Stólarnir halda áfram að safna liði: Hafa samið við sænskan landsliðsmann Tindastóll heldur áfram að safna liði fyrir næsta tímabil og hefur nú samið við reynslumikinn sænskan landsliðsmann. Körfubolti 12. júlí 2021 11:27
Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. Körfubolti 12. júlí 2021 07:33
Mirza skiptir Garðabænum út fyrir Grafarvoginn Mirza Sarajlija hefur samið við Fjölni í 1. deild karla í körfubolta og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Mirza lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en mun nú færa sig niður um deild. Körfubolti 11. júlí 2021 14:30
Martin segist ekki vera á förum frá Valencia Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson segir ekkert til í þeim orðrómum að hann sé á förum frá spænska körfuknattleiksfélaginu Valencia. Körfubolti 11. júlí 2021 14:01
Sanja Orozovic og Ciani Cryor til liðs við Fjölni Fjölnir hefur samið við tvo leikmenn fyrir komandi tímabil í efstu deild kvenna í körfubolta. Um er að ræða Sönju Orozovic sem hefur leikið hér á landi undanfarin þrjú ár og svo Ciani Cryor sem kemur frá Bandaríkjunum. Körfubolti 9. júlí 2021 16:01
NBA dagsins: Svona tókst Phoenix að skyggja á stórleik Antetokounmpo Körfubolti er liðsíþrótt. Það sýndi sig að minnsta kosti þegar leikmenn Phoenix Suns náðu jafnvel tíu sendinga sóknum, þar sem allir í liðinu snertu boltann, sem enduðu með körfu og unnu Milwaukee Bucks 118-108. Körfubolti 9. júlí 2021 15:00
Giannis frábær í nótt en Phoenix Suns komst samt í 2-0 Phoenix Suns vann annan leikinn í röð í úrslitaeinvíginu á móti Milwaukee Bucks en Suns liðið fagnaði tíu stiga sigri í nótt, 118-108. Körfubolti 9. júlí 2021 07:31
Sleit krossband í fyrsta leik lokaúrslita NBA deildarinnar Phoenix Suns vann fyrsta leikinn á móti Milwaukee Bucks í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta en einn leikmaður liðsins spilar ekki fleiri leiki í þessari úrslitakeppni. Körfubolti 8. júlí 2021 15:30
Náðu í leikmennina sem unnu þær í síðustu tveimur lokaúrslitum Haukarnir eru til alls líklegar í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Það munar um að vera búnar að semja við leikmenn sem hafa reynst Haukunum afar erfiðir á síðustu árum. Körfubolti 7. júlí 2021 16:01
NBA dagsins: Besta frammistaða í fyrsta úrslitaleik síðan hjá Jordan fyrir þrjátíu árum Chris Paul beið í sextán á eftir því að fá að spila í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Í gærkvöldi endaði þessa langa bið og kappinn mætti heldur betur tilbúinn. Körfubolti 7. júlí 2021 15:00
Chris Paul frábær í langþráðum fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA Giannis Antetokounmpo kom óvænt aftur inn í lið Milwaukee Bucks en það kom ekki í veg fyrir það að Phoenix Suns er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn í körfubolta. Körfubolti 7. júlí 2021 07:31
Einn leikmaður er öruggur með hring hvernig sem fer í úrslitaeinvígi NBA Phoenix Suns og Milwaukee Bucks spila til úrslita um NBA titilinn í ár og fá leikmenn sigurliðsins hinn eftirsótta hring ef þeir vinna titilinn. Einn leikmaður í lokaúrslitunum er öruggur með hring áður en einvígið hefst. Körfubolti 6. júlí 2021 13:31
Segja að Phoenix Suns sé nú sigurstranglegra liðið í úrslitaeinvígi NBA Phoenix Suns gæti unnið sinn fyrsta NBA titil í sögunni á næstu vikum ef marka má líkindareikning veðbanka í aðdraganda úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 6. júlí 2021 07:31
Liðið sem tapaði í Laugardalshöllinni árið 2018 komið á Ólympíuleikana Tékkland tryggði sér um helgina sæti í körfuboltakeppni Ólympíuleikana eftir sigur á Grikklandi í hreinum úrslitaleik um laust sæti á leikunum. Körfubolti 5. júlí 2021 15:00
Luka Doncic stórskotlegur þegar Slóvenar komust á ÓL í fyrsta sinn Luka Doncic og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu tryggðu sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær þegar þeir unnu sína undankeppni sem fór fram í Litháen. Körfubolti 5. júlí 2021 07:31
Milwaukee í úrslit í fyrsta sinn í 47 ár Milwaukee Bucks er komið í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar eftir að hafa unnið 4-2 sigur á Atlanta Hawks í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. Körfubolti 4. júlí 2021 10:00
NBA dagsins: Sjóðheitur Lopez sýndi að Milwaukee getur spjarað sig án síns besta manns Brook Lopez var afskaplega áreiðanlegur í nótt þegar Milwaukee Bucks unnu öruggan sigur á Atlanta Hawks og komust skrefi nær úrslitaeinvíginu í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 2. júlí 2021 15:00
„Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. Körfubolti 2. júlí 2021 13:01
Antetokounmpo áhorfandi þegar Milwaukee tók forystuna Milwaukee Bucks eru einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta, gegn Phoenix Suns, eftir að hafa unnið Atlanta Hawks í nótt, 123-112. Körfubolti 2. júlí 2021 07:31
KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers. Körfubolti 1. júlí 2021 17:00
NBA dagsins: Stal senunni með stæl, var hrint harkalega en lauk langri eyðimerkurgöngu Chris Paul kemur ekki lengur til greina sem besti körfuknattleiksmaður sem aldrei hefur komist í úrslit NBA-deildarinnar. Hann átti sviðið í gærkvöld þegar Phoenix Suns unnu LA Clippers í fjórða sinn og tryggðu sér vesturdeildarmeistaratitilinn. Körfubolti 1. júlí 2021 15:01
Körfuboltastelpurnar klikka ekki á því að láta bólusetja sig WNBA deildin segir að 99 prósent leikmanna deildarinnar séu búnir að láta bólusetja sig. Körfubolti 1. júlí 2021 13:31
Tindastóll fær verðlaunavarnarmann sem tók þátt í nýliðavali NBA Tindastóll heldur áfram að styrkja lið sitt fyrir næstu körfuboltaleiktíð eftir vonbrigðaniðurstöðu á síðustu leiktíð þar sem liðinu var sópað út af Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 1. júlí 2021 13:00
Guðrún hætt og engin kona þjálfari í efstu deild Guðrún Ósk Ámundadóttir er hætt sem þjálfari ríkjandi bikarmeistara Skallagríms í körfubolta kvenna. Þar með er sem stendur engin kona aðalþjálfari í efstu deild í körfubolta. Körfubolti 1. júlí 2021 11:46
CP3 sendi Phoenix í úrslit í fyrsta sinn í 28 ár Phoenix Suns komust í nótt í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í þriðja sinn í sögu félagsins. Chris Paul var í sannkölluðu aðalhlutverki í að slá út sitt gamla félag LA Clippers með 130-103 sigri. Körfubolti 1. júlí 2021 07:30
Helena um félagaskiptin: „Veit hvernig umgjörðin og stemningin er í Hafnarfirði“ Helena Sverrisdóttir, Íslandsmeistari með Val, er spennt fyrir komandi áskorun með uppeldisfélaginu Haukum. Körfubolti 30. júní 2021 20:30
NBA dagsins: Sítrónupiparinn fékk að vita rétt fyrir leik að komið væri að frumraun og fagnaði sigri Lou Williams fékk að vita það klukkutíma fyrir leik með Atlanta Hawks í gærkvöld að hann ætti að byrja leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum. Frumraunin fór vel eins og sjá má í NBA dagsins hér á Vísi. Körfubolti 30. júní 2021 15:07
Írskur landsliðsmaður fylgdi Arnari á Krókinn Körfuknattleiksdeild Tindastóls heldur áfram að semja við leikmenn og hefur tryggt sér krafta Taiwo Badmus á næstu leiktíð. Körfubolti 30. júní 2021 12:22
Haukar styrkja sig fyrir komandi tímabil Sólrún Inga Gísladóttir hefur samið við silfurlið Hauka um að leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfubolta næstu þrjú árin. Sólrún Inga hefur undanfarin ár leikið með Coastal Georgia Mariners í bandaríska háskólaboltanum. Körfubolti 30. júní 2021 11:01
Öskur Grikkjans í nóttinni og einvígið jafnt Giannis Antetokounmpo veinaði af sársauka áður en hann var studdur af velli í tapi Milwaukee Bucks gegn Atlanta Hawks, 110-88, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 30. júní 2021 07:31