Biðst afsökunar á að hafa brotið reglu um grímuskyldu Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. ágúst 2021 12:20 Katrín Jakobsdóttir segir að hana hafi misminnt hvernig reglurnar væru á íþróttaleikjum utandyra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa gert mistök sem henni þyki mjög leiðinlegt. Katrín var ekki með grímu á Meistaravöllum í gær þar sem hún fylgdist með KR bursta Víking 6-0 í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vakti athygli á því á Twitter í morgun að forsætisráðherra hefði verið án grímu á vellinum. „Þegar reglurnar gilda um suma,“ skrifaði Hafliði á Twitter og vísaði í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum. Hafliði og fleiri fótboltaáhugamenn hafa verið afar gagnrýnir á sóttvarnaraðgerðir í tengslum við knattspyrnuleiki þar sem 200 mega vera í hólfi, veitingasala er ekki heimiluð og allir þurfa að bera grímu. Þegar reglurnar gilda um suma... #fotboltinet pic.twitter.com/t2hb5GLpHr— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) August 19, 2021 DV skrifaði frétt upp úr færslu Hafliða í morgun. Katrín segir það rétt að hún hafi ekki verið með grímu á leiknum. „Já, þetta er rétt. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Katrín. „Svo virðist sem ég hafi brotið reglur sem ég áttaði mig ekki á, þar sem leikurinn var utandyra og fjarlægðartakmörk uppfyllt. Meginreglan um grímuskyldu er að maður skuli bera grímu ef ekki tekst að fylgja fjarlægðarmörkum,“ segir Katrín. Ég er líka bara mannleg „Það voru mjög fáir gestir á þessum leik, sem er miður því hann var góður. Mig misminnti og taldi að íþróttaviðburðir utandyra þar sem fjarlægðartakmörk væru uppfyllt væru ekki með grímuskyldu eins og íþróttaviðburðir innandyra. Mér þykir það mjög leiðinilegt að ég hafi þannig gerst sek um brot á reglum.“ Hana hafi hreinlega misminnt. „Því auðvitað á ég að fylgja reglum eins og aðrir,“ segir forsætisráðherra. „Ég legg mig fram við að fylgja reglum en ég er líka bara mannleg. Maður getur gert mistök.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum að ofan. Katrín birti þessa mynd af KR-vellinum í hringrás sinni á Instagram í gærkvöldi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vakti athygli á því á Twitter í morgun að forsætisráðherra hefði verið án grímu á vellinum. „Þegar reglurnar gilda um suma,“ skrifaði Hafliði á Twitter og vísaði í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum. Hafliði og fleiri fótboltaáhugamenn hafa verið afar gagnrýnir á sóttvarnaraðgerðir í tengslum við knattspyrnuleiki þar sem 200 mega vera í hólfi, veitingasala er ekki heimiluð og allir þurfa að bera grímu. Þegar reglurnar gilda um suma... #fotboltinet pic.twitter.com/t2hb5GLpHr— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) August 19, 2021 DV skrifaði frétt upp úr færslu Hafliða í morgun. Katrín segir það rétt að hún hafi ekki verið með grímu á leiknum. „Já, þetta er rétt. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Katrín. „Svo virðist sem ég hafi brotið reglur sem ég áttaði mig ekki á, þar sem leikurinn var utandyra og fjarlægðartakmörk uppfyllt. Meginreglan um grímuskyldu er að maður skuli bera grímu ef ekki tekst að fylgja fjarlægðarmörkum,“ segir Katrín. Ég er líka bara mannleg „Það voru mjög fáir gestir á þessum leik, sem er miður því hann var góður. Mig misminnti og taldi að íþróttaviðburðir utandyra þar sem fjarlægðartakmörk væru uppfyllt væru ekki með grímuskyldu eins og íþróttaviðburðir innandyra. Mér þykir það mjög leiðinilegt að ég hafi þannig gerst sek um brot á reglum.“ Hana hafi hreinlega misminnt. „Því auðvitað á ég að fylgja reglum eins og aðrir,“ segir forsætisráðherra. „Ég legg mig fram við að fylgja reglum en ég er líka bara mannleg. Maður getur gert mistök.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum að ofan. Katrín birti þessa mynd af KR-vellinum í hringrás sinni á Instagram í gærkvöldi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira