Veiran heggur skarð í raðir ríkisstjórnar og Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 28. desember 2021 13:07 Þrír af fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokksins hafa nú greinst með kórónuveiruna. Fámennt var á ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem fimm ráðherrar af tólf voru fjarverandi. Vísir/Vilhelm Fámennt var á ríkisstjórnarfundi í morgun en þrír ráðherrar hafa greinst með kórónuveiruna og því er veiran búin að höggva töluvert skarð í raðir þingmanna. Forsætisráðherra segir stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag en atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar hófust í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra greindist í morgun en áður hafði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra greinst á þorláksmessu og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist í þær. Þá hafa þrír ráðherrar og átta þingmenn greinst með veiruna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa sett fram efasemdir innan ríkisstjórnarinnar um nauðsyn sóttvarnaaðgerða undanfarin misseri.Vísir/Vilhelm Þingfundur hófst klukkan ellefu í morgun með kosningu þriggja manna og þriggja til vara í Landskjörstjórn. Þar á eftir hófust langar atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar, eða bandorminn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fóru yfir stöðu faraldursins á fámennum ríkisstjórnarfundi snemma í morgun, þar sem fimm af tólf voru fjarverandi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fóru yfir stöðuna í faraldrinum á ríkisstjórnarfundi í morgun.Vísir/Vilhelm „Það er einn ráðherra erlendis og annar er með staðfest smit. Einhverjir ráðherrar voru að bíða eftir niðurstöðum. Einhver er í sóttkví. Þannig að þetta er vissulega farið að hafa veruleg áhrif á störf bæði ráðherra og þingmanna,“ sagði Katrín fyrir hádegi þegar ekki lá enn fyrir að Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún hefðu greinst smitaðar. Þessa dagana væri metfjöldi fólks að greinast dag hvern í takti við það sem væri að gerast í öðrum löndum. Ríkisstjórnin fylgdist vel með þróun mála varðandi mögulegar aðgerðir. „Eftir því sem líður á þessa viku fáum við betri mynd af því hvað þetta þýðir hvað varðar alvarleg veikindi og fjölda innlagna. Við gripum til ráðstafana meðal annars vegna þess að óvissan er enn mikil um hve nákvæmlega líkurnar eru á að veikjast alvarlega af þessu nýja afbrigði,“ segir forsætisráðherra. Það væri hins vegar ljóst af þróun undanfarinna daga að afbrigið væri gríðarlega smitandi og samkvæmt gögnum frá öðrum löndum væri alltaf eitthvað hlutfall sem veiktist alvarlega og legðist inn á spítala. Stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag Margir varaþingmenn koma að afgreiðslu mála á Alþingi þessa dagana en átta þingmenn fyrir utan ráðherrana þrjá hafa greinst með kórónuveiruna undanfarið. Tekjufrumvörpin eða bandormurinn svo kallaði eru nú í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Þar voru gerðar breytingar á milli umræðna. „Það var ákveðið af meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar að framlengja "Allir vinna" fram á rúmt mitt næsta ár. Það er gert með ákveðnum rökum sem snúa að því að viðhalda í raun og veru framkvæmdastigi getum við sagt. Þetta hefur auðvitað virkað mjög hvetjandi á framkvæmdastig. Ekki hvað síst í byggingariðnaði,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir stefnt að því að boða til annars þingfundar í dag eftir að atkvæðagreiðslum um tekjufrumvörpin og önnur mál lýkur og taka þá til við þriðju umræðu um tekjufrumvörpin og fjárlagafrumvarpið. „Það er gert ráð fyrir að þingstörfum geti jafnvel lokið í dag. Það verður hér á eftir dreift þingfrestunartillögu sem gerir ráð fyrir að þing komi ekki saman aftur fyrr en hinn 17. janúar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55 Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28. desember 2021 12:01 Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra greindist í morgun en áður hafði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra greinst á þorláksmessu og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist í þær. Þá hafa þrír ráðherrar og átta þingmenn greinst með veiruna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa sett fram efasemdir innan ríkisstjórnarinnar um nauðsyn sóttvarnaaðgerða undanfarin misseri.Vísir/Vilhelm Þingfundur hófst klukkan ellefu í morgun með kosningu þriggja manna og þriggja til vara í Landskjörstjórn. Þar á eftir hófust langar atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar, eða bandorminn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fóru yfir stöðu faraldursins á fámennum ríkisstjórnarfundi snemma í morgun, þar sem fimm af tólf voru fjarverandi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fóru yfir stöðuna í faraldrinum á ríkisstjórnarfundi í morgun.Vísir/Vilhelm „Það er einn ráðherra erlendis og annar er með staðfest smit. Einhverjir ráðherrar voru að bíða eftir niðurstöðum. Einhver er í sóttkví. Þannig að þetta er vissulega farið að hafa veruleg áhrif á störf bæði ráðherra og þingmanna,“ sagði Katrín fyrir hádegi þegar ekki lá enn fyrir að Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún hefðu greinst smitaðar. Þessa dagana væri metfjöldi fólks að greinast dag hvern í takti við það sem væri að gerast í öðrum löndum. Ríkisstjórnin fylgdist vel með þróun mála varðandi mögulegar aðgerðir. „Eftir því sem líður á þessa viku fáum við betri mynd af því hvað þetta þýðir hvað varðar alvarleg veikindi og fjölda innlagna. Við gripum til ráðstafana meðal annars vegna þess að óvissan er enn mikil um hve nákvæmlega líkurnar eru á að veikjast alvarlega af þessu nýja afbrigði,“ segir forsætisráðherra. Það væri hins vegar ljóst af þróun undanfarinna daga að afbrigið væri gríðarlega smitandi og samkvæmt gögnum frá öðrum löndum væri alltaf eitthvað hlutfall sem veiktist alvarlega og legðist inn á spítala. Stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag Margir varaþingmenn koma að afgreiðslu mála á Alþingi þessa dagana en átta þingmenn fyrir utan ráðherrana þrjá hafa greinst með kórónuveiruna undanfarið. Tekjufrumvörpin eða bandormurinn svo kallaði eru nú í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Þar voru gerðar breytingar á milli umræðna. „Það var ákveðið af meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar að framlengja "Allir vinna" fram á rúmt mitt næsta ár. Það er gert með ákveðnum rökum sem snúa að því að viðhalda í raun og veru framkvæmdastigi getum við sagt. Þetta hefur auðvitað virkað mjög hvetjandi á framkvæmdastig. Ekki hvað síst í byggingariðnaði,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir stefnt að því að boða til annars þingfundar í dag eftir að atkvæðagreiðslum um tekjufrumvörpin og önnur mál lýkur og taka þá til við þriðju umræðu um tekjufrumvörpin og fjárlagafrumvarpið. „Það er gert ráð fyrir að þingstörfum geti jafnvel lokið í dag. Það verður hér á eftir dreift þingfrestunartillögu sem gerir ráð fyrir að þing komi ekki saman aftur fyrr en hinn 17. janúar,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55 Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28. desember 2021 12:01 Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 28. desember 2021 12:55
Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28. desember 2021 12:01
Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23