„Fólk hefur þurft að öskra ansi hátt ansi lengi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. desember 2023 07:00 Ebba Katrín Finnsdóttir ræddi við blaðamann um listina og lífið. Vísir/Vilhelm „Ég held að leikhús geti breytt fólki,“ segir leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir. Hún fer með aðalhlutverk í einleiknum Orð gegn orði og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir. Blaðamaður hitti Ebbu Katrínu og fékk að heyra frá hennar vegferð. Töfrandi heimur „Ég einhvern veginn leiddist óvart út í þennan bransa,“ segir Ebba Katrín sem sá lengi vel leiklistina meira sem áhugamál. „Ég man þegar ég komst inn í Sönglist þegar ég var unglingur og ég var ekkert brjálæðislega spennt fyrir því en lét til leiðast. Það var í fyrsta skipti sem ég fór að æfa senur af einhverju viti. Leikhúsheimurinn heillaði mig en ég var þó ekki föst á því að vilja verða leikkona.“ Ebba Katrín fór svo í Verslunarskóla Íslands og samhliða náminu starfaði hún í leikhúsinu og aðstoðaði leikara við snögg fataskipti á sýningum. „Ég var svolítið eins og grár köttur í Borgarleikhúsinu og aðeins í Þjóðleikhúsinu við hin ýmsu verkefni baksviðs og fékk svolítið að hlaupa í skarðið þar sem vantaði. Ég sat heilu sýningarnar og horfði á sömu atriðiðin aftur og aftur og þetta heillaði mig. Ég sá ekki endilega fyrir mér að ég væri að fara að vera á sviðinu, mér fannst bara heimurinn ótrúlega töfrandi. Mamma sagði að ég hafi sagt einhvern tíma að mér fyndist svo gaman að ég gæti næstum unnið þessa vinnu bara frítt. Hún hefur pottþétt séð í hvað stefndi hjá mér án þess að ég gerði mér grein fyrir því að þetta yrði ferillinn minn og framtíðar starfsvettvangur.“ Ebba Katrín Finnsdóttir fann sig ekki alveg í þeim hugmyndum sem hún hafði um leikara. Vísir/Vilhelm Ebba Katrín tók þátt í tveimur Nemó leiksýningum í Versló en skólinn er þekktur fyrir metnaðarfullar sýningar. „Það er svo ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki sem var með manni í Versló. Maður hefur einhverja hugmynd um leikara sem syngur ótrúlega vel, er rosa áberandi og svona. Mér fannst ég ekki endilega tikka í þau box. Ég veit ekki hvort ég hef verið í einhverjum samanburði en mér fannst þetta þó alltaf gaman.“ Millivegurinn eilífðar verkefni Hún ákvað að skella sér í prufur fyrir leiklistina í LHÍ á lokaárinu sínu í Versló. „Þá man ég að mér fannst allir sem höfðu verið aðalhlutverkin í leikritunum að fara í prufurnar og alls konar stór nöfn. Mér fannst eitthvað vandræðalegt að vera að fara í prufurnar líka en ætlaði bara að prófa. Ég komst áfram í lokaþrepið og þá fékk ég kannski aðeins meiri trú á því að ég hefði eitthvað. Þetta hefur örugglega gerjast hægt og rólega hjá mér.“ Ebba Katrín Finnsdóttir heillaðist ung að leikhúsinu en sá ekki endilega fyrir sér að framtíðin lægi þar. Vísir/Vilhelm Ebba Katrín segir að það hafi verið svolítill skellur að komast ekki inn og hún hafi ekki verið meðvituð um það að margir sæki oft um. „Ef þú færð nei hélt ég að það væri bara þannig, þú hefur þetta ekki. En það er svo margt sem spilar inn í og maður lærir það eftir á, þetta getur verið smá tilviljanakennt hverju sinni, hverju er verið að leita að. Það er líka svolítið smjörþefurinn af því sem koma skal, neitanir eftir prufur geta verið bundnar við svo margt. Maður passar annað hvort inn í akkúrat þetta hlutverk eða ekki. Eitthvað sem þú hefur sem er kannski þinn brillíans getur verið eitthvað sem hentar akkúrat ekki í ákveðið verk. Það getur verið svo margt, þannig að maður þarf að læra að taka því ekki persónulega. En svo er þetta samt svo persónulegt starf þannig að það er eilífðar hausverkur að finna út úr þessu. Að halda í sjálfstraustið og sjálfsvirðið. Maður má þó ekki hafa of mikið eða of lítið af því og það er held ég eilífðar verkefni að finna þennan milliveg.“ Líður ekki eins og þetta verði auðveldara Hún segir að margt lærist með reynslunni en að sama skapi getur lífið orðið töluvert meira krefjandi. „Þegar maður veit meira veit maður að sama skapi minna. Með hverju ári og hverju verkefni myndast ný sambönd. Maður þekkir sjálfa sig betur en það verða bara nýjar áskoranir, þær verða öðruvísi en þær hverfa ekki. Mér líður ekki eins og þetta verði auðveldara, kannski verður eitthvað auðveldara en að sama skapi er eitthvað sem verður erfiðara. Það er nefnilega líka frelsi í því að vita ekki, að vera ekki með pressu á sér og vera lítið þekktur. Svo þegar fólk fer að þekkja þig betur fara aðrar áskoranir að koma og sömuleiðis kröfur á sjálfa þig að stækka þægindarammann og koma á óvart.“ Hún segist einnig hafa nokkrum sinnum rekið sig á hugmyndina um drauminn. „Þegar maður fer af stað í þetta leikaraferðalag byrjar maður að mynda sér draum eða sýn um hvernig framtíðin verður. Til dæmis þegar ég næ þessu hlutverki eða negli þetta þá er þetta bara komið. En svo kemur bara næsta verkefni og maður gleymir svolítið að taka með inn í drauminn allt álagið, pressuna og bara lífið. Maður er alltaf með einhverja hugmynd um að þegar eitthvað gerist þá verður allt í lagi og þetta er kannski bara mannskepnan í viðbragði að horfa stöðugt fram á við.“ Ebba Katrín Finnsdóttir hefur þurft að reka sig á hugmyndina um drauminn. Vísir/Vilhelm Leyfir sér að vera stolt Ebba Katrín segir lífið ekki breytast til muna eftir hlutverkum. „Ég hef svolítið verið að reyna að sitja í því núna í Orð gegn orði, þessari nýju sýningu sem ég er í. Að leyfa mér að vera stolt af verkefninu en á sama tíma vildi ég vera alveg skýr frá því ég tók við verkefninu að velgengni sýningarinnar myndi ekki leysa öll mín vandamál í lífinu. Það er kannski það sem mér finnst ég vera að læra núna, öll verkefni koma með sínar áskoranir og hamingjupunkta. Það er margt sem gerist samhliða því þegar maður lifir drauminn sinn eða hugmynd um einhvern draum.“ Á vef Þjóðleikhússins kemur fram að í verkinu Orð gegn orði sé tekist á við ágengar spurningar um feðraveldið, réttarkerfið, kynferðisbrotamál, siðgæði, sekt og sönnunarbyrði. Hvaða vægi hafa tilfinningar og réttlætiskennd í flóknum málum, og hvenær er sekt nægilega sönnuð? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ebba Katrín tekst á við söguþráð af þessu tagi. Hún fór með aðalhlutverk í sjónvarpsmyndinni Mannasiðir sem segir frá menntaskólanema sem er ákærður fyrir að nauðga skólasystur sinni. Undirbúningsvinna fyrir slík hlutverk er mikil og segir hún alla reynslu geta nýst sér í nýjum hlutverkum. „Ég er enn að reyna að læra að skilja á milli hlutverksins og svo mín utan vinnunnar. Ég veit þó ekki hvort það sé endilega rétt að skilja alveg á milli og hvort ég geti það. Þetta er starf þar sem maður er stöðugt að spegla mannlega hegðun og líðan, lífið og áföll. Að lifa lífinu og skoða sjálfa sig er partur af mínu starfsumhverfi sem ég nota svo í vinnunni. Ég hef líkt þessu við að vera hljóðfæraleikari þar sem ég er hljóðfærið. Ég get ekki sleppt því að æfa mig að spila á mig, fylgjast með hvaða tónar virka hjá mér, prófa nýja tóna og þess háttar. Að sama skapi þarf maður samt að reyna að skilja vinnuna eftir í vinnunni og halda sér heilli heima.“ Ebba Katrín fer með hlutverk lögfræðingsins Tessu í verkinu Orð gegn orði. Vísir/Vilhelm Þurfi því miður ekki að leita langt Hún segir þó sum verkefni erfiðari að fjarlægja sig frá en önnur. Hún byrjaði að undirbúa sig fyrir einleikinn Orð gegn orði í janúar þar sem hún fer með hlutverk Tessu. „Jody Comer lék þetta leikrit á sviði í Bretlandi og vann næstum öll verðlaun sem hægt er að vinna fyrir hlutverk sitt.“ Ebba Katrín segist því strax hafa upplifað pressu frá sjálfri sér. „Svo verður maður líka að hugsa að þetta gefur mér eitthvað eldsneyti en ég má ekki láta það hlaupa með mig í gönur eða verða hrædd. Við Þóra Karítas leikstjóri sýningarinnar tókum þetta föstum tökum. Við fengum leiðsögn um neyðarmóttökuna niðri í Fossvogi, fórum í gegnum allt ferlið og fengum að heyra frá því hvernig brotaþolum er tekið þegar þeir koma. Í rauninni fórum við í gegnum öll skrefin og fengum svo að eiga samtal þar við yndislega konu.“ Ebba Katrín segir þær hafa kynnt sér alla anga verkefnisins og það hafi hjálpað við að mynda enn skýrari sýn á verkið. „Við fórum einnig til Stígamóta og kynntum okkur hvernig ferlið er þar, ræddum við dómara, lögmann og verjanda í Héraðsdómi og svo ríkissaksóknara og réttargæslulögmann ásamt því að tala við þolendur. Svo er það því miður þannig að maður þarf ekki að leita langt, maður talar við vini sína og speglar í eigin reynslu. Undirbúningsvinnan var rosa víðtæk. Mörg hver sem við ræddum við hafa verið að starfa við þetta í mörg ár og á hverjum stað sem við heimsóttum spurði ég viðkomandi sem hafði verið að vinna að málinu hvort þeim féllust ekki bara hendur í vinnunni. Allir svöruðu að auðvitað væri þetta ótrúlega erfitt en þetta væri af einhverri hugsjón, von um að breyta kerfinu og vera til staðar fyrir fólk sem hefur lent í þessu.“ Ebba Katrín Finnsdóttir og Þóra Karítas leikstjóri verksins Orð gegn orði lögðu mikla undirbúningsvinnu í verkefnið og kynntu sér alla anga verksins. Vísir/Vilhelm Áþreifanlegur sársauki í salnum Ebba Katrín segir þær strax hafa fengið þungann af því sem þær voru að fara inn í og hún hafi reynt að halda í það. „Ég reyndi bara að halda í það. Svo var bara komið að því að læra textann og setja sjálfa mig í þetta. Nota þessi samtöl, part af mér, part af þeim og skapa heildstæða sýningu. Það er það sem stendur eftir.“ Í frumsýningarviku komu áhorfendur frá Kvennaathvarfinu, Bjarkarhlíð og Stígamótum. „Þarna voru þolendur sem höfðu tekið þátt í sýningunni með okkur og alls konar áhorfendur með. Það var eiginlega í fyrsta skipti í lífinu sem ég hef upplifað svo áþreifanlegan sársauka í salnum. Mér fannst það sem ég var að gera miklu stærra en ég. Gestirnir höfðu upplifað að minnsta kosti snertiflöt af því sem við snertum á í sýningunni. Þeim fannst vera á sig hlustað og mér fannst allt í einu tilgangurinn vera kominn.“ Ebba er í sambúð með Oddi Júlíussyni leikara. Eftir frumsýningu segist hún hafa rætt við hann um það hversu róleg hún væri yfir þessu núna. „Ég sagði bara: Þetta snýst ekki um mig. Þetta er miklu stærra en ég. Ég legg mig alla í þetta og ég er búin að undirbúa mig eins vel og ég get og nú er það bara vonandi að leyfa sýningunni að fljúga. Fyrir hverja sýningu set ég hendur upp í loft og minni sjálfa mig á að þetta snúist ekki um mig. En auðvitað vill maður gera vel og þetta er vant með farið. Maður vill gera þetta ótrúlega vel loksins þegar þetta tækifæri og þessi umræða opnast.“ Ebba Katrín hefur fengið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. Hún segir jákvæð viðbrögð við sýningunni mikilvæg til að opna enn meira á umræðuna. Vísir/Vilhelm Hafa þurft að öskra ansi hátt ansi lengi Viðbrögð við sýningunni hafa sem áður segir verið gríðarlega jákvæð þar sem meðal annars er rætt um algjöran leiksigur Ebbu Katrínar. Hún segist almennt ótrúlega þakklát fyrir viðbrögðin. „Sýningin er að skapa umtal við eitthvað sem hefur verið svelt í einhvern tíma og fólk hefur þurft að öskra ansi hátt ansi lengi. Það er eitthvað að breytast en það er ekki nóg að breytast. En ég er þakklát fyrir þetta verkefni.“ Þó geti geti jákvæðu viðbrögðin stundum verið stressandi. „Eins og hún segir í sýningunni, lögmenn eru aldrei betri en síðasti málflutningurinn. Maður er aldrei betri en síðasta sýning og maður er ekkert að lifa á einhverjum gömlum sigrum. Fyrir næstu sýningu þarf ég að vera alveg jafn góð og ég var á frumsýningunni.“ Hún segir þetta ekki ósvipað íþróttamennsku, það er nýr leikur og hún þarf að hlúa vel að sér til að vera í standi. „Maður setur líka alveg pressu á sjálfa sig. Mér finnst alveg svolítið mikið að lesa um leiksigur hjá mér. Ég reyni að velta mér ekkert of mikið upp úr því en ég finn samt að sama skapi að pressan eykst, nú koma áhorfendur á sýninguna og búast við því að hún sé rosaleg. Einhvern veginn þarf ég að standa undir því en samt á sama tíma leyfa mér að vera í mildinni og bara halda áfram að gera það sem ég er að gera, treysta því að þetta sé að ná inn.“ Mikilvægt sé að taka til í sálarskápnum Aðspurð hvernig hún hlúir almennt að andlegu hliðinni segir Ebba Katrín: „Ég byrjaði að fara til sálfræðings í svona eiginlega fyrsta skipti fyrir mína andlegu heilsu. Ég hef farið í tengslum við verkefni og það hefur verið meiri markþjálfun. En ég byrjaði núna í fyrsta skipti að fara í svona spjall um sjálfa mig og ég hef ekkert rosalega mikinn áhuga á því. Ég hef nokkrum sinnum sagt við sálfræðinginn minn að mér líði bara eins og ég sé að taka til í geymslunni hjá mér. Mér finnst skemmtilegra að pæla í öðrum. En það var partur af því að hreinsa kannski aðeins til hjá mér. Er eitthvað sem ég er búin að vera að burðast með sem virkar ekki og þess háttar. Það var alveg gott að skoða hvaða taska er þetta sem ég held í og bara henda henni út úr geymslunni. Eitthvað sem ég hef oft ætlað að fleygja út en hef ekki gert, maður þarf nefnilega ekki að geyma eitthvað drasl. Þannig að það var svo sem alveg fínt, eins mikið verkefni og mér þótti það vera,“ segir Ebba Katrín kímin og bætir við: „Ég orðin meðvitaðri í að sýna mér mildi og er meðvituð um hvað ég er að hugsa. Ég leyfi mér að vera í efa en er líka að leyfa mér í fyrsta skipti að vera svolítið stolt og ánægð. Ég á stundum svolítið erfitt með það, auðvitað er ég glöð og ánægð en samt er einhvern veginn eins og pressan og kröfurnar hafi oftar tekið yfir. Í öðrum verkefnum hef ég ekki kannski leyft mér að vera ánægð með það sem ég er að gera því ég er alltaf að hugsa hvernig get ég gert betur á einhvern hátt. Ég er í raun í fyrsta skipti að leyfa mér að vera stolt af vinnunni minni og taka hrósinu án þess að láta það stíga mér til höfuðs.“ Þá bætir Ebba Katrín við að góður svefn og kríur yfir daginn séu frábær núllstilling fyrir taugakerfið og sömuleiðis góðar samverustundir með fjölskyldunni sinni sem hún er mjög náin. Ebba Katrín Finnsdóttir hefur lært að sýna sjálfri sér meira mildi.Vísir/Vilhelm „Vinnan gleypir mig alveg smá“ Þrátt fyrir nýjar áskoranir segist Ebba Katrín stöðugt vera að læra betur inn á sig. Sýningardagar eru alltaf krefjandi þar sem hún er meðvituð allan daginn um að það sé sýning. „Ég er enn að reyna að finna milliveginn í því. Vinnan gleypir mig alveg smá. Maður veit ekki alveg hvort það sé hollt eða ekki.“ Aðspurð að lokum hvort menningin geti reynst öflugt tól í erfiðum málum og réttindabaráttu segir Ebba Katrín: „Ég held að leikhús og bíó geti breytt fólki og veitt meiri og öðruvísi innsýn. Sérstaklega núna á þessum tímum sem við lifum, þar sem allir eru á bak við skjáinn og við erum að eiga samskipti við fólk án þess að horfa framan í þau eða verða vitni af viðbrögðum eða fundið hvernig orðin okkar hafa áhrif og þess háttar. Ég veit ekki hvort við séum að verða ónæmari fyrir tilfinningum annarra. Það sem maður les á netinu, hvað fólk leyfir sér að segja bak við skjáinn, finnst mér alveg ótrúlegt. Þú myndir ekki segja sömu orð ef þú sætir fyrir framan manneskju og myndir verða vitni af viðbrögðum hennar.“ Þá bætir Ebba Katrín við að slíkt lifi sömuleiðis með fólki og það sé eins og margir átti sig ekki á því. Ebba Katrín Finnsdóttir segir að leikhús geti breytt heiminum. Vísir/Vilhelm „Þess vegna held ég að leikhús geti breytt heiminum“ „Upp á tilfinningagreind, tilfinningaþjálfun og æfingu held ég að það að fara í leikhús þar sem þú heyrir orð töluð og þú verður vitni að viðbrögðum og tilfinningum, þú sérð fólkið sem situr við hliðina á þér og þú heyrir í fólki, hvernig það er að taka við upplýsingum, ég held að það sé ótrúlega mikilvægt fyrir fólk. Ég held að það að sitja í sal í leikhúsinu, einn af fáum stöðum þar sem við getum ekki verið með síma. Við verðum að sitja í okkur þó að okkur líði óþægilega og sitja með tilfinningunum.“ Nefnir Ebba Katrín þá hversu algengt er að við fjarlægjum okkur úr aðstæðum með því að grípa í símann. „Það er gott að ögra því. Það er svo eðlilegt að upplifa tilfinningar en við erum orðin eitthvað hrædd við það. Manni má líða illa, það er bara ótrúlega eðlilegt að líða illa og eiga slæma daga. Þó okkur líði illa þýðir það ekki að eitthvað sé að. Tilfinningar koma og fara, flæða í gegn. Það er líka svo magnað að maður heldur oft að maður sé einn í einhverju og maður er búinn að vera að burðast með það, svo nefnir maður það við einhverja manneskju og þá tengir hún. Maður er alltaf jafn sjokkeraður yfir því að maður sé ekki einn og eitthvað sérstakur. Það er líka léttir í því, það er hægt að spegla allar tilfinningar. Það er svo mannlegt og manni á ekki alltaf að líða vel eða illa, það er eintóna líf. Þannig að þess vegna held ég að leikhús geti breytt heiminum,“ segir Ebba Katrín brosandi að lokum. Leikhús Kynferðisofbeldi Menning Helgarviðtal Tengdar fréttir Fullur salur af lögmönnum á hárbeittum einleik „Ég trúi því að sýningin efli samkennd sem er að mínu mati aðalhlutverk og tilgangur leikhússins – að tengja okkur við það manneskjulega í okkur sjálfum frekar en að lúffa mennskunni í hörku heimsins. Það er svo ógeðslegt ofbeldi í gangi í heiminum núna og því allra nauðsynlegasta sem við getum gert er að hlúa að náungakærleiknum,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og leikkona. 17. nóvember 2023 07:01 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Töfrandi heimur „Ég einhvern veginn leiddist óvart út í þennan bransa,“ segir Ebba Katrín sem sá lengi vel leiklistina meira sem áhugamál. „Ég man þegar ég komst inn í Sönglist þegar ég var unglingur og ég var ekkert brjálæðislega spennt fyrir því en lét til leiðast. Það var í fyrsta skipti sem ég fór að æfa senur af einhverju viti. Leikhúsheimurinn heillaði mig en ég var þó ekki föst á því að vilja verða leikkona.“ Ebba Katrín fór svo í Verslunarskóla Íslands og samhliða náminu starfaði hún í leikhúsinu og aðstoðaði leikara við snögg fataskipti á sýningum. „Ég var svolítið eins og grár köttur í Borgarleikhúsinu og aðeins í Þjóðleikhúsinu við hin ýmsu verkefni baksviðs og fékk svolítið að hlaupa í skarðið þar sem vantaði. Ég sat heilu sýningarnar og horfði á sömu atriðiðin aftur og aftur og þetta heillaði mig. Ég sá ekki endilega fyrir mér að ég væri að fara að vera á sviðinu, mér fannst bara heimurinn ótrúlega töfrandi. Mamma sagði að ég hafi sagt einhvern tíma að mér fyndist svo gaman að ég gæti næstum unnið þessa vinnu bara frítt. Hún hefur pottþétt séð í hvað stefndi hjá mér án þess að ég gerði mér grein fyrir því að þetta yrði ferillinn minn og framtíðar starfsvettvangur.“ Ebba Katrín Finnsdóttir fann sig ekki alveg í þeim hugmyndum sem hún hafði um leikara. Vísir/Vilhelm Ebba Katrín tók þátt í tveimur Nemó leiksýningum í Versló en skólinn er þekktur fyrir metnaðarfullar sýningar. „Það er svo ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki sem var með manni í Versló. Maður hefur einhverja hugmynd um leikara sem syngur ótrúlega vel, er rosa áberandi og svona. Mér fannst ég ekki endilega tikka í þau box. Ég veit ekki hvort ég hef verið í einhverjum samanburði en mér fannst þetta þó alltaf gaman.“ Millivegurinn eilífðar verkefni Hún ákvað að skella sér í prufur fyrir leiklistina í LHÍ á lokaárinu sínu í Versló. „Þá man ég að mér fannst allir sem höfðu verið aðalhlutverkin í leikritunum að fara í prufurnar og alls konar stór nöfn. Mér fannst eitthvað vandræðalegt að vera að fara í prufurnar líka en ætlaði bara að prófa. Ég komst áfram í lokaþrepið og þá fékk ég kannski aðeins meiri trú á því að ég hefði eitthvað. Þetta hefur örugglega gerjast hægt og rólega hjá mér.“ Ebba Katrín Finnsdóttir heillaðist ung að leikhúsinu en sá ekki endilega fyrir sér að framtíðin lægi þar. Vísir/Vilhelm Ebba Katrín segir að það hafi verið svolítill skellur að komast ekki inn og hún hafi ekki verið meðvituð um það að margir sæki oft um. „Ef þú færð nei hélt ég að það væri bara þannig, þú hefur þetta ekki. En það er svo margt sem spilar inn í og maður lærir það eftir á, þetta getur verið smá tilviljanakennt hverju sinni, hverju er verið að leita að. Það er líka svolítið smjörþefurinn af því sem koma skal, neitanir eftir prufur geta verið bundnar við svo margt. Maður passar annað hvort inn í akkúrat þetta hlutverk eða ekki. Eitthvað sem þú hefur sem er kannski þinn brillíans getur verið eitthvað sem hentar akkúrat ekki í ákveðið verk. Það getur verið svo margt, þannig að maður þarf að læra að taka því ekki persónulega. En svo er þetta samt svo persónulegt starf þannig að það er eilífðar hausverkur að finna út úr þessu. Að halda í sjálfstraustið og sjálfsvirðið. Maður má þó ekki hafa of mikið eða of lítið af því og það er held ég eilífðar verkefni að finna þennan milliveg.“ Líður ekki eins og þetta verði auðveldara Hún segir að margt lærist með reynslunni en að sama skapi getur lífið orðið töluvert meira krefjandi. „Þegar maður veit meira veit maður að sama skapi minna. Með hverju ári og hverju verkefni myndast ný sambönd. Maður þekkir sjálfa sig betur en það verða bara nýjar áskoranir, þær verða öðruvísi en þær hverfa ekki. Mér líður ekki eins og þetta verði auðveldara, kannski verður eitthvað auðveldara en að sama skapi er eitthvað sem verður erfiðara. Það er nefnilega líka frelsi í því að vita ekki, að vera ekki með pressu á sér og vera lítið þekktur. Svo þegar fólk fer að þekkja þig betur fara aðrar áskoranir að koma og sömuleiðis kröfur á sjálfa þig að stækka þægindarammann og koma á óvart.“ Hún segist einnig hafa nokkrum sinnum rekið sig á hugmyndina um drauminn. „Þegar maður fer af stað í þetta leikaraferðalag byrjar maður að mynda sér draum eða sýn um hvernig framtíðin verður. Til dæmis þegar ég næ þessu hlutverki eða negli þetta þá er þetta bara komið. En svo kemur bara næsta verkefni og maður gleymir svolítið að taka með inn í drauminn allt álagið, pressuna og bara lífið. Maður er alltaf með einhverja hugmynd um að þegar eitthvað gerist þá verður allt í lagi og þetta er kannski bara mannskepnan í viðbragði að horfa stöðugt fram á við.“ Ebba Katrín Finnsdóttir hefur þurft að reka sig á hugmyndina um drauminn. Vísir/Vilhelm Leyfir sér að vera stolt Ebba Katrín segir lífið ekki breytast til muna eftir hlutverkum. „Ég hef svolítið verið að reyna að sitja í því núna í Orð gegn orði, þessari nýju sýningu sem ég er í. Að leyfa mér að vera stolt af verkefninu en á sama tíma vildi ég vera alveg skýr frá því ég tók við verkefninu að velgengni sýningarinnar myndi ekki leysa öll mín vandamál í lífinu. Það er kannski það sem mér finnst ég vera að læra núna, öll verkefni koma með sínar áskoranir og hamingjupunkta. Það er margt sem gerist samhliða því þegar maður lifir drauminn sinn eða hugmynd um einhvern draum.“ Á vef Þjóðleikhússins kemur fram að í verkinu Orð gegn orði sé tekist á við ágengar spurningar um feðraveldið, réttarkerfið, kynferðisbrotamál, siðgæði, sekt og sönnunarbyrði. Hvaða vægi hafa tilfinningar og réttlætiskennd í flóknum málum, og hvenær er sekt nægilega sönnuð? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ebba Katrín tekst á við söguþráð af þessu tagi. Hún fór með aðalhlutverk í sjónvarpsmyndinni Mannasiðir sem segir frá menntaskólanema sem er ákærður fyrir að nauðga skólasystur sinni. Undirbúningsvinna fyrir slík hlutverk er mikil og segir hún alla reynslu geta nýst sér í nýjum hlutverkum. „Ég er enn að reyna að læra að skilja á milli hlutverksins og svo mín utan vinnunnar. Ég veit þó ekki hvort það sé endilega rétt að skilja alveg á milli og hvort ég geti það. Þetta er starf þar sem maður er stöðugt að spegla mannlega hegðun og líðan, lífið og áföll. Að lifa lífinu og skoða sjálfa sig er partur af mínu starfsumhverfi sem ég nota svo í vinnunni. Ég hef líkt þessu við að vera hljóðfæraleikari þar sem ég er hljóðfærið. Ég get ekki sleppt því að æfa mig að spila á mig, fylgjast með hvaða tónar virka hjá mér, prófa nýja tóna og þess háttar. Að sama skapi þarf maður samt að reyna að skilja vinnuna eftir í vinnunni og halda sér heilli heima.“ Ebba Katrín fer með hlutverk lögfræðingsins Tessu í verkinu Orð gegn orði. Vísir/Vilhelm Þurfi því miður ekki að leita langt Hún segir þó sum verkefni erfiðari að fjarlægja sig frá en önnur. Hún byrjaði að undirbúa sig fyrir einleikinn Orð gegn orði í janúar þar sem hún fer með hlutverk Tessu. „Jody Comer lék þetta leikrit á sviði í Bretlandi og vann næstum öll verðlaun sem hægt er að vinna fyrir hlutverk sitt.“ Ebba Katrín segist því strax hafa upplifað pressu frá sjálfri sér. „Svo verður maður líka að hugsa að þetta gefur mér eitthvað eldsneyti en ég má ekki láta það hlaupa með mig í gönur eða verða hrædd. Við Þóra Karítas leikstjóri sýningarinnar tókum þetta föstum tökum. Við fengum leiðsögn um neyðarmóttökuna niðri í Fossvogi, fórum í gegnum allt ferlið og fengum að heyra frá því hvernig brotaþolum er tekið þegar þeir koma. Í rauninni fórum við í gegnum öll skrefin og fengum svo að eiga samtal þar við yndislega konu.“ Ebba Katrín segir þær hafa kynnt sér alla anga verkefnisins og það hafi hjálpað við að mynda enn skýrari sýn á verkið. „Við fórum einnig til Stígamóta og kynntum okkur hvernig ferlið er þar, ræddum við dómara, lögmann og verjanda í Héraðsdómi og svo ríkissaksóknara og réttargæslulögmann ásamt því að tala við þolendur. Svo er það því miður þannig að maður þarf ekki að leita langt, maður talar við vini sína og speglar í eigin reynslu. Undirbúningsvinnan var rosa víðtæk. Mörg hver sem við ræddum við hafa verið að starfa við þetta í mörg ár og á hverjum stað sem við heimsóttum spurði ég viðkomandi sem hafði verið að vinna að málinu hvort þeim féllust ekki bara hendur í vinnunni. Allir svöruðu að auðvitað væri þetta ótrúlega erfitt en þetta væri af einhverri hugsjón, von um að breyta kerfinu og vera til staðar fyrir fólk sem hefur lent í þessu.“ Ebba Katrín Finnsdóttir og Þóra Karítas leikstjóri verksins Orð gegn orði lögðu mikla undirbúningsvinnu í verkefnið og kynntu sér alla anga verksins. Vísir/Vilhelm Áþreifanlegur sársauki í salnum Ebba Katrín segir þær strax hafa fengið þungann af því sem þær voru að fara inn í og hún hafi reynt að halda í það. „Ég reyndi bara að halda í það. Svo var bara komið að því að læra textann og setja sjálfa mig í þetta. Nota þessi samtöl, part af mér, part af þeim og skapa heildstæða sýningu. Það er það sem stendur eftir.“ Í frumsýningarviku komu áhorfendur frá Kvennaathvarfinu, Bjarkarhlíð og Stígamótum. „Þarna voru þolendur sem höfðu tekið þátt í sýningunni með okkur og alls konar áhorfendur með. Það var eiginlega í fyrsta skipti í lífinu sem ég hef upplifað svo áþreifanlegan sársauka í salnum. Mér fannst það sem ég var að gera miklu stærra en ég. Gestirnir höfðu upplifað að minnsta kosti snertiflöt af því sem við snertum á í sýningunni. Þeim fannst vera á sig hlustað og mér fannst allt í einu tilgangurinn vera kominn.“ Ebba er í sambúð með Oddi Júlíussyni leikara. Eftir frumsýningu segist hún hafa rætt við hann um það hversu róleg hún væri yfir þessu núna. „Ég sagði bara: Þetta snýst ekki um mig. Þetta er miklu stærra en ég. Ég legg mig alla í þetta og ég er búin að undirbúa mig eins vel og ég get og nú er það bara vonandi að leyfa sýningunni að fljúga. Fyrir hverja sýningu set ég hendur upp í loft og minni sjálfa mig á að þetta snúist ekki um mig. En auðvitað vill maður gera vel og þetta er vant með farið. Maður vill gera þetta ótrúlega vel loksins þegar þetta tækifæri og þessi umræða opnast.“ Ebba Katrín hefur fengið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. Hún segir jákvæð viðbrögð við sýningunni mikilvæg til að opna enn meira á umræðuna. Vísir/Vilhelm Hafa þurft að öskra ansi hátt ansi lengi Viðbrögð við sýningunni hafa sem áður segir verið gríðarlega jákvæð þar sem meðal annars er rætt um algjöran leiksigur Ebbu Katrínar. Hún segist almennt ótrúlega þakklát fyrir viðbrögðin. „Sýningin er að skapa umtal við eitthvað sem hefur verið svelt í einhvern tíma og fólk hefur þurft að öskra ansi hátt ansi lengi. Það er eitthvað að breytast en það er ekki nóg að breytast. En ég er þakklát fyrir þetta verkefni.“ Þó geti geti jákvæðu viðbrögðin stundum verið stressandi. „Eins og hún segir í sýningunni, lögmenn eru aldrei betri en síðasti málflutningurinn. Maður er aldrei betri en síðasta sýning og maður er ekkert að lifa á einhverjum gömlum sigrum. Fyrir næstu sýningu þarf ég að vera alveg jafn góð og ég var á frumsýningunni.“ Hún segir þetta ekki ósvipað íþróttamennsku, það er nýr leikur og hún þarf að hlúa vel að sér til að vera í standi. „Maður setur líka alveg pressu á sjálfa sig. Mér finnst alveg svolítið mikið að lesa um leiksigur hjá mér. Ég reyni að velta mér ekkert of mikið upp úr því en ég finn samt að sama skapi að pressan eykst, nú koma áhorfendur á sýninguna og búast við því að hún sé rosaleg. Einhvern veginn þarf ég að standa undir því en samt á sama tíma leyfa mér að vera í mildinni og bara halda áfram að gera það sem ég er að gera, treysta því að þetta sé að ná inn.“ Mikilvægt sé að taka til í sálarskápnum Aðspurð hvernig hún hlúir almennt að andlegu hliðinni segir Ebba Katrín: „Ég byrjaði að fara til sálfræðings í svona eiginlega fyrsta skipti fyrir mína andlegu heilsu. Ég hef farið í tengslum við verkefni og það hefur verið meiri markþjálfun. En ég byrjaði núna í fyrsta skipti að fara í svona spjall um sjálfa mig og ég hef ekkert rosalega mikinn áhuga á því. Ég hef nokkrum sinnum sagt við sálfræðinginn minn að mér líði bara eins og ég sé að taka til í geymslunni hjá mér. Mér finnst skemmtilegra að pæla í öðrum. En það var partur af því að hreinsa kannski aðeins til hjá mér. Er eitthvað sem ég er búin að vera að burðast með sem virkar ekki og þess háttar. Það var alveg gott að skoða hvaða taska er þetta sem ég held í og bara henda henni út úr geymslunni. Eitthvað sem ég hef oft ætlað að fleygja út en hef ekki gert, maður þarf nefnilega ekki að geyma eitthvað drasl. Þannig að það var svo sem alveg fínt, eins mikið verkefni og mér þótti það vera,“ segir Ebba Katrín kímin og bætir við: „Ég orðin meðvitaðri í að sýna mér mildi og er meðvituð um hvað ég er að hugsa. Ég leyfi mér að vera í efa en er líka að leyfa mér í fyrsta skipti að vera svolítið stolt og ánægð. Ég á stundum svolítið erfitt með það, auðvitað er ég glöð og ánægð en samt er einhvern veginn eins og pressan og kröfurnar hafi oftar tekið yfir. Í öðrum verkefnum hef ég ekki kannski leyft mér að vera ánægð með það sem ég er að gera því ég er alltaf að hugsa hvernig get ég gert betur á einhvern hátt. Ég er í raun í fyrsta skipti að leyfa mér að vera stolt af vinnunni minni og taka hrósinu án þess að láta það stíga mér til höfuðs.“ Þá bætir Ebba Katrín við að góður svefn og kríur yfir daginn séu frábær núllstilling fyrir taugakerfið og sömuleiðis góðar samverustundir með fjölskyldunni sinni sem hún er mjög náin. Ebba Katrín Finnsdóttir hefur lært að sýna sjálfri sér meira mildi.Vísir/Vilhelm „Vinnan gleypir mig alveg smá“ Þrátt fyrir nýjar áskoranir segist Ebba Katrín stöðugt vera að læra betur inn á sig. Sýningardagar eru alltaf krefjandi þar sem hún er meðvituð allan daginn um að það sé sýning. „Ég er enn að reyna að finna milliveginn í því. Vinnan gleypir mig alveg smá. Maður veit ekki alveg hvort það sé hollt eða ekki.“ Aðspurð að lokum hvort menningin geti reynst öflugt tól í erfiðum málum og réttindabaráttu segir Ebba Katrín: „Ég held að leikhús og bíó geti breytt fólki og veitt meiri og öðruvísi innsýn. Sérstaklega núna á þessum tímum sem við lifum, þar sem allir eru á bak við skjáinn og við erum að eiga samskipti við fólk án þess að horfa framan í þau eða verða vitni af viðbrögðum eða fundið hvernig orðin okkar hafa áhrif og þess háttar. Ég veit ekki hvort við séum að verða ónæmari fyrir tilfinningum annarra. Það sem maður les á netinu, hvað fólk leyfir sér að segja bak við skjáinn, finnst mér alveg ótrúlegt. Þú myndir ekki segja sömu orð ef þú sætir fyrir framan manneskju og myndir verða vitni af viðbrögðum hennar.“ Þá bætir Ebba Katrín við að slíkt lifi sömuleiðis með fólki og það sé eins og margir átti sig ekki á því. Ebba Katrín Finnsdóttir segir að leikhús geti breytt heiminum. Vísir/Vilhelm „Þess vegna held ég að leikhús geti breytt heiminum“ „Upp á tilfinningagreind, tilfinningaþjálfun og æfingu held ég að það að fara í leikhús þar sem þú heyrir orð töluð og þú verður vitni að viðbrögðum og tilfinningum, þú sérð fólkið sem situr við hliðina á þér og þú heyrir í fólki, hvernig það er að taka við upplýsingum, ég held að það sé ótrúlega mikilvægt fyrir fólk. Ég held að það að sitja í sal í leikhúsinu, einn af fáum stöðum þar sem við getum ekki verið með síma. Við verðum að sitja í okkur þó að okkur líði óþægilega og sitja með tilfinningunum.“ Nefnir Ebba Katrín þá hversu algengt er að við fjarlægjum okkur úr aðstæðum með því að grípa í símann. „Það er gott að ögra því. Það er svo eðlilegt að upplifa tilfinningar en við erum orðin eitthvað hrædd við það. Manni má líða illa, það er bara ótrúlega eðlilegt að líða illa og eiga slæma daga. Þó okkur líði illa þýðir það ekki að eitthvað sé að. Tilfinningar koma og fara, flæða í gegn. Það er líka svo magnað að maður heldur oft að maður sé einn í einhverju og maður er búinn að vera að burðast með það, svo nefnir maður það við einhverja manneskju og þá tengir hún. Maður er alltaf jafn sjokkeraður yfir því að maður sé ekki einn og eitthvað sérstakur. Það er líka léttir í því, það er hægt að spegla allar tilfinningar. Það er svo mannlegt og manni á ekki alltaf að líða vel eða illa, það er eintóna líf. Þannig að þess vegna held ég að leikhús geti breytt heiminum,“ segir Ebba Katrín brosandi að lokum.
Leikhús Kynferðisofbeldi Menning Helgarviðtal Tengdar fréttir Fullur salur af lögmönnum á hárbeittum einleik „Ég trúi því að sýningin efli samkennd sem er að mínu mati aðalhlutverk og tilgangur leikhússins – að tengja okkur við það manneskjulega í okkur sjálfum frekar en að lúffa mennskunni í hörku heimsins. Það er svo ógeðslegt ofbeldi í gangi í heiminum núna og því allra nauðsynlegasta sem við getum gert er að hlúa að náungakærleiknum,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og leikkona. 17. nóvember 2023 07:01 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Fullur salur af lögmönnum á hárbeittum einleik „Ég trúi því að sýningin efli samkennd sem er að mínu mati aðalhlutverk og tilgangur leikhússins – að tengja okkur við það manneskjulega í okkur sjálfum frekar en að lúffa mennskunni í hörku heimsins. Það er svo ógeðslegt ofbeldi í gangi í heiminum núna og því allra nauðsynlegasta sem við getum gert er að hlúa að náungakærleiknum,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og leikkona. 17. nóvember 2023 07:01