Pabbamontið er ekki innistæðulaust Jónas Sen skrifar 13. desember 2023 07:02 Kári Egilsson gaf út tvær plötur á árinu, Palmtrees In the Snow og Óróapúls. Vilhelm Pabbamont á Facebook getur verið sætt, en það getur líka farið yfir strikið. Ég er ekki saklaus í þeim efnum. En mér ofbauð á tímabili hve Egill Helgason notaði aðstöðu sína sem víðlesinn menningarpostuli til að bókstaflega drekkja manni í fréttum af tónlistarafrekum sonarins, Kára. Á endanum slökkti ég á statusunum og sór þess eið að hlusta aldrei á hann. Tónlistargagnrýnandi getur hins vegar ekki verið fordómafullur, og því síður skrifað dóma sem eru byggðir á því í hvernig skapi hann er þá stundina. Svo núna í desember settist ég niður og hlustaði á síðustu tvo geisladiskana sem komu BÁÐIR út á árinu (geri aðrir betur). Byrjum á þeim fyrri, Palmtrees In the Snow. Rólegur stormur Platan er á margan hátt sérstök. Tónlistarstíllinn tilheyrir stefnu sem nefnist Quiet Storm, rólegur stormur, og var mjög vinsæl á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Kári var ekki einu sinni fæddur þá, hann er jú bara um tvítugt. Hann nálgast þetta því á annan og e.t.v. akademískari hátt, en líka með meiri ferskleika en einhver gamall skallapoppari sem er að rifja upp riff úr ungdæmi sínu. Þetta eru innileg popplög með ljúfum, lágstemmdum röddum og hlýrri, þægilegri stemningu. Þar er hins vegar ekkert frumlegt, en það á heldur ekki að vera það. Maður þarf ekkert alltaf að finna upp hjólið. Kári Egilsson gaf út tvær plötur á árinu, Palmtrees In the Snow og Órapúls. Falleg rödd Kári syngur fallega. Hann er með breiða, örlítið hrjúfa rödd sem hann er ekkert að reyna að gera neitt meira úr en þarf. Söngstíllinn er afslappaður og flæðandi. Laglínurnar eru líka grípandi, og allur hljóðfæraleikur er fagmannlegur, enda einvalalið á bak við Kára. Textarnir eru á ensku og þeir skipta í rauninni ekki svo miklu máli, þeir eru bara þarna. Það eru tónarnir, tónhæðin sem ræður öllu. Lokkandi milliraddir Inn á milli söngerinda koma laglínur úr hljóðfærunum sem eru oftar en ekki einstaklega dillandi og hrífandi. Þær eru ekki bara eitthvert bergmál af söngnum, heldur alveg nýr vinkill, ný skoðun, eins og röddin og hljóðfærin eigi áhugavert samtal. Segja má því að Palm Trees In the Snow sé einskonar kammermúsík, þar sem hver rödd er jöfn hinum og þær kasta hendingum og tilsvörum á milli sín. Það skapar eitthvað nýtt og svo ennþá meira nýtt; útkoman er oftar en ekki dásamleg. Útsetningarnar eru auk þess djarfar en smekklegar, með þægilegri stígandi, mjög áhrifaríkri. Fullt af bjartsýni Óróapúls er líka vel heppnuð djassplata þar sem djassinn er fyrst og fremst bandarískur nútímadjass. Hann fer yfir víðan völl, t.d. í skemmtilega áköfu lagi, Ring Rhyme, dálítið þráhyggjukenndu en fullu af bjartsýni sem er smitandi. Maður fer ósjálfrátt að slá taktinn með. Hugsanlega er trommuleikurinn þó heldur þunglamalegur fyrir lagið, hann hefði vel mátt vera snarpari og léttari. Hljóðfærið mætti vera betra Einnig má finna á plötunni innhverfar píanótónsmíðar, þar sem hljóðfærið er ýmist alveg eitt eða með mjög lágstemmdu slagverki og smá bassa. Þetta hljómar fallega, er bæði lýrískt og íhugult og kemur greinilega frá hjartanu. Hins vegar er píanóið sem Kári spilar á ekki fyrsta flokks, það er heldur flatt og mjóróma. Það er synd því píanóið er eiginlega í hálfgerðu einleikshlutverki stóran hluta disksins. Tónlistin á betra skilið. Í það stóra er þetta góður djassdiskur og hann er mjög ólíkur hinum diskinum sem fjallað var um að ofan. Sagt er að Kári sé jafnvígur á popp, djass og klassík. Ég hef ekki heyrt hann í því síðastnefnda ennþá; það verður örugglega spennandi. Niðurstaða: Tvö frábær byrjendaverk. Gagnrýni Jónasar Sen Tónlist Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
En mér ofbauð á tímabili hve Egill Helgason notaði aðstöðu sína sem víðlesinn menningarpostuli til að bókstaflega drekkja manni í fréttum af tónlistarafrekum sonarins, Kára. Á endanum slökkti ég á statusunum og sór þess eið að hlusta aldrei á hann. Tónlistargagnrýnandi getur hins vegar ekki verið fordómafullur, og því síður skrifað dóma sem eru byggðir á því í hvernig skapi hann er þá stundina. Svo núna í desember settist ég niður og hlustaði á síðustu tvo geisladiskana sem komu BÁÐIR út á árinu (geri aðrir betur). Byrjum á þeim fyrri, Palmtrees In the Snow. Rólegur stormur Platan er á margan hátt sérstök. Tónlistarstíllinn tilheyrir stefnu sem nefnist Quiet Storm, rólegur stormur, og var mjög vinsæl á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Kári var ekki einu sinni fæddur þá, hann er jú bara um tvítugt. Hann nálgast þetta því á annan og e.t.v. akademískari hátt, en líka með meiri ferskleika en einhver gamall skallapoppari sem er að rifja upp riff úr ungdæmi sínu. Þetta eru innileg popplög með ljúfum, lágstemmdum röddum og hlýrri, þægilegri stemningu. Þar er hins vegar ekkert frumlegt, en það á heldur ekki að vera það. Maður þarf ekkert alltaf að finna upp hjólið. Kári Egilsson gaf út tvær plötur á árinu, Palmtrees In the Snow og Órapúls. Falleg rödd Kári syngur fallega. Hann er með breiða, örlítið hrjúfa rödd sem hann er ekkert að reyna að gera neitt meira úr en þarf. Söngstíllinn er afslappaður og flæðandi. Laglínurnar eru líka grípandi, og allur hljóðfæraleikur er fagmannlegur, enda einvalalið á bak við Kára. Textarnir eru á ensku og þeir skipta í rauninni ekki svo miklu máli, þeir eru bara þarna. Það eru tónarnir, tónhæðin sem ræður öllu. Lokkandi milliraddir Inn á milli söngerinda koma laglínur úr hljóðfærunum sem eru oftar en ekki einstaklega dillandi og hrífandi. Þær eru ekki bara eitthvert bergmál af söngnum, heldur alveg nýr vinkill, ný skoðun, eins og röddin og hljóðfærin eigi áhugavert samtal. Segja má því að Palm Trees In the Snow sé einskonar kammermúsík, þar sem hver rödd er jöfn hinum og þær kasta hendingum og tilsvörum á milli sín. Það skapar eitthvað nýtt og svo ennþá meira nýtt; útkoman er oftar en ekki dásamleg. Útsetningarnar eru auk þess djarfar en smekklegar, með þægilegri stígandi, mjög áhrifaríkri. Fullt af bjartsýni Óróapúls er líka vel heppnuð djassplata þar sem djassinn er fyrst og fremst bandarískur nútímadjass. Hann fer yfir víðan völl, t.d. í skemmtilega áköfu lagi, Ring Rhyme, dálítið þráhyggjukenndu en fullu af bjartsýni sem er smitandi. Maður fer ósjálfrátt að slá taktinn með. Hugsanlega er trommuleikurinn þó heldur þunglamalegur fyrir lagið, hann hefði vel mátt vera snarpari og léttari. Hljóðfærið mætti vera betra Einnig má finna á plötunni innhverfar píanótónsmíðar, þar sem hljóðfærið er ýmist alveg eitt eða með mjög lágstemmdu slagverki og smá bassa. Þetta hljómar fallega, er bæði lýrískt og íhugult og kemur greinilega frá hjartanu. Hins vegar er píanóið sem Kári spilar á ekki fyrsta flokks, það er heldur flatt og mjóróma. Það er synd því píanóið er eiginlega í hálfgerðu einleikshlutverki stóran hluta disksins. Tónlistin á betra skilið. Í það stóra er þetta góður djassdiskur og hann er mjög ólíkur hinum diskinum sem fjallað var um að ofan. Sagt er að Kári sé jafnvígur á popp, djass og klassík. Ég hef ekki heyrt hann í því síðastnefnda ennþá; það verður örugglega spennandi. Niðurstaða: Tvö frábær byrjendaverk.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónlist Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira