Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Ekki týpan til að gefast upp“

Þau eru stutt og hnitmiðuð skilaboðin frá Tindastólsmanninum Callum Lawson á samfélagsmiðlum nú þegar úrslitastundin nálgast í deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin drjúgur í mikli­vægum sigri

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin unnu mikilvægan sigur í toppbaráttunni í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Chemnitz á útivelli 75-79.

Körfubolti
Fréttamynd

Mynda­sería úr seinni bikarslag dagsins

Keflvíkingar lyftu tveimur bikarmeistaratitlum í Laugardalshöllinni í dag. Fyrst var það karlaliðið sem lagði Tindastól í sveiflukenndum leik og svo fylgdi kvennaliðið á eftir og lagði Þór frá Akureyri nokkuð örugglega.

Körfubolti
Fréttamynd

„Héldum bara á­fram að berja á þeim“

Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston heldur flugi og Oklahoma á toppinn

Leikmenn Boston Celtics virðast ætla að fara á miklu flugi inn í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, sem nú fer að styttast í, en þeir unnu sinn áttunda sigur í röð í nótt þegar þeir lögðu Detroit Pistons að velli, 129-102.

Körfubolti
Fréttamynd

Opinn fyrir öllu á Ís­landi

Körfu­bolta­þjálfarinn Baldur Þór Ragnars­son, sem starfar sem þjálfari hjá þýska liðinu Ratiop­harm í Ulm, segir endur­komu í ís­lenska boltann klár­lega vera val­mögu­leika fyrir sig. Baldur hefur verið orðaður við þjálfara­stöður hjá nokkrum ís­lenskum liðum undan­farið.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: Dream Team eða Redeem Team?

Lögmál leiksins, umfjöllunarþáttur Stöðvar 2 um NBA deildina, var sundurklofinn eftir rökræður um landslið Bandaríkjanna í körfubolta árin 1992 og 2012. Hreinstefnusinnarnir Kjartan Atli og Tómas Steindórsson létu ekki af sannfæringu sinni gegn módernistunum Sigurði Orra og Herði Unnsteinssyni. 

Körfubolti
Fréttamynd

Lore: „Tilfinningin er frá­bær“

Þór frá Akureyri er á leiðinni í bikarúrslit eftir að hafa lagt Grindavík 79-75 í undanúrslitum þar sem frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Lore Devos var stigahæst allra á vellinum með 32 stig og leiddi sínar konur í gegnum þrautagönguna sem körfuboltaleikur getur verið.

Körfubolti