Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2025 23:16 Shaquille O’Neal lofaði að klæðast kjólnum sem Charles Barkley er í á þessari mynd. Skjámynd/courtsidebuzzig Shaquille O’Neal er ekkert að fara í felur með það að hann er ekki mikill aðdáandi franska miðherjans Rudy Gobert. Gobert er einn launahæsti leikmaður NBA deildarinnar en hann spilar nú með Minnesota Timberwolves en var áður hjá Utah Jazz. Gobert hefur þegar unnið sér inn 260 milljónir dollara á ferlinum og fær yfir hundrað milljónir dollara í laun fyrir næstu þrjú tímabil. Hann er að fá 35 milljónir fyrir 2025-26 tímabilið eða yfir fjóra milljarða íslenskra króna. Shaq mætti í hlaðvarpsþátt á dögunum og talið barst að hinum 216 sentimetra háa Gobert sem var með 12,0 stig og 10,9 fráköst að meðaltali á síðustu leiktíð. „Ég fjandakornið hata Rudy Gobert. Þessi andskoti er að fá 250 milljónir dollara í laun og hann á það ekki skilið,“ sagði Shaquille O’Neal. „Ég sem formaður samtaka stórra manna lýsi því yfir að ef þú ætlar að fá svona vel borgað þá þarftu að spila þannig líka. Láta finna fyrir sér og leyfa ekki litlum hvítum gæjum að vaða yfir þig,“ sagði Shaq. Gobert hefur spilað í NBA í tólf ár og hann hefur fjórum sinnum verið valinn besti varnarmaður ársins. Sjö sinnum hefur hann komist í varnarlið ársins. Það er líklegt að Gobert endi í Heiðurshöll körfuboltans eftir nokkur ár. Þegar sú staðreynd var borin undir O’Neal þá varð hann fyrst virkilega hneykslaður. „Ef Rudy Gobert verður valinn í Heiðurshöllina þá mæti ég í kjóla á athöfnina,“ sagði Shaq og sýndi meira segja kjólinn eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Gobert er einn launahæsti leikmaður NBA deildarinnar en hann spilar nú með Minnesota Timberwolves en var áður hjá Utah Jazz. Gobert hefur þegar unnið sér inn 260 milljónir dollara á ferlinum og fær yfir hundrað milljónir dollara í laun fyrir næstu þrjú tímabil. Hann er að fá 35 milljónir fyrir 2025-26 tímabilið eða yfir fjóra milljarða íslenskra króna. Shaq mætti í hlaðvarpsþátt á dögunum og talið barst að hinum 216 sentimetra háa Gobert sem var með 12,0 stig og 10,9 fráköst að meðaltali á síðustu leiktíð. „Ég fjandakornið hata Rudy Gobert. Þessi andskoti er að fá 250 milljónir dollara í laun og hann á það ekki skilið,“ sagði Shaquille O’Neal. „Ég sem formaður samtaka stórra manna lýsi því yfir að ef þú ætlar að fá svona vel borgað þá þarftu að spila þannig líka. Láta finna fyrir sér og leyfa ekki litlum hvítum gæjum að vaða yfir þig,“ sagði Shaq. Gobert hefur spilað í NBA í tólf ár og hann hefur fjórum sinnum verið valinn besti varnarmaður ársins. Sjö sinnum hefur hann komist í varnarlið ársins. Það er líklegt að Gobert endi í Heiðurshöll körfuboltans eftir nokkur ár. Þegar sú staðreynd var borin undir O’Neal þá varð hann fyrst virkilega hneykslaður. „Ef Rudy Gobert verður valinn í Heiðurshöllina þá mæti ég í kjóla á athöfnina,“ sagði Shaq og sýndi meira segja kjólinn eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira