með hljómsveitinni frá árinu 1981. Þá spilaði hann með bæði Brian Wilson og Mike Love á tónleikaferðalögum þeirra. 

Foskett greindist með fjórða stigs krabbamein í skjaldkirtli árið 2019. Hann lést á mánudag. 

Brian Wilson, söngvari The Beach Boys, minntist Foskett á Instagram í gær. „Ég er svo sorgmæddur að minn kæri vinur Jeff Foskett er látinn. Jeff var alltaf til staðar fyrir mig á ferðalögum okkar og ég hefði ekki komist í gegnum þau án hans. Jeff var einn hæfileikaríkasti maður sem ég þekkti. hann var frábær tónlistarleiðtogi og söng eins og engill,“ segir í Instagram færslu Wilson. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×