„Mér finnst þetta fullmikið“ „Það er mikill missir að hann skuli missa af næstu þremur leikjum,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, um David Ramos sem nú er kominn í leikbann fyrir pungspark í leik gegn Val. Körfubolti 22. apríl 2024 11:31
Fær þriggja leikja bann fyrir pungspark á Hlíðarenda Aga- og úrskurðanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt David Guardia Ramos, leikmann Hattar í Subway deild karla, í þriggja leikja bann vegna háttsemi sinnar í þriðja leik Vals og Hattar í úrslitakeppni deildarinnar á dögunum. Frá þessu er greint á vef KKÍ núna í morgunsárið. Körfubolti 22. apríl 2024 10:17
Kawhi-lausir Clippers í engum vandræðum með Mavericks Los Angeles Clippers unnu öruggan sigur, 109-97, gegn Dallas Mavericks í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni NBA. Körfubolti 21. apríl 2024 22:27
Svanirnir hefja flug í úrslitakeppninni Landsliðsmaðurinn Orri Gunnarsson fagnaði sigri í fyrsta leik austurrísku úrslitakeppninnar í körfubolta þegar lið hans Swans Gmunden lagði Oberwart Gunners að velli, 96-78. Körfubolti 21. apríl 2024 18:07
„Við algjörlega frusum“ Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, átti fáar skýringar á því hvers vegna hans konur frusu sóknarlega annan leikinn í röð þegar liðið tapaði 73-64 gegn Stjörnunni í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Körfubolti 21. apríl 2024 17:38
„Maður harkar þetta bara af sér og heldur áfram fyrir liðið“ Ísold Sævarsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sneri sig illa á ökkla í fyrri hálfleik í dag þegar liðið tók á móti Haukum í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna en lét það þó ekki stoppa sig í að klára leikinn og endurkomusigur. Körfubolti 21. apríl 2024 17:25
Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 73 - 64 | Ótrúleg endurkoma tryggði Stjörnunni oddaleik Það var allt undir í dag þegar Stjarnan tók á móti Haukum í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna í dag en Haukar leiddu einvígið 2-1 og gátu því sent Stjörnuna í sumarfrí með sigri. Körfubolti 21. apríl 2024 14:15
Mætti eins og Gru í „Despicable Me“ og kláraði síðan Lakers Denver Nuggets hélt áfram sigurgöngu sinn á móti Los Angeles Lakers og vann fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 21. apríl 2024 08:30
Gaf á sjálfan sig, tróð með látum og fór svo meiddur af velli Joel Embiid gaf boltann á sjálfan sig, tróð honum niður og fór svo meiddur af velli í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Körfubolti 20. apríl 2024 23:44
Úlfarnir með stórsigur í fyrsta leik gegn Suns Minnesota Timberwolves unnu afar öruggan 120-95 sigur gegn Phoenix Suns í fyrsta leik NBA úrslitakeppninnar. Körfubolti 20. apríl 2024 22:34
Þórsarar unnu oddaleikinn og halda áfram í undanúrslit Þór vann Skallagrím 85-80 í oddaleik í 8-liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta. Körfubolti 20. apríl 2024 21:01
Öruggur sigur í fyrsta leik úrslitakeppninnar Fyrsta leik úrslitakeppni NBA lauk með 97-83 sigri Cleveland Cavaliers gegn Orlando Magic. Körfubolti 20. apríl 2024 19:55
Miami og New Orleans síðustu liðin inn: Svona lítur úrslitakeppni NBA út Miami Heat og New Orleans Pelicans léku bæði án síns besta leikmanns í nótt en tókst engu að síður að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Með því er ljóst hvernig úrslitakeppnin lítur út í ár. Körfubolti 20. apríl 2024 08:31
„Við treystum á Remy og guð í kvöld“ „Við hittum úr stórum skotum og náðum stoppum varnarlega. Það var kannski munurinn á þessu, sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans menn komust 2-1 yfir í einvígi sínu við Álftanes í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 19. apríl 2024 22:56
„Ég elska Keflavík og ég elska Ísland“ Keflavík tók forystuna á ný í kvöld þegar þeir höfðu betur gegn Álftanes 88-84 í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum Subway-deild karla í körfubolta. Remy Martin var frábær í liði Keflavíkur og var ánægður með svar sinna manna eftir tap í leik tvö. Körfubolti 19. apríl 2024 22:30
„Særð dýr eru hættulegustu dýrin“ Svavar Atli Birgisson var stoltur af sínu liði eftir frammistöðu kvöldsins gegn Grindavík þó lið Tindastóls hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum. Hann viðurkenndi að tímabilið væri búið að vera erfitt. Körfubolti 19. apríl 2024 21:48
Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Álftanes 88-84 | Keflvíkingar tóku forystuna í hörkuleik Keflavík lagði Álftanes í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Keflavík leiðir nú einvígið 2-1 og þarf aðeins einn sigur til að komast í undanúrslit. Körfubolti 19. apríl 2024 21:25
„Fínt að enda þetta þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn“ „Ég er bara mjög ánægður að við séum komnir í gegn. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2017 sem við förum í gegnum fyrstu umferðina,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir að hans menn sópuðu Íslandsmeisturum Tindastóls úr leik í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar. Körfubolti 19. apríl 2024 21:16
Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 91-89 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik í Smáranum Grindvíkingar urðu í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla. Þetta varð ljóst eftir að liðið vann Tindastól í þriðja sinn í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. Körfubolti 19. apríl 2024 20:45
Uppgjör og viðtöl: Valur - Njarðvík 67-82 | Íslandsmeistararnir í sumarfrí Njarðvík er komið í undanúrslit Subway-deildar kvenna í körfubolta eftir þægilegan sigur á Val á Hlíðarenda. Tapið þýðir að Íslandsmeistarar Vals eru komnir í sumarfrí. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Körfubolti 19. apríl 2024 18:50
Verður fyrsta konan til að dæma í úrslitakeppni NBA í tólf ár Ashley Moyer-Gleich verður aðeins önnur konan í sögunni og sú fyrsta í meiri áratug sem dæmir í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 19. apríl 2024 17:31
Segir að hann verði bráðum bestur í NBA Það vantar ekki sjálfstraustið í Anthony Edwards, leikmann Minnesota Timberwolves. Hann segir að hann verði orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar áður en langt um líður. Körfubolti 19. apríl 2024 17:00
„Með því glórulausasta sem ég hef séð“ Það er um fátt annað rætt í körfuboltaheiminum í dag en pungspark David Ramos, leikmanns Hattar, í leik Vals og Hattar í úrslitakeppni Subway-deildar karla í dag. Körfubolti 19. apríl 2024 13:02
Bað Caitlin Clark afsökunar á karlrembunni í sér Blaðamaður í nýrri heimaborg körfuboltastjörnunnar Caitlin Clark hefur beðist afsökunar á hátterni sínu og segir hegðun sína á fyrsta blaðamannafundi körfuboltakonunnar hafa verið heimskulega. Körfubolti 19. apríl 2024 08:00
„Hlakka rosalega til að sjá troðfullt hús á mánudaginn“ Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum í Subway-deild karla í kvöld. Liðin voru jöfn með sitthvorn sigurinn fyrir leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld en Þór Þ. tók forystu í einvíginu með 107-110 sigri hér í kvöld eftir framlengingu. Körfubolti 18. apríl 2024 22:26
Booker um sparkið í stellið: „Partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið“ Frank Booker kenndi sér enn meins í klofinu þegar hann mætti í viðtal eftir 94-74 sigur Vals gegn Hetti. Körfubolti 18. apríl 2024 22:20
Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 107-110 | Þórsarar sigri frá undanúrslitum Þór Þorlákshöfn er komið 2-1 yfir í einvígi sínu við Njarðvík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta eftir magnaðan sigur í framlengdum leik í Ljónagryfjunni. Körfubolti 18. apríl 2024 21:40
Uppgjörið: Valur - Höttur 94-74 | Valsmenn taka forystuna í einvíginu Valur vann 94-74 gegn Hetti í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Körfubolti 18. apríl 2024 21:00
Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Körfubolti 18. apríl 2024 20:22
Curry reyndi að fá Clark til Under Armour en Nike hafði betur Körfuboltakonan Caitlin Clark mun skrifa undir nýjan risa skósamning við Nike. Hún fær sinn eigin einkennisskó hjá Nike. Körfubolti 18. apríl 2024 15:00