Bjartsýnin dvínandi fyrir veturinn á Norðurlandi Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin. Innlent 23. ágúst 2020 23:11
Listaháskólinn verður settur fjórum sinnum Starfsár Listaháskólans hefst á morgun og það með óhefðbundnum hætti sökum COVID-19 faraldursins. Skólinn verður settur í fjögur skipti af Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. Innlent 23. ágúst 2020 22:32
Atvinnumarkaðurinn ekki kominn í frost Ráðgjafi hjá ráðningafyrirtæki segir atvinnumarkaðinn ekki kominn í frost, enn sé hreyfing og störf í boði en umsækjendur um hverja stöðu séu mun fleiri en vanalega. Viðskipti innlent 23. ágúst 2020 21:52
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. Innlent 23. ágúst 2020 18:43
„Gömul lyf“ hafa reynst vel í meðferðinni við Covid-19 Yfirlæknir á Landspítalanum segir að árangur Íslendinga við meðhöndlun á alvarlegum Covid-veikindum megi að hluta rekja til lyfja sem læknar höfðu við höndina. Innlent 23. ágúst 2020 14:07
Kórónuveirusmit greindist á leikskólanum Huldubergi Kórónuveirusmit er komið upp á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ. Ákvörðun hefur verið tekin um að loka leikskólanum í samstarfi við rakningarteymi samhæfingarstöðvar almannavarna. Innlent 23. ágúst 2020 13:37
Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. Innlent 23. ágúst 2020 12:59
Fólki í sóttkví fjölgar um 200 milli daga Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og greindust þeir allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Innlent 23. ágúst 2020 11:06
Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. Innlent 23. ágúst 2020 10:39
Suður-Kórea á „barmi landlægs faraldurs“ Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í morgun mestu fjölgun nýsmitaðra þar í landi frá því í mars. Sóttvarnaaðgerðir voru framlengdar og mögulega stendur til að herða þær. Erlent 23. ágúst 2020 09:24
Þrettán tróðust undir í áhlaupi lögreglu á skemmtistað í Líma Minnst þrettán manns tróðust undir eða köfnuðu þegar fólk flúði skemmtistað í Líma í Perú. Lögreglan gerði áhlaup á skemmtistaðinn, sem mátti ekki vera opinn vegna heimsafaraldurs nýju kórónuveirunnar. Erlent 23. ágúst 2020 08:42
Aðstæður með öllu óviðunandi á tveimur stöðum Lögregluþjónar vitjuðu þrettán skemmtistaða vegna sóttvarna og voru átta staðir til fyrirmyndar í þeim efnum. Meðal þeirra voru tveir tónlistarviðburðir sem báðir fóru vel fram. Innlent 23. ágúst 2020 07:25
Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. Innlent 22. ágúst 2020 22:59
Margir hlupu til góðs í dag eða nutu viðburða Þrátt fyrir að menningarnótt hafi verið blásin af vegna kórónuveirufaraldursins mættu margir í miðbæ Reykjavíkur í dag og nutu viðburða. Þá voru margir sem hlupu til góð í dag. Innlent 22. ágúst 2020 21:00
Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. Innlent 22. ágúst 2020 20:40
„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Eigandi hótelsins segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum. Innlent 22. ágúst 2020 18:44
Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. Innlent 22. ágúst 2020 17:55
Halda þrenna tónleika til að kanna smithættu Þrennir tónleikar verða haldnir í Þýskalandi í dag til þess að kanna áhættuna á að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, smitist á milli manna á slíkum viðburðum sem haldnir eru innandyra. Erlent 22. ágúst 2020 16:59
Tólf ára börn og eldri beri líka grímur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur uppfært tilmælum varðandi börn og grímur. Nú segir stofnunin að börn sem eru tólf ára og eldri eigi að bera grímur við sömu skilyrði og fullorðið fólk. Erlent 22. ágúst 2020 14:38
Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. Innlent 22. ágúst 2020 14:11
Með listum skal land byggja Sjaldan hefur mannkynið verið meðvitaðra um lýðheilsu eins og þessi misserin. Daglega fáum við áminningu um hvernig við gætum að sóttvörnum, enda berjumst við saman við heimsfaraldur. Skoðun 22. ágúst 2020 13:03
Þörf á upplýsingum um markmið sóttvarna Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að afleiðingar hertra reglna á landamærunum frá því síðustu viku, muni birtast af fullum þunga á næstunni. Fólk í ferðaþjónustu sé dofið, vonsvikið og í áfalli. Innlent 22. ágúst 2020 12:14
Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. Innlent 22. ágúst 2020 11:58
Níu greindust með veiruna innanlands Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sex greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og þrír hjá Íslenskri erfðagreiningu. Innlent 22. ágúst 2020 11:12
800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. Erlent 22. ágúst 2020 09:11
Lokun landamæra, stóraukið atvinnuleysi Ástand í þjóðfélaginu og í heiminum öllum er erfitt um þessum þessar mundir vegna alheimsfaraldursins COVID-19. Íslendingum hefur þrátt fyrir allt gengið nokkuð vel að ná tökum á faraldrinum og í raun svo vel að eftir því er tekið langt út fyrir landsteinana. Skoðun 22. ágúst 2020 08:00
Vonar að faraldrinum verði lokið innan tveggja ára Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), segist vona að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Erlent 21. ágúst 2020 22:39
Telur líklegt að „gott bóluefni“ verði klárt í kringum áramót Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist telja það líklegt að búið verði að setja saman „gott bóluefni“ undir lok árs 2020 eða í byrjun 2021. Innlent 21. ágúst 2020 20:30
Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. Innlent 21. ágúst 2020 20:00
Kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaleiðinni Félagsmálaráðherra kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaúrræði stjórnvalda og mögulega hækkun atvinnuleysisbóta. Hann kynnir eftir helgi aðgerðir þar sem langtíma atvinnulausum verður heimilt að fara í nám án þess að missa atvinnuleysisbætur. Innlent 21. ágúst 2020 19:00