Áhyggjuefni hversu margir eru í sóttkví Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 22:37 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis. Lögreglan „Þetta gæti alveg verið betra, en það gæti líka verið verra,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, um stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Líklegast séum við stödd á flatneskju á kúrvunni en óvíst er hvort að hún fari upp eða niður í framhaldinu. Kamilla ræddi kórónuveirufaraldurinn og aðra bylgju hans hér á landi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hætt við því að fleiri greinist með veiruna næstu tíu til fjórtán daga í ljósi þess hversu margir eru í sóttkví. Eins og staðan er í dag eru 989 einstaklingar í sóttkví. „Það er náttúrulega mjög stór hópur í sóttkví núna. Það er alltaf svolítið áhyggjuefni því það er ástæða fyrir því að fólk er sett í sóttkví,“ segir Kamilla. Meðal þeirra sem rætt var við í Reykjavík síðdegis í dag var Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Taldi hann mögulegt að fara mildari leið við skimun á landamærunum og sagði hann kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví „skrúfa fyrir flæði ferðamanna“. „Það er eitthvað sem hefur verið gert og kæmi til greina aftur ef ástandið er þannig að það virðist skynsamlegt,“ sagði Kamilla um hugmyndir Sigþórs. Önnur bylgja væri þó að ganga yfir Evrópu þessa stundina og virtist hún frekar vera á uppleið frekar en á niðurleið. „Þegar við tókum upp tvær sýnatökur með heimkomusmitgát fyrir alla þá var það af því að við vorum að missa af ferðamannasmitum við fyrstu sýnatökuna, því þeir voru ekki í raun í heimkomusmitgát. Þeir fóru bara út um hvippinn og hvappinn þegar þeir voru komnir með neikvætt í fyrsta. Við vitum um dæmi þess að það hafi komið hópsýkingar í kjölfar þess.“ Hún segir þróunina við landamærin hafa snúist við undanfarið og nú sé meirihluti þeirra smita sem greinast í landamæraskimun virk smit. Áður hafi það verið fyrst og fremst óvirk eða eldri smit en nú hafi rúmlega áttatíu virk smit greinst á landamærunum á um það bil mánuði. „Af þeim eru tíu sem finnast í seinni sýnatöku og tæplega helmingur fólk sem er búsett hér.“ Viðtalið við Kamillu má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Sjá meira
„Þetta gæti alveg verið betra, en það gæti líka verið verra,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, um stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Líklegast séum við stödd á flatneskju á kúrvunni en óvíst er hvort að hún fari upp eða niður í framhaldinu. Kamilla ræddi kórónuveirufaraldurinn og aðra bylgju hans hér á landi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hætt við því að fleiri greinist með veiruna næstu tíu til fjórtán daga í ljósi þess hversu margir eru í sóttkví. Eins og staðan er í dag eru 989 einstaklingar í sóttkví. „Það er náttúrulega mjög stór hópur í sóttkví núna. Það er alltaf svolítið áhyggjuefni því það er ástæða fyrir því að fólk er sett í sóttkví,“ segir Kamilla. Meðal þeirra sem rætt var við í Reykjavík síðdegis í dag var Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Taldi hann mögulegt að fara mildari leið við skimun á landamærunum og sagði hann kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví „skrúfa fyrir flæði ferðamanna“. „Það er eitthvað sem hefur verið gert og kæmi til greina aftur ef ástandið er þannig að það virðist skynsamlegt,“ sagði Kamilla um hugmyndir Sigþórs. Önnur bylgja væri þó að ganga yfir Evrópu þessa stundina og virtist hún frekar vera á uppleið frekar en á niðurleið. „Þegar við tókum upp tvær sýnatökur með heimkomusmitgát fyrir alla þá var það af því að við vorum að missa af ferðamannasmitum við fyrstu sýnatökuna, því þeir voru ekki í raun í heimkomusmitgát. Þeir fóru bara út um hvippinn og hvappinn þegar þeir voru komnir með neikvætt í fyrsta. Við vitum um dæmi þess að það hafi komið hópsýkingar í kjölfar þess.“ Hún segir þróunina við landamærin hafa snúist við undanfarið og nú sé meirihluti þeirra smita sem greinast í landamæraskimun virk smit. Áður hafi það verið fyrst og fremst óvirk eða eldri smit en nú hafi rúmlega áttatíu virk smit greinst á landamærunum á um það bil mánuði. „Af þeim eru tíu sem finnast í seinni sýnatöku og tæplega helmingur fólk sem er búsett hér.“ Viðtalið við Kamillu má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Sjá meira
Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32
Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04