Mikil ásókn í sýnatöku: „Langflestir eru að fá svar samdægurs“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 17:53 Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku en verkefnastjóri segir vel hafa gengið. Vísir/Vilhelm Mikil röð var í sýnatöku á Suðurlandsbraut í morgun. Opið var milli 8-14 í dag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu biðu flestir í um klukkutíma. Einhverjir hafa haft áhyggjur af því að langan tíma taki að fá niðurstöðu úr sýnatökunni en verkefnastjóri segir þær áhyggjur óþarfar. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að almennt taki um átta til tíu klukkustundir að fá niðurstöðu úr PCR prófi eftir sýnatöku. Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku síðustu daga en metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í dag, þriðja daginn í röð. Um 1.600 manns voru skráðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. „Það var mikil röð í morgun en það var svona aðallega út af því að það var smá hikst í að skrá fólk inn í skönnun. En það bara lagaðist eftir 45 mínútur og öll röð búin 12:30,“ segir Ingibjörg en starfsfólk tók enn fleiri sýni í gær, aðfangadag, eða um 2.000 sýni; „Þetta gekk hratt og vel fyrir sig.“ Flestir fái niðurstöðu samdægurs Hún segir sjaldgæft að mjög langan tíma taki að fá niðurstöðu úr PCR-prófum en eitthvað gæti biðin orðið lengri yfir hátíðarnar. Margir séu í fríi en Sýkla- og veirudeild Landspítalans sér um að greina sýnin. Nú sá ég einhvers staðar að fólk þurfi að bíða í 36 klukkustundir, er það eitthvað sem þú kannast við? „Það er bara búið að vera alla tíð. Það getur dregist, sérstaklega þegar það er mikið álag, en langflestir fá svar samdægurs. Átta til tíu tímar yfirleitt en svo getur náttúrulega dregist [að fá niðurstöðu] þannig að við segjum alveg 24 til 36 tíma. En langflestir eru að fá þetta miklu fyrr,“ segir Ingibjörg Salóme en bætir við að hún komi ekki að greiningu sýnanna sjálfra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að almennt taki um átta til tíu klukkustundir að fá niðurstöðu úr PCR prófi eftir sýnatöku. Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku síðustu daga en metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í dag, þriðja daginn í röð. Um 1.600 manns voru skráðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. „Það var mikil röð í morgun en það var svona aðallega út af því að það var smá hikst í að skrá fólk inn í skönnun. En það bara lagaðist eftir 45 mínútur og öll röð búin 12:30,“ segir Ingibjörg en starfsfólk tók enn fleiri sýni í gær, aðfangadag, eða um 2.000 sýni; „Þetta gekk hratt og vel fyrir sig.“ Flestir fái niðurstöðu samdægurs Hún segir sjaldgæft að mjög langan tíma taki að fá niðurstöðu úr PCR-prófum en eitthvað gæti biðin orðið lengri yfir hátíðarnar. Margir séu í fríi en Sýkla- og veirudeild Landspítalans sér um að greina sýnin. Nú sá ég einhvers staðar að fólk þurfi að bíða í 36 klukkustundir, er það eitthvað sem þú kannast við? „Það er bara búið að vera alla tíð. Það getur dregist, sérstaklega þegar það er mikið álag, en langflestir fá svar samdægurs. Átta til tíu tímar yfirleitt en svo getur náttúrulega dregist [að fá niðurstöðu] þannig að við segjum alveg 24 til 36 tíma. En langflestir eru að fá þetta miklu fyrr,“ segir Ingibjörg Salóme en bætir við að hún komi ekki að greiningu sýnanna sjálfra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira