Á ekki von á eins langri röð í sýnatöku í dag Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2021 11:05 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund einstaklingar voru skráðir í PCR-sýnatöku á Suðurlandsbraut í morgun og um þúsund í hraðpróf. Langar raðir mynduðust í sýnatöku yfir hátíðisdagana en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á ekki von á eins mikilli bið í dag. „Þetta lítur nú bara ágætlega út í dag, það á að vera ágætis mönnun. Við lentum í veikindum í gær þannig að við fórum hölt af stað því það tók tíma að kalla út fólk. Staðan er betri í dag svo þetta ætti að renna ljúft í gegn en þetta getur verið hverfult.“ Um 2.700 sýni voru tekin í gær og þurftu sumir að bíða í vel á annan tíma eftir því að komast í PCR-einkennasýnatöku. Ragnheiður segir það einnig breyta miklu í dag að nú verði sýnatakan opin lengur en yfir jólin. Til greina kemur að færa sýnatökuna annað Þessa dagana er unnið að endurskoðun á framtíðarfyrirkomulagi Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfstöðin við Suðurlandsbraut hefur ráðið illa við stærstu dagana að undanförnu sem virðast verða sífellt stærri. „Það er verið að skoða ýmsa möguleika. Það er spurning hvort við bætum við sýnatökustað, færum okkur eða minnkum hraðprófin hjá okkur og einblínum meira á PCR. Það er verið að skoða alla möguleika núna en ekkert er ákveðið,“ segir Ragnheiður. Til standi að vikuna í þessar umræður og sjá hvernig þróunin verður næstu daga. „Þetta er náttúrulega aða stefna hraðbyr upp á við og við erum svolítið að vega og meta hvern dag hvernig við bregðumst við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Stappað á Suðurlandsbraut: „Það er fátt sem öskrar jólin meira en þetta“ Múgur og margmenni safnaðist saman við Suðurlandsbraut í dag til að fara í Covid-próf. Flestir voru þó í jólaskapi þó að sumir væru stressaðir fyrir því að vera smitaðir og þurfa að verja jólunum einir. 24. desember 2021 14:04 Lýsa ófremdarástandi við Suðurlandsbraut Enn einn föstudaginn er runninn upp mikill álagstími í sýnatöku nú þegar faraldurinn virðist í uppsveiflu og fólk flykkist á hina ýmsu jólaviðburði. 17. desember 2021 13:40 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Þetta lítur nú bara ágætlega út í dag, það á að vera ágætis mönnun. Við lentum í veikindum í gær þannig að við fórum hölt af stað því það tók tíma að kalla út fólk. Staðan er betri í dag svo þetta ætti að renna ljúft í gegn en þetta getur verið hverfult.“ Um 2.700 sýni voru tekin í gær og þurftu sumir að bíða í vel á annan tíma eftir því að komast í PCR-einkennasýnatöku. Ragnheiður segir það einnig breyta miklu í dag að nú verði sýnatakan opin lengur en yfir jólin. Til greina kemur að færa sýnatökuna annað Þessa dagana er unnið að endurskoðun á framtíðarfyrirkomulagi Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfstöðin við Suðurlandsbraut hefur ráðið illa við stærstu dagana að undanförnu sem virðast verða sífellt stærri. „Það er verið að skoða ýmsa möguleika. Það er spurning hvort við bætum við sýnatökustað, færum okkur eða minnkum hraðprófin hjá okkur og einblínum meira á PCR. Það er verið að skoða alla möguleika núna en ekkert er ákveðið,“ segir Ragnheiður. Til standi að vikuna í þessar umræður og sjá hvernig þróunin verður næstu daga. „Þetta er náttúrulega aða stefna hraðbyr upp á við og við erum svolítið að vega og meta hvern dag hvernig við bregðumst við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Stappað á Suðurlandsbraut: „Það er fátt sem öskrar jólin meira en þetta“ Múgur og margmenni safnaðist saman við Suðurlandsbraut í dag til að fara í Covid-próf. Flestir voru þó í jólaskapi þó að sumir væru stressaðir fyrir því að vera smitaðir og þurfa að verja jólunum einir. 24. desember 2021 14:04 Lýsa ófremdarástandi við Suðurlandsbraut Enn einn föstudaginn er runninn upp mikill álagstími í sýnatöku nú þegar faraldurinn virðist í uppsveiflu og fólk flykkist á hina ýmsu jólaviðburði. 17. desember 2021 13:40 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04
Stappað á Suðurlandsbraut: „Það er fátt sem öskrar jólin meira en þetta“ Múgur og margmenni safnaðist saman við Suðurlandsbraut í dag til að fara í Covid-próf. Flestir voru þó í jólaskapi þó að sumir væru stressaðir fyrir því að vera smitaðir og þurfa að verja jólunum einir. 24. desember 2021 14:04
Lýsa ófremdarástandi við Suðurlandsbraut Enn einn föstudaginn er runninn upp mikill álagstími í sýnatöku nú þegar faraldurinn virðist í uppsveiflu og fólk flykkist á hina ýmsu jólaviðburði. 17. desember 2021 13:40