Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. Innlent 18. ágúst 2021 11:53
Leikmaður KR smitaðist Leikmaður úr byrjunarliði KR sem mætti HK á mánudagskvöld, í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, hefur greinst með kórónuveirusmit. Því gæti allur leikmannahópur KR þurft að fara í sóttkví. Íslenski boltinn 18. ágúst 2021 11:16
124 greindust með kórónuveiruna í gær Að minnsta kosti 124 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 64 þeirra sem greindust voru fullbólusettir og er bólusetning hafin hjá fjórum sem greindust. 56 þeirra sem greindust eru óbólusettir. Innlent 18. ágúst 2021 10:49
Eitt barn reyndist smitað á Álftaborg Eitt barn á leikskólanum Álftaborg í Safamýri hefur greinst smitað af kórónuveirunni. Börn og starfsmenn voru send í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður á föstudaginn. Innlent 18. ágúst 2021 09:59
Reykjalundur tekur við sjúklingum frá Landspítala sem þurfa sólarhringsþjónustu Samið hefur verið um að deild á Reykjalundi með tólf til fjórtán rúmum verði nýtt til fyrir sjúklinga sem munu flytjast beint frá Landspítala og fyrirsjáanlegt sé að þurfi innlögn í sólarhringsþjónustu í allt að sex vikur. Er samkomulagið gert til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á Landspítala vegna heimsfaraldursins. Innlent 18. ágúst 2021 09:32
Löggan stoppaði partíið en bauð gestunum að færa það í heimahús Lögreglan á Norðurlandi eystra batt enda á tvítugsafmæli í félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á laugardagskvöld við mikla óánægju veislugesta. Þeir töldu margir að lögreglan hefði óljósa heimild til þeirra aðgerða, enda væri ekki um veitingastað eða skemmtistað að ræða. Innlent 18. ágúst 2021 09:01
WHO varar við falsbóluefnum og kallar eftir að þau verði tekin úr umferð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segist hafa orðið þess áskynja að falsbóluefni við kórónuveirunni væru í umferð í Indlandi og Afríku. Þeir skammtar sem vitað er af hafa verið teknir úr umferð. Erlent 18. ágúst 2021 08:48
Borðar tómat til að hafa eitthvað fyrir stafni í einangrun Jón Gnarr er allur að koma til eftir að hafa greinst með Covid-19 á dögunum. Hann segist hafa glatað bragð- og lystarskyni og borða tómata til að hafa eitthvað fyrir stafni. Innlent 17. ágúst 2021 21:18
„Það er mikil undiralda í samfélaginu“ „Fólk vill komast út og gera og heyra og vera til og lifa einhverskonar lífi,“ segir Viktoría Blöndal sem stendur fyrir upplestrarkvöldi í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudag. Lífið 17. ágúst 2021 19:30
Skiluðu inn minnisblaði til ráðherra Tuttugu og sjö sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19, þar af sex á gjörgæslu og eru fimm þeirra bólusettir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Már Kristjánsson yfirlæknir hafa skilað inn minnisblaði til ráðherra um stöðu mála á Landspítalanum í fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir. Innlent 17. ágúst 2021 17:28
Allt stopp á Heilsustofnun eftir að skjólstæðingur greindist Skjólstæðingur á Heilsustofnun í Hveragerði greindist með Covid-19 um hádegisbil í dag. Gert hefur verið hlé á öllu endurhæfingarstarfi vegna þessa á meðan unnið er að smitrakningu. Innlent 17. ágúst 2021 15:34
Vilja skoða önnur úrræði vegna sóttkvíar barna Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er velt upp hvort ekki sé hægt að beita vægari úrræðum en sóttkví heilu bekkjanna og árganganna þegar smit koma upp í skólum. Hraðpróf hljóti að koma til álita ef ekki eigi að lama skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið allt. Innlent 17. ágúst 2021 15:14
Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. Innlent 17. ágúst 2021 14:02
Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. Innlent 17. ágúst 2021 13:29
Spítalinn í viðræðum við erlendar starfsmannaleigur vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Viðræður standa nú yfir á milli Landspítala og starfsmannaleiga erlendis vegna vöntunar á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Þetta segir forstöðumaður á spítalanum sem fagnar samningi heilbrigðisráðherra og einkarekinna læknamiðstöðva en segir aðgerðina ekki duga til. Innlent 17. ágúst 2021 12:00
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. Innlent 17. ágúst 2021 11:47
Tuttugu vistmenn á Vernd komnir í sóttvarnahús eftir að tveir greindust Tveir vistmenn á áfangaheimilinu Vernd greindust með Covid-19 um helgina. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sóttvarnahús auk átján annarra vistmanna sem komnir eru í sóttkví. Starfsfólk Verndar er jafnframt komið í heimasóttkví. Innlent 17. ágúst 2021 11:08
„Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga“ Kórónuveiran greindist í fyrsta sinn í Grímsey í síðustu viku. Allir íbúar fóru í sóttkví. Innlent 17. ágúst 2021 10:56
103 greindust smitaðir innanlands í gær Í gær greindust minnst 103 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 48 í sóttkví og 55 utan sóttkvíar. Enn er ekki komið fram hve margir þeirra voru bólusettir. Innlent 17. ágúst 2021 10:48
Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð. Innlent 17. ágúst 2021 10:00
Um hundrað hafi greinst með veiruna í gær Um það bil hundrað manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Opinberar tölur verða þó ekki birtar fyrr en um klukkan ellefu. Innlent 17. ágúst 2021 08:47
Koma á útgöngubanni eftir fyrsta samfélagssmitið síðan í febrúar Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákveðið að koma á útgöngubanni alls staðar í landinu eftir að einn maður greindist með kórónuveiruna í borginni Auckland. Erlent 17. ágúst 2021 07:51
Vinnuveitendur geti sagt upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu Vinnuveitendur á almennum vinnumarkaði geta ekki skyldað starfsfólk til þess að undirgangast bólusetningu. Þeir geta þó ákveðið að segja upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu. Innlent 16. ágúst 2021 22:31
Sveitarfélögin setji leiðbeiningar um frekari takmarkanir innan skólastarfs Í dag voru tæplega 400 börn í sóttkví vegna smita sem komu upp á leikskólum og frístundaheimilum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur vinnur nú að leiðbeiningum í samstarfi við önnur sveitarfélög og Almannavarnir til að fækka smitum innan skóla og frístundaheimila. Innlent 16. ágúst 2021 18:59
Þrír Vestramenn smitaðir og allt liðið í sóttkví Þrír úr liði Vestra á Ísafirði, sem leikur í Lengjudeild karla, hafa greinst með kórónuveiruna. Allir leikmenn liðsins, auk þjálfarateymis, eru því komnir í sóttkví. Íslenski boltinn 16. ágúst 2021 18:02
„Hvað gerðist á Íslandi?“ „Hvað gerðist á Íslandi?“Þessari spurningu er velt upp í nýrri umfjöllun Washington Post um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Innlent 16. ágúst 2021 17:33
Börn í borginni mæta í bólusetningu eftir viku Bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Þá hófust bólusetningar að nýju í Laugardalshöll í morgun þar sem örvunarsprautur eru í boði. Börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 12-15 ára mæta í Laugardalshöll á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Innlent 16. ágúst 2021 13:10
Ekki von á róttækum breytingum á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir segir smitaða ferðamenn frá Ísrael auka álagið á heilbrigðiskerfið en þrjátíu Ísraelar hafa greinst hér á landi og er að minnsta kosti einn þeirra alvarlega veikur af Covid-19. Hann ætlar að byggja nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra á formlegu erindi sem hann býst við frá Landspítalanum á næstu dögum. Hann á ekki von á róttækum breytingum hvað varðar reglur um sóttkví. Innlent 16. ágúst 2021 12:57
Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. Innlent 16. ágúst 2021 11:29
Á annað hundrað í sóttkví eftir smit í dansbúðum á Laugarvatni Tveir nemendur sem tóku þátt í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni í síðustu viku greindust smitaðir með Covid-19. Fyrir vikið eru á annað hundrað börn og kennarar komnir í sóttkví. Innlent 16. ágúst 2021 11:05