„Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær“ Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2021 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tvöföldunarhraða ómíkronafbrigðisins vera um tveir dagar, sem er mun hraðari útbreiðsla en sést hefur til þessa. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn hafi greinst fjöldi fólks með kórónuveiruna innanlands í gær, á öðrum degi jóla. Síðustu daga hafi tæplega fimm hunduð manns greinst með veiruna á dag. „Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær, svona fljótt á litið,“ segir Þórólfur. Þetta sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að mikill fjöldi fólks hafi farið í sýnatöku síðustu daga og að einungis um þrjátíu prósent þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Má því ljóst vera að veiran sé komin mjög víða í samfélaginu. Aðspurður um hvort að ómíkronafbrigðið sé komið og að „valta yfir þjóðina á sviðpstundu“ segir Þórólfur að svo virðist vera. „Það er bara þannig enda hefur það sýnt sig í útreikningum hjá okkur og Íslenskri erfðagreiningu á greiningu smita að tvöföldunarhraðinn er bara um tveir dagar. Það er miklu hraðari útbreiðsla en við sáum með delta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvað segir þú um hugmyndir um að ómíkronafgbrigðið geti leitt til þessa margumtalaða hjarðónæmis sem við höfum alltaf verið að horfa til og vonast eftir að komi upp hér? „Jújú, við höfum alltaf verið að tala um það, og ég hef talað um það frá byrjun, að það séu bara þrjár leiðir til að fá þetta hjarðónæmi. Við losnum ekki við veiruna nema með hjarðónæmi. Það gerist annað hvort með náttúrulegri sýkingu. Það getur gerst með bólusetningu, en núverandi bóluefni sem við erum með virðist ekki alveg duga í það. Svo getur það gerst með sambland af þessu tvennu. Ef flestir eru bólusettir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af veikinni, þá getum við miklu frekar látið veikina, pestina, ganga yfir án þess að fá alvarlegar afleiðingar. Það er það sem málið snýst um, að fá ekki of marga alvarlega veika á sama tíma að heilbrigðiskerfið okkar ráði ekki við það,“ segir sóttvarnalæknir. Þyrfti að endurskipuleggja spítalakerfið Þórólfur segir að svo virðist sem að færri verði alvarlega veikir og þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna ómíkronafbrigðisins, samanborið fyrir fyrri afbrigði. Það eigi þó eftir að koma almennileg reynsla á það hjá okkur Íslendingum. Sé litið til Danmerkur og annarra Norðurlanda virðist sem tæplega eitt prósent þeirra sem sýkjast þurfi að leggjast inn. „Nú getið þið reiknað: Hvað er eitt prósent af sex hundruð tilfellum? Það eru sex manns, tæplega, kannski fjögur, fimm, sex manns á dag. Ef það gerist í lengri tíma þarf aldeilis að endurskipuleggja spítalakerfið myndi ég halda,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að mikill fjöldi fólks hafi farið í sýnatöku síðustu daga og að einungis um þrjátíu prósent þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Má því ljóst vera að veiran sé komin mjög víða í samfélaginu. Aðspurður um hvort að ómíkronafbrigðið sé komið og að „valta yfir þjóðina á sviðpstundu“ segir Þórólfur að svo virðist vera. „Það er bara þannig enda hefur það sýnt sig í útreikningum hjá okkur og Íslenskri erfðagreiningu á greiningu smita að tvöföldunarhraðinn er bara um tveir dagar. Það er miklu hraðari útbreiðsla en við sáum með delta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvað segir þú um hugmyndir um að ómíkronafgbrigðið geti leitt til þessa margumtalaða hjarðónæmis sem við höfum alltaf verið að horfa til og vonast eftir að komi upp hér? „Jújú, við höfum alltaf verið að tala um það, og ég hef talað um það frá byrjun, að það séu bara þrjár leiðir til að fá þetta hjarðónæmi. Við losnum ekki við veiruna nema með hjarðónæmi. Það gerist annað hvort með náttúrulegri sýkingu. Það getur gerst með bólusetningu, en núverandi bóluefni sem við erum með virðist ekki alveg duga í það. Svo getur það gerst með sambland af þessu tvennu. Ef flestir eru bólusettir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af veikinni, þá getum við miklu frekar látið veikina, pestina, ganga yfir án þess að fá alvarlegar afleiðingar. Það er það sem málið snýst um, að fá ekki of marga alvarlega veika á sama tíma að heilbrigðiskerfið okkar ráði ekki við það,“ segir sóttvarnalæknir. Þyrfti að endurskipuleggja spítalakerfið Þórólfur segir að svo virðist sem að færri verði alvarlega veikir og þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna ómíkronafbrigðisins, samanborið fyrir fyrri afbrigði. Það eigi þó eftir að koma almennileg reynsla á það hjá okkur Íslendingum. Sé litið til Danmerkur og annarra Norðurlanda virðist sem tæplega eitt prósent þeirra sem sýkjast þurfi að leggjast inn. „Nú getið þið reiknað: Hvað er eitt prósent af sex hundruð tilfellum? Það eru sex manns, tæplega, kannski fjögur, fimm, sex manns á dag. Ef það gerist í lengri tíma þarf aldeilis að endurskipuleggja spítalakerfið myndi ég halda,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07
Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37