Sér eftir því að hafa trúað flökkusögum um Covid-19 eftir að hafa misst eiginkonuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 22:04 Margir ganga með grímur í Bandaríkjunum. Getty/Sebastian Condrea Leigubílstjóri í Flórída-ríki Bandaríkjanna, sem trúði flökkusögum um Covid-19, segist nú sjá eftir að hafa ekki tekið kórónuveirufaraldurinn alvarlega frá byrjun, eftir að eiginkona hans lést af völdum Covid-19. Hann biðlar til samlanda sinna um að fylgja ýtrustu sóttvarnarfyrirmælum. BBC fjallar um málið en breski fjölmiðillinn hefur að undanförnu fjallað sérstaklega um dauðsföll og mannskaða sem rekja má að einhverju leyti til upplýsingaóreiðu um heimsfaraldur kórónveiru. Í frétt BBC er saga Brian Lee Hitchens og eiginkonu hans Erin rakin. Kemur fram að þegar fyrstu fregnir af kórónuveiruinni hafi farið að láta kræla á sér hafi þau ekki pælt mikið í þeim fregnum. Þau hafi hins vegar lesið á netinu falskar sögusagnir og samsæriskenningar um að kórónuveirufaraldurinn mætti rekja til 5G-væðingar, væri gabb eða álíka alvarlegur og venjulegt kvef og talið þær skýringar líklegar. Því hafi þau ekki sóttvarnartilmæli alvarlega þegar faraldurinn kom til Bandaríkjanna. Brian hélt áfram að starfa sem leigubílstjóri og hirti lítið um að bera grímu á almannafæri, halda fjarlægðarmörkum og svona mætti áfram telja. Brian og Erin smituðust af veirunni í maí á þessu ári. Brian jafnaði sig en Erin, sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma, lést af völdum veirunnar. Í kjölfar andláts eiginkonunnar skrifaði Brian færslu á Facebook sem fór víða. Þar biðlaði hann til almennings um að taka veiruna alvarlega. Í samtali við BBC segir Brian óska þess að hann hafi tekið veiruna alvarlega frá upphafi, og hann vonaði að eiginkona hans gæti fyrirgefið honum. „Þetta er alvöru veira sem hefur mismunandi áhrif á fólk. Ég get ekki breytt fortíðinni. Ég get aðeins lifað í núinu og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni,“ sagði Brian í samtali við BBC. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Leigubílstjóri í Flórída-ríki Bandaríkjanna, sem trúði flökkusögum um Covid-19, segist nú sjá eftir að hafa ekki tekið kórónuveirufaraldurinn alvarlega frá byrjun, eftir að eiginkona hans lést af völdum Covid-19. Hann biðlar til samlanda sinna um að fylgja ýtrustu sóttvarnarfyrirmælum. BBC fjallar um málið en breski fjölmiðillinn hefur að undanförnu fjallað sérstaklega um dauðsföll og mannskaða sem rekja má að einhverju leyti til upplýsingaóreiðu um heimsfaraldur kórónveiru. Í frétt BBC er saga Brian Lee Hitchens og eiginkonu hans Erin rakin. Kemur fram að þegar fyrstu fregnir af kórónuveiruinni hafi farið að láta kræla á sér hafi þau ekki pælt mikið í þeim fregnum. Þau hafi hins vegar lesið á netinu falskar sögusagnir og samsæriskenningar um að kórónuveirufaraldurinn mætti rekja til 5G-væðingar, væri gabb eða álíka alvarlegur og venjulegt kvef og talið þær skýringar líklegar. Því hafi þau ekki sóttvarnartilmæli alvarlega þegar faraldurinn kom til Bandaríkjanna. Brian hélt áfram að starfa sem leigubílstjóri og hirti lítið um að bera grímu á almannafæri, halda fjarlægðarmörkum og svona mætti áfram telja. Brian og Erin smituðust af veirunni í maí á þessu ári. Brian jafnaði sig en Erin, sem glímdi við undirliggjandi sjúkdóma, lést af völdum veirunnar. Í kjölfar andláts eiginkonunnar skrifaði Brian færslu á Facebook sem fór víða. Þar biðlaði hann til almennings um að taka veiruna alvarlega. Í samtali við BBC segir Brian óska þess að hann hafi tekið veiruna alvarlega frá upphafi, og hann vonaði að eiginkona hans gæti fyrirgefið honum. „Þetta er alvöru veira sem hefur mismunandi áhrif á fólk. Ég get ekki breytt fortíðinni. Ég get aðeins lifað í núinu og tekið betri ákvarðanir í framtíðinni,“ sagði Brian í samtali við BBC.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira