Tæplega hundrað manns hafa tekið eigið líf á Covid-tímum Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2021 16:05 Miklu fleiri falla fyrir eigin hendi en farast úr Covid. En mikill munur er á því hvernig viðbrögð samfélagsins eru gagnvart þeirri staðreynd. vísir/vilhelm Á sama tíma og faraldurinn hefur dregið samtals 37 manns til dauða hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf og fleiri hundruð látist vegna fjölþættra afleiðinga fíknar. Þetta kemur fram í grein sem þau Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Sigrún Sigurðardóttir, dósent við HA og stjórnarkona í Geðhjálp, rita og birtist á Vísi nú fyrir stundu. Þar er varpað fram þeirri spurningu hvað valdi því að við sem samfélag tökum faraldurinn svo traustum tökum og raun ber vitni en látum þessa staðreynd sem áður er nefnd hjá líða. „Engir upplýsingafundir hafa verið haldnir, fá minnisblöð skrifuð, ekki efnt til markvissra mótvægisaðgerða né samfélagið stöðvað til þess að fyrirbyggja þau dauðsföll,“ segir í greininni. Covid-faraldurinn sé vissulega erfiður viðureignar og áskorun fyrir heilbrigðiskerfið en: „30 af þeim 37 sem hafa látist af völdum Covid voru eldri en 70 ára, 20 eldri en 80 ára og þrír yngri en 60 ára. Til samanburðar voru 35 af þeim 47 sem tóku eigið líf árið 2020 yngri en 60 ára. 17 voru yngri en 29 ára og þrír yngri en 18 ára.“ Sigrún Sigurðardóttir og Grímur Atlason.aðsend Grímur Atlason segist í samtali við Vísi ekki í nokkrum vafa um að þær aðgerðir sem hefur verið gripið til vegna Covid-faraldursins hafi haft neikvæð áhrif á geðheilsu fjölmargra og ekki þá síst þeirra sem yngri eru. Sem sé umhugsunarefni. „Ég er ekki að segja að það eigi ekki að bregðast við Covid-faraldrinum. En hins vegar verðum við að grípa til mótvægisaðgerða vegna geðheilsu þjóðarinnar sem ætti í raun að vera forgangsatriði rétt eins og það að setja fjármuni í efnahagslífið. Einangrun, óvissa, ótti … allt getur þetta stuðlað að eða ýtt undir geðrænar áskoranir. Og við því verðum við að bregðast. Mótvægisaðgerðirnar hafa verið svo takmarkaðar,“ segir Grímur. Á þessu línuriti frá Embætti landlæknis má sjá verulega aukingu í tíðni sjálfsvíga.skjáskot Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framtíð geðheilbrigðismála Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist. 27. desember 2021 15:54 Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. 16. júní 2021 15:38 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem þau Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Sigrún Sigurðardóttir, dósent við HA og stjórnarkona í Geðhjálp, rita og birtist á Vísi nú fyrir stundu. Þar er varpað fram þeirri spurningu hvað valdi því að við sem samfélag tökum faraldurinn svo traustum tökum og raun ber vitni en látum þessa staðreynd sem áður er nefnd hjá líða. „Engir upplýsingafundir hafa verið haldnir, fá minnisblöð skrifuð, ekki efnt til markvissra mótvægisaðgerða né samfélagið stöðvað til þess að fyrirbyggja þau dauðsföll,“ segir í greininni. Covid-faraldurinn sé vissulega erfiður viðureignar og áskorun fyrir heilbrigðiskerfið en: „30 af þeim 37 sem hafa látist af völdum Covid voru eldri en 70 ára, 20 eldri en 80 ára og þrír yngri en 60 ára. Til samanburðar voru 35 af þeim 47 sem tóku eigið líf árið 2020 yngri en 60 ára. 17 voru yngri en 29 ára og þrír yngri en 18 ára.“ Sigrún Sigurðardóttir og Grímur Atlason.aðsend Grímur Atlason segist í samtali við Vísi ekki í nokkrum vafa um að þær aðgerðir sem hefur verið gripið til vegna Covid-faraldursins hafi haft neikvæð áhrif á geðheilsu fjölmargra og ekki þá síst þeirra sem yngri eru. Sem sé umhugsunarefni. „Ég er ekki að segja að það eigi ekki að bregðast við Covid-faraldrinum. En hins vegar verðum við að grípa til mótvægisaðgerða vegna geðheilsu þjóðarinnar sem ætti í raun að vera forgangsatriði rétt eins og það að setja fjármuni í efnahagslífið. Einangrun, óvissa, ótti … allt getur þetta stuðlað að eða ýtt undir geðrænar áskoranir. Og við því verðum við að bregðast. Mótvægisaðgerðirnar hafa verið svo takmarkaðar,“ segir Grímur. Á þessu línuriti frá Embætti landlæknis má sjá verulega aukingu í tíðni sjálfsvíga.skjáskot
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framtíð geðheilbrigðismála Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist. 27. desember 2021 15:54 Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. 16. júní 2021 15:38 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Framtíð geðheilbrigðismála Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist. 27. desember 2021 15:54
Sjálfsvígum kvenna fjölgaði mikið á Covid-árinu 2020 Á síðasta ári sviptu 47 sig lífi á Ísland. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Landlæknisembættið birti í dag en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 hafa orðið 39 sjálfsvíg hér á landi. Sjálfsvígin voru 15 á meðal kvenna og 32 á meðal karla í fyrra. 16. júní 2021 15:38