„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2025 13:31 Martin Hermannsson naut sín með fjölskyldunni í sumar en nú tekur alvaran við. Vísir/Ívar „Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar. „Auðvitað vantar upp á form og opna lungun og allt þetta. En ég er sáttur miðað við allt, fyrri störf og svoleiðis. Mér líður vel líkamlega en það vantar nokkra gíra upp að maður sé kominn í sitt besta stand. Sem betur fer eru nokkrir dagar í mót svo það er ennþá tími,“ segir Martin. Klippa: Fjölskyldan átti sumarið en nú tekur alvaran við Hefur hlakkað til æfinganna Hann naut sumarsins þá vel með fjölskyldunni og kom víða við á landinu í fríi hér heima. „Það var þessi týpíski Íslendingur. Maður fór upp í sumarbústað, í útilegu og aðeins erlendis. Fyrst og fremst að njóta þess með fjölskyldunni og vera heima. Maður var svolítið í faðmi fjölskyldunnar, en reyna að halda sér í formi líka. Með aldrinum verður þetta erfiðara og ég er eiginlega verri þegar ég stoppa – því lengur sem ég stoppa því verri verð ég – þannig að ég verð að halda mér gangandi á hverjum einasta degi,“ segir hinn háaldraði Martin, sem verður 31 árs í september. „Þetta hefur verið frábært sumar en verið tilhlökkun fyrir þessu augnabliki í dálítinn langan tíma. Maður hefur beðið eftir því að mæta á fyrstu æfinguna, skrýtið en líka spennandi að það sé komið að því.“ Vonar að fjölskyldan sé ekki orðin þreytt á sér Veturinn var aðeins frábrugðin þeim sem fyrir voru hjá kappanum. Kona hans og börn voru mestmegnis heima á Íslandi á meðan hann var í Berlín að stunda sína iðju. Það var því sérstök áhersla lögð á fjölskylduna í sumar. „Það var númer eitt, tvö og þrjú að koma heim og knúsa þau sem mest. Vonandi eru þau ekki orðin of pirruð á mér að ég sé svona mikið heima allt í einu. Ég er með einn eins árs og einn sjö ára svo það hefur verið mikið líf og fjör.“ Annað hlutverk í þetta skiptið „Maður er orðinn einn af eldri mönnunum núna í þessu liði. Það er skrýtið,“ segir Martin sem kom einnig inn á aldur sinn og fyrri störf að ofan. Hann er vissulega aðeins rétt skriðinn á fertugsaldurinn en er þrátt fyrir það á meðal eldri manna í landsliðinu. Hann var 23 ára síðast þegar Ísland fór á stórmót, og finnur fyrir breytingu á hlutverki innan hópsins frá því sem var á EM 2015 og 2017. „Allt í einu þarf ég að hugsa eitthvað núna. Ég var alltaf einn af þessum ungu gaurum sem kom bara og skaut og þurfti ekki að pæla í neinu. Nú er maður hinu megin við borðið að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd og sýna mönnum hvernig á að gera þetta. Á sama tíma eru það mikil forréttindi og virkilega spennandi að vera einn af fáum sem er að fara í þriðja skiptið,“ „Ég hélt þetta væri sjálfsagt mál 2015 og 2017, að ég væri að fara á tveggja ára fresti. En allt í einu eru komin átta ár núna og það á heldur betur að njóta,“ segir Martin. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54 Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
„Auðvitað vantar upp á form og opna lungun og allt þetta. En ég er sáttur miðað við allt, fyrri störf og svoleiðis. Mér líður vel líkamlega en það vantar nokkra gíra upp að maður sé kominn í sitt besta stand. Sem betur fer eru nokkrir dagar í mót svo það er ennþá tími,“ segir Martin. Klippa: Fjölskyldan átti sumarið en nú tekur alvaran við Hefur hlakkað til æfinganna Hann naut sumarsins þá vel með fjölskyldunni og kom víða við á landinu í fríi hér heima. „Það var þessi týpíski Íslendingur. Maður fór upp í sumarbústað, í útilegu og aðeins erlendis. Fyrst og fremst að njóta þess með fjölskyldunni og vera heima. Maður var svolítið í faðmi fjölskyldunnar, en reyna að halda sér í formi líka. Með aldrinum verður þetta erfiðara og ég er eiginlega verri þegar ég stoppa – því lengur sem ég stoppa því verri verð ég – þannig að ég verð að halda mér gangandi á hverjum einasta degi,“ segir hinn háaldraði Martin, sem verður 31 árs í september. „Þetta hefur verið frábært sumar en verið tilhlökkun fyrir þessu augnabliki í dálítinn langan tíma. Maður hefur beðið eftir því að mæta á fyrstu æfinguna, skrýtið en líka spennandi að það sé komið að því.“ Vonar að fjölskyldan sé ekki orðin þreytt á sér Veturinn var aðeins frábrugðin þeim sem fyrir voru hjá kappanum. Kona hans og börn voru mestmegnis heima á Íslandi á meðan hann var í Berlín að stunda sína iðju. Það var því sérstök áhersla lögð á fjölskylduna í sumar. „Það var númer eitt, tvö og þrjú að koma heim og knúsa þau sem mest. Vonandi eru þau ekki orðin of pirruð á mér að ég sé svona mikið heima allt í einu. Ég er með einn eins árs og einn sjö ára svo það hefur verið mikið líf og fjör.“ Annað hlutverk í þetta skiptið „Maður er orðinn einn af eldri mönnunum núna í þessu liði. Það er skrýtið,“ segir Martin sem kom einnig inn á aldur sinn og fyrri störf að ofan. Hann er vissulega aðeins rétt skriðinn á fertugsaldurinn en er þrátt fyrir það á meðal eldri manna í landsliðinu. Hann var 23 ára síðast þegar Ísland fór á stórmót, og finnur fyrir breytingu á hlutverki innan hópsins frá því sem var á EM 2015 og 2017. „Allt í einu þarf ég að hugsa eitthvað núna. Ég var alltaf einn af þessum ungu gaurum sem kom bara og skaut og þurfti ekki að pæla í neinu. Nú er maður hinu megin við borðið að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd og sýna mönnum hvernig á að gera þetta. Á sama tíma eru það mikil forréttindi og virkilega spennandi að vera einn af fáum sem er að fara í þriðja skiptið,“ „Ég hélt þetta væri sjálfsagt mál 2015 og 2017, að ég væri að fara á tveggja ára fresti. En allt í einu eru komin átta ár núna og það á heldur betur að njóta,“ segir Martin. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54 Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01