Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 19:00 Allir vinna er heiti stjórnvalda á fullri endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Fyrir úrræðið var endurgreiðslan upp á 60 prósent af virðisaukaskatti. vísir/vilhelm Fjármálaráðuneytið telur að úrræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við hallarekstur sinn og veiki skattkerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úrræðið framlengt út næsta ár. Verkefnið sem hefur verið kallað Allir vinna felur í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Endurgreiðslan var í 60 prósentum en með Allir vinna er hún komin upp í 100 prósent. Því var komið á sem viðspyrnuaðgerð í heimsfaraldrinum. Úrræðið átti að renna út um áramót en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt það til í hinum svokallaða bandormi vegna fjárlaga að framlengja úrræðið um ár. Endurgreiðsla 100 prósent virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða fellur þó niður. Bandormurinn verður að öllum líkindum samþykktur á morgun. Þetta er gert þrátt fyrir athugasemdir sem fjármálaráðuneytið kom fram með í minnisblaði sínu um verkefnið fyrr í mánuðinum. Þar segir að aðgerð sem þessi sé til þess fallin að grafa undan skattkerfinu og skilvirkni þess. Auk þess torveldi það það verkefni að rétta við hallarekstur ríkissjóðs. „Svo bendir ráðuneytið líka á að það hefur ekki verið sýnt fram á að úrræðið dragi úr svartri atvinnustarfsemi eða stuðli að endilega að betri skattskilum. Það liggja ekki fyrir neinar greiningar á þessu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í andsvari sínu við ræðu formanns nefndarinnar um málið á þingi í dag. Jóhann Páll er fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd.vísir/vilhelm „Mig langar að spyrja hvers vegna meirihluti nefndarinnar bregst ekki við þessum þungu og alvarlegu viðvörunarorðum. Vegna þess að við sjáum ekki oft þar sem ráðuneytið er beinlínis að vara alþingi við hagstjórnarmistökum?“ Reiknað er með að verkefnið kosti ríkissjóð á áttunda milljarð króna. Formaður nefndarinnar bendir hins vegar á að með því að gefa ekki upp vinnu til skatts geti kaupandi komið sér hjá því að greiða virðisaukaskatt og seljandi vinnunnar sloppið við tekjuskatt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar.vísir/vilhelm „Þannig ég held að það sé óyggjandi að þessi vinna sé gefin upp og sé uppi á borðum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Verkefnið sem hefur verið kallað Allir vinna felur í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Endurgreiðslan var í 60 prósentum en með Allir vinna er hún komin upp í 100 prósent. Því var komið á sem viðspyrnuaðgerð í heimsfaraldrinum. Úrræðið átti að renna út um áramót en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt það til í hinum svokallaða bandormi vegna fjárlaga að framlengja úrræðið um ár. Endurgreiðsla 100 prósent virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða fellur þó niður. Bandormurinn verður að öllum líkindum samþykktur á morgun. Þetta er gert þrátt fyrir athugasemdir sem fjármálaráðuneytið kom fram með í minnisblaði sínu um verkefnið fyrr í mánuðinum. Þar segir að aðgerð sem þessi sé til þess fallin að grafa undan skattkerfinu og skilvirkni þess. Auk þess torveldi það það verkefni að rétta við hallarekstur ríkissjóðs. „Svo bendir ráðuneytið líka á að það hefur ekki verið sýnt fram á að úrræðið dragi úr svartri atvinnustarfsemi eða stuðli að endilega að betri skattskilum. Það liggja ekki fyrir neinar greiningar á þessu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í andsvari sínu við ræðu formanns nefndarinnar um málið á þingi í dag. Jóhann Páll er fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd.vísir/vilhelm „Mig langar að spyrja hvers vegna meirihluti nefndarinnar bregst ekki við þessum þungu og alvarlegu viðvörunarorðum. Vegna þess að við sjáum ekki oft þar sem ráðuneytið er beinlínis að vara alþingi við hagstjórnarmistökum?“ Reiknað er með að verkefnið kosti ríkissjóð á áttunda milljarð króna. Formaður nefndarinnar bendir hins vegar á að með því að gefa ekki upp vinnu til skatts geti kaupandi komið sér hjá því að greiða virðisaukaskatt og seljandi vinnunnar sloppið við tekjuskatt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar.vísir/vilhelm „Þannig ég held að það sé óyggjandi að þessi vinna sé gefin upp og sé uppi á borðum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira