Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Rauð jól á Grænlandi

Íslensk fjölskylda sem ákvað að verja jólunum á Grænlandi segir hafa komið verulega á óvart að upplifa rauð jól þar. Tilhlökkun er fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar fagna áramótunum þrisvar.

Innlent
Fréttamynd

Frans páfi biður fyrir enda­lokum far­aldurs

Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur.

Erlent
Fréttamynd

Búast má við enn hærri tölum eftir helgi

16 ára unglingur er í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19. Enn einn metdagurinn var í fjölda þeirra sem greindust smitaðir af Covid-19 í gær eða 522. Verið er að undirbúa að opna fimmta farsóttarhúsið.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ásókn í sýnatöku: „Langflestir eru að fá svar samdægurs“

Mikil röð var í sýna­töku á Suður­lands­braut í morgun. Opið var milli 8-14 í dag en sam­kvæmt upp­lýsingum frétta­stofu biðu flestir í um klukku­tíma. Ein­hverjir hafa haft á­hyggjur af því að langan tíma taki að fá niður­stöðu úr sýnatökunni en verk­efna­stjóri segir þær á­hyggjur ó­þarfar.

Innlent
Fréttamynd

Sextán ára í öndunarvél vegna Covid

Sextán ára einstaklingur liggur í öndunarvél á gjörgæslu á Landspítalanum vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir

Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð.

Innlent
Fréttamynd

Enn ein frestunin í ensku úr­vals­deildinni

Leik Burnley og Everton í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að fara fram annan í jólum en nú er óvíst hvenær hann verður spilaður. Ástæðan er sú að fjöldi leikmanna Everton er með kórónuveiruna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Banda­ríkja­her þróar nýtt bólu­efni

Bandaríkjaher hefur unnið að þróun nýs bóluefnis gegn kórónuveirunni sem á að virka vel gegn öllum mögulegum afbrigðum veirunnar. Gert er ráð fyrir því að bóluefnið verði kynnt opinberlega á næstu vikum.

Erlent
Fréttamynd

Óbólu­settum ó­heimilt að heim­sækja Land­spítala

Landspítali er nú á hættustigi og gerð er krafa um að aðstandendur, sem hyggjast heimsækja sjúklinga á spítalanum, séu annaðhvort fullbólusettir eða hafi fengið Covid á síðastliðnum sex mánuðum. Alls liggja nú tíu sjúklingar á Landspítala vegna Covid. 

Innlent
Fréttamynd

„Ætli það séu ekki ein­hver þrjá­tíu her­bergi eftir“

Staðan í far­sóttar­húsum landsins er orðin veru­lega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í far­sóttar­húsum en tæp­lega sex þúsund manns verða í ein­angrun yfir há­tíðarnar fjarri fjöl­skyldu og vinum. Met­fjöldi greindist smitaður af kórónu­veirunni innan­lands í gær og for­stöðu­maður far­sóttar­húsanna segir að nú þurfi að velja og hafna.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt met: 448 greindust innanlands

Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára og eldri skyldaðir í bólu­setningu

Bólusetningarskyldu hefur verið komið á í Ekvador í Suður-Ameríku. Allir, fimm ára og eldri, skulu fara í bólusetningu en stjórnvöld tóku ákvörðunina í ljósi fjölgun smita af völdum kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

„Stíga inn í nú­tímann“ og streyma helgi­haldi

Helgihald skipar eðli málsins samkvæmt stóran sess í hátíðarhöldum almennings yfir jólin. Tvísýnt hefur verið um fjölmenna viðburði vegna kórónuveirufaraldursins og trúarathafnir eru þar engin undantekning. Messum í dag, aðfangadag, verður streymt en einnig verður unnt taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi óttast ekki neitt: „Ég er bara gleði­gjafi“

Bubbi Morthens hélt árlegu Þorláksmessutónleika sína í Eldborg í Hörpu fyrr í kvöld. Eldborgarsalurinn tekur um fimmtán hundruð manns í sæti en uppselt var á tónleikana. Tónleikarnir voru sem sagt fjölmennir en óvissa ríkti um tónleikahaldið þegar kynntar voru hertar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrr í vikunni. Nokkrir tónleikahaldarar fengu sérstaka undanþágu frá gildandi sóttvarnareglum, Bubbi þar með talinn.

Menning
Fréttamynd

Greindust öll á landamærunum og verða saman á jólunum

Níu manna vinahópur sem kom frá Puerto Rico í fyrradag greindist allur með Covid-19 við komuna til landsins. Í stað þess að húka í einangrun hvert um sig ákváðu þau að framlengja fríið öll saman í sumarbústað á Snæfellsnesi yfir jólin.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug skýtur á tak­markanir: „Önnur sjónar­mið en sótt­varnir þurfa að heyrast“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur að líta verði til fleiri þátta en smitvarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirunnar hér á landi. Bóluefni veiti góða vernd og ekki megi líta fram hjá þeim áhrifum sem takmarkanirnar hafi á geðheilsu almennings og þá sérstaklega barna.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi nýsmitaðra nær nýjum hæðum vestanhafs

Sjö daga nýgengni smita í Bandaríkjunum mælist nú 168.981 sem er meira en það var í sumar þegar faraldur delta-afbrigðis kórónuveirunnar náði hámarki. Þá fór nýgengið hæst í rúmlega 165 þúsund nýsmitaða.

Erlent
Fréttamynd

Ekki kvíðinn fyrir tón­leikum kvöldsins þrátt fyrir fjölda smita

Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, segist ekki stressaður fyrir þrennum jólatónleikum sem eru á dagskrá hjá honum í kvöld þrátt fyrir fjölda smitaðra af kórónuveirunni í þjóðfélaginu. Hann segist ætla að líta jákvætt á stöðuna frekar en að einblína á öll leiðinlegu smáatriðin. 

Tónlist