Um vegna áhættu og ábata Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 20. ágúst 2021 09:01 Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Frístundaheimili hálfopin – og tómstundir og íþróttir barna verða ekki svipur hjá sjón. Þau börn sem ekki verða í sóttkví munu mæta uggandi í hólfaskiptan skóla sem takmarkar verulega kennslu og upplifun barna, eins og kemur fram í sannfærandi umfjöllun nýs skólastjóra Melaskóla, sem kallar eftir breyttum reglum um sóttkví barna. Innan fárra vikna er fyrirséð að skólahald í leik-, grunn- og framhaldsskólum lamist með reglulegu millibili. Fjöldi launafólks missi vikur úr vinnu. Starfsemi fyrirtækja og stofnana verður skert í einhverjum tilvikum. Lítil fyrirtæki munu loka. Einyrkjar sitja uppi fullbólusettir en tekjulausir og einkennalausir í séríslenskri sóttkví barna. Betri staða á Norðurlöndum Á Norðurlöndum og á Bretlandi er allt annað fyrirkomulag. Þar hafa stjórnvöld lagt kapp á að lifa með veirunni—ekki bara í orði heldur á borði. Á Norðurlöndum er sóttkví barna yngri en 18 ára ekki beitt með sama hætti. Starfsemi leikskóla, frístundaheimila og grunnskóla er samkvæmt tiltölulega hefðbundnu fyrirkomulagi. En allir gæta að sér. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að stefnan sé að lifa með veirunni. Víðtæk beiting sóttkvíar á börn og ungmenni er víðs fjarri þeirri stefnu. Á Norðurlöndum er fullbólusett og einkennalaust fólk ekki sett í sóttkví, jafnvel þótt það hafi verið beint útsett fyrir veirunni. Niðurstaðan er sú að lífið gengur nokkurn veginn sinn vanagang á Norðurlöndunum. En allir eru meðvitaðir um að vágesturinn er enn á ferli en mæta honum með sjálfsprófum, hraðprófum og persónulegum sóttvörnum í forgrunni alls. Þangað eigum við að stefna. Dramb er falli næst Viðkvæði sóttvarnaryfirvalda á Íslandi er að vísindamenn og læknar sem fara fyrir sóttvörnum á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi séu ekki að meta áhættuna rétt. En þau geri það hins vegar sjálf. Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð. Þetta hrópandi ósamræmi á milli sóttvarnarreglna og beitingu sóttkvíar á börn og ungmenni skapar áleitnar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Í öðrum löndum fer fram áhættu- og hagsmunamat sem skilar allt annarri niðurstöðu en hjá íslenskum sóttvarnaryfirvöldum. Í nágrannalöndum er að skapast samfélagsleg sátt um að standa þurfi vörð um fleira en sóttvarnir; til dæmis andlega heilsu barna og fullorðinna, menningarlíf, félagslegar þarfir og sköpun efnahagslegra verðmæta. Það misræmi sem nú er uppi þurfa sóttvarnaryfirvöld að skýra að fullu með öðrum rökum en að halda því fram að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Greinin birtist fyrst á vef SA. Höfundur er framkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Bólusetningar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Frístundaheimili hálfopin – og tómstundir og íþróttir barna verða ekki svipur hjá sjón. Þau börn sem ekki verða í sóttkví munu mæta uggandi í hólfaskiptan skóla sem takmarkar verulega kennslu og upplifun barna, eins og kemur fram í sannfærandi umfjöllun nýs skólastjóra Melaskóla, sem kallar eftir breyttum reglum um sóttkví barna. Innan fárra vikna er fyrirséð að skólahald í leik-, grunn- og framhaldsskólum lamist með reglulegu millibili. Fjöldi launafólks missi vikur úr vinnu. Starfsemi fyrirtækja og stofnana verður skert í einhverjum tilvikum. Lítil fyrirtæki munu loka. Einyrkjar sitja uppi fullbólusettir en tekjulausir og einkennalausir í séríslenskri sóttkví barna. Betri staða á Norðurlöndum Á Norðurlöndum og á Bretlandi er allt annað fyrirkomulag. Þar hafa stjórnvöld lagt kapp á að lifa með veirunni—ekki bara í orði heldur á borði. Á Norðurlöndum er sóttkví barna yngri en 18 ára ekki beitt með sama hætti. Starfsemi leikskóla, frístundaheimila og grunnskóla er samkvæmt tiltölulega hefðbundnu fyrirkomulagi. En allir gæta að sér. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að stefnan sé að lifa með veirunni. Víðtæk beiting sóttkvíar á börn og ungmenni er víðs fjarri þeirri stefnu. Á Norðurlöndum er fullbólusett og einkennalaust fólk ekki sett í sóttkví, jafnvel þótt það hafi verið beint útsett fyrir veirunni. Niðurstaðan er sú að lífið gengur nokkurn veginn sinn vanagang á Norðurlöndunum. En allir eru meðvitaðir um að vágesturinn er enn á ferli en mæta honum með sjálfsprófum, hraðprófum og persónulegum sóttvörnum í forgrunni alls. Þangað eigum við að stefna. Dramb er falli næst Viðkvæði sóttvarnaryfirvalda á Íslandi er að vísindamenn og læknar sem fara fyrir sóttvörnum á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi séu ekki að meta áhættuna rétt. En þau geri það hins vegar sjálf. Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð. Þetta hrópandi ósamræmi á milli sóttvarnarreglna og beitingu sóttkvíar á börn og ungmenni skapar áleitnar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Í öðrum löndum fer fram áhættu- og hagsmunamat sem skilar allt annarri niðurstöðu en hjá íslenskum sóttvarnaryfirvöldum. Í nágrannalöndum er að skapast samfélagsleg sátt um að standa þurfi vörð um fleira en sóttvarnir; til dæmis andlega heilsu barna og fullorðinna, menningarlíf, félagslegar þarfir og sköpun efnahagslegra verðmæta. Það misræmi sem nú er uppi þurfa sóttvarnaryfirvöld að skýra að fullu með öðrum rökum en að halda því fram að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Greinin birtist fyrst á vef SA. Höfundur er framkvæmdastjóri SA.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun