„Getur verið að fólk sé ekki að fara í prófin eins fljótt og það gerði“ Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn í dag ekki vera stóran þegar kemur að sýnatökum, þrátt fyrir að metfjöldi hafi greinst með Covid-19 í gær. Mögulegt er að fólk veigri sér við því að mæta í sýnatöku fyrir jólin. Innlent 23. desember 2021 17:30
Fjöldi nýsmitaðra nær nýjum hæðum vestanhafs Sjö daga nýgengni smita í Bandaríkjunum mælist nú 168.981 sem er meira en það var í sumar þegar faraldur delta-afbrigðis kórónuveirunnar náði hámarki. Þá fór nýgengið hæst í rúmlega 165 þúsund nýsmitaða. Erlent 23. desember 2021 16:27
Ekki kvíðinn fyrir tónleikum kvöldsins þrátt fyrir fjölda smita Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, segist ekki stressaður fyrir þrennum jólatónleikum sem eru á dagskrá hjá honum í kvöld þrátt fyrir fjölda smitaðra af kórónuveirunni í þjóðfélaginu. Hann segist ætla að líta jákvætt á stöðuna frekar en að einblína á öll leiðinlegu smáatriðin. Tónlist 23. desember 2021 14:31
Simmi Vill harmar innilega vanhugsað tíst sitt Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður með meiru hefur sent út innblásna tilkynningu þar sem hann harmar mistök sín og biðst afsökunar á því sem hann kallar virkilega lélegt og rangt tíst á Twitter. Viðskipti innlent 23. desember 2021 13:40
Covid-kynslóðin Vegna Covid hefur um einn og hálfur milljarður barna í nærri 200 löndum verið sendur heim úr skóla í skemmri eða lengri tíma. Nýjar alþjóðlegar rannsóknir sýna að fjarvera barna frá skóla hefur haft skelfilegar afleiðingar. Umræðan 23. desember 2021 13:34
Fimmtán leikjum í neðri deildum Englands frestað vegna veirunnar Kórónuveiran heldur áfram að leika íþróttalífið grátt, en nú þegar hefur verið ákveðið að fresta fimmtán leikjum í neðri deildum Englands sem áttu að fara fram á öðrum degi jóla. Enski boltinn 23. desember 2021 13:01
211 smitaðir og þrettán milljónir í útgöngubann Ráðamenn í Kína hafa settum þrettán milljón íbúa borgarinnar Xi’an í útgöngubann vegna útbreiðslu kóronuveirunnar þar. 63 greindust smitaðir af Covid-19 í borginni í gær og hafa alls 211 greinst smitaðir á undafarinni viku. Erlent 23. desember 2021 12:49
Jólaleikjum frestað í ensku úrvalsdeildinni Leikjum Liverpool og Leeds annars vegar, og Wolves og Watford hins vegar, sem áttu að fara fram á öðrum degi jóla hefur verið frestað. Enski boltinn 23. desember 2021 12:24
Öllum leiksýningum og tónleikum aflýst yfir jólin Helstu sviðslistahús landsins hafa ákveðið að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum um jólin. Lokunin gildir að minnsta kosti fram að áramótum en undatekning verður þó gerð vegna tónleika sem fram fara í Hörpu í dag og vegna ferðamannaviðburða. Innlent 23. desember 2021 12:15
Undanþágur gerðar vegna meðalhófs Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að fjölmörg fordæmi séu fyrir því að veittar séu undanþágur þegar takmarkanir beri brátt að. Gæta beri meðalhófs. Þá segir hann að að Kári Stefánsson hafi bara lagt gott eitt til í gegnum faraldurinn. Innlent 23. desember 2021 12:07
„Mönnunin er Akkilesar-hællinn“ Alma Möller landlæknir segir að um fjörutíu starfsmenn Landspítalans séu í einangrun vegna Covid-19. Mönnun spítalans er að hennar sögn Akkilesar-hællinn og verið er að leita allra leið til að létta álagi af Landspítalanum. Innlent 23. desember 2021 11:56
Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Innlent 23. desember 2021 11:27
443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Innlent 23. desember 2021 10:58
Hefði lokað í dag frekar en að velja milli kúnna Jakob Jakobsson á Jómfrúnni er einn þeirra veitingamanna sem fékk undanþágu frá hertum takmörkunum í dag. Hann segir málið ekki snúast um tekjutap heldur að hann hafi ekki viljað vísa kúnnum á dyr á Þorláksmessu. Viðskipti innlent 23. desember 2021 10:31
Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. Innlent 23. desember 2021 10:01
Svona var 191. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar í dag, á Þorláksmessu, klukkan 11:00. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 23. desember 2021 09:44
Tæplega fimm hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. Innlent 23. desember 2021 09:38
Opið í einkenna- og sóttkvíarsýnatökur alla daga yfir hátíðirnar Opið verður í sýnatökur á Suðurlandsbraut 34 frá klukkan 8 til 12 á morgun, aðfangadag. Á jóladag verður ekki opið í hraðpróf né PCR-sýnatökur fyrir ferðalög en opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. Innlent 23. desember 2021 08:52
Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. Erlent 23. desember 2021 07:52
Tónleikagestur neitaði að bera grímu og hrækti á starfsfólk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af að minnsta kosti sjö einstaklingum í gær sem eru grunaðir um sóttvarnabrot. Sex voru saman í hóp og voru að yfirgefa veitingastað með áfengisflöskur í höndum þegar lögregla sá til þeirra. Innlent 23. desember 2021 06:18
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. Innlent 23. desember 2021 00:00
Fólk getur skort hugrekki til að framkvæma almennilegt hraðpróf „Ég held að þetta geti verið bundið við þann sem er að taka prófið. Það þarf ákveðið hugrekki til að setja pinnann alveg inn í nefkokið og það getur vel verið að sumir veigri sér við það. En ég vona ekki samt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Innlent 22. desember 2021 22:30
Stjórnvöld ekki búin að bjarga málunum: „Stemningin er orðin frekar súr“ Samtök fyrirtækja í veitingarekstri fagna því að hlustað hafi verið á rekstraraðila en hafa áhyggjur af takmörkunum á opnunartíma veitingastaða. Klukkutíminn skipti verulegu máli í rekstrinum enda nær ómögulegt að ná inn tveimur hollum af gestum þegar veitingastöðum ber að loka klukkan níu. Viðskipti innlent 22. desember 2021 20:37
Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. Viðskipti innlent 22. desember 2021 19:18
Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. Innlent 22. desember 2021 18:45
Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Covid Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19. Erlent 22. desember 2021 18:06
Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. Innlent 22. desember 2021 17:53
Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar Viðskipti innlent 22. desember 2021 16:36
Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi á Þorláksmessu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, fimmtudaginn 23. desember, klukkan 11. Innlent 22. desember 2021 16:00
Jakob á Jómfrúnni: „Við erum eftir á þegar kemur að áfengissölu" Breyttar reglur um áfengissölu hefðu nýst veitingastöðum vel þegar þeir voru neyddir til að takmarka þjónustu vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra. Breyta hefði mátt reglum tímabundið líkt og gert var í öðrum ríkjum en það var ekki gert þrátt fyrir ákall veitingamanna. Innherji 22. desember 2021 15:00